Kröflueldar stóðu í 9 ár, "Öskjueldar" í 3-9 ár.

Eftir langvarandi kyrrstöðu í eldvirkni hófst nýtt tímabil virkni norðan Vatnajökuls árið 2007 þegar gliðnun varð á mjög miklu dýpi við fjallið Upptyppinga með áætluðu kvikufærslu, sem stöðvaðist rúmlega ári seinna. 

En á næstu árum var róleg en samfelld fjölgun jarðskjálfta við Bárðarbungu, og í byrjun ágúst var svo komið, að ég fór tvívegis í sérstök myndaflug yfir bunguna og kringum hana til þess að eiga myndir af þessu svæði ef eitthvað gerðist. 

Framhaldið þekkja allir og það sem hefur verið í gangi þarna í um það bil hálft ár. 

Og reynslan sýnir, að oft er mjög erfitt að spá fyrir um endalok svona umbrota- og eldgosatímabila. 

Þannig komu 14 umbrotahrinur við Kröflu á árunum 1975-84 og það gaus 9 sinnum. 

En svo vikið sé að svæðinu norður af Bárðarbungu má minnast þess að í og við Öskju og norður af henni urðu fimm gos á þriggja ára tímabili frá 1873 til 1876, og það stærsta varð ekki fyrst, heldur númer fjögur í röðinni.

Á tímabilinu 1921-29 urðu fimm lítil gos í Öskju.  

Þá, hvað þá á 19. öld, voru engar mælingar á borð við þær sem nú eru nýtanlegar og því ekki hægt að bera þessar hrinur saman við atburðina nú þótt ljóst sé að mjög margar "sviðsmyndir" séu mögulegar. 


mbl.is Hægar færslur í átt að Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband