Dæmigert vanmat á gildi aðdráttarafls fyrir ferðafólk.

Bandaríkjamenn reka þjóðgarða sína fyrir ríkisfé án þess að reikna með beinum tekjum af þeim. Þeir líta á dæmið í heild varðandi það, hvað dragi ferðamenn til landsins og reikna með, að óbeinar tekjur af náttúruperlunum varðandi almenna umferð ferðamanna um landið séu meiri en halli á rekstri einstakra atriða.

Og jafnvel þótt það dugi ekki til telja þeir heiður og sjálfsvirðingu þjóðarinnar nægja til að vanrækja ekki umhirðu mannvirkja, safna og náttúruverðmæta.

Þrátt fyrir stórvaxandi tekjur af ferðamönnum hér á landi virðist mönnum vera ofvaxið að hafa svona sjónarmið í huga, heldur virðast umhirða og aðstaða við þau fyrirbæri, sem helst draga ferðafólk að og skapa þar með tekjur, vera stórlega vanmetin og vanrækt.

Dæmi um það eru mýmörg, og manngerði goshverinn Strókur við Perluna er nýjasta dæmið.

Íslenskur jarðvarmi er eitt helsta aðdráttarafl landsins og Strókur er sýnilegt dæmi um orkuna, sem hitar upp íslensk hús og er leidd í heitavatnsgeymana á Öskjuhlíð.

Þess vegna eru það tákn um þröngsýni, skammsýni og nísku þegar komið er í veg fyrir að fyrirbæri eins og Strókur séu nýtt og þeim haldið við.       


mbl.is Borgin lét loka goshvernum Stróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tafla 1. Fjölmennustu fæðingarárgangar íslandssögunar
RöðÁrLifandi fæddir allsDrengirStúlkurFrjósemi
      
120095.0262.5612.4652,22
219604.9162.5472.3694,27
320104.9072.5232.3842,20
419594.8372.5012.3364,24
520084.8352.4702.3652,14
619634.8202.4712.3493,98
719644.7872.3752.4123,86
819904.7682.4312.3372,31
919574.7252.4692.2564,20
1019654.7212.4502.2713,71

Þorsteinn Briem, 15.6.2014 kl. 00:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmennustu fæðingarárgangar Íslandssögunnar
RöðÁrLifandi fæddir allsDrengirStúlkurFrjósemi
      
120095.0262.5612.4652,22
219604.9162.5472.3694,27
320104.9072.5232.3842,20
419594.8372.5012.3364,24
520084.8352.4702.3652,14
619634.8202.4712.3493,98
719644.7872.3752.4123,86
819904.7682.4312.3372,31
919574.7252.4692.2564,20
1019654.7212.4502.2713,71

Þorsteinn Briem, 15.6.2014 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband