Glyttir í jákvæð áhrif á gagnstæðan vanda, öldrun þjóðanna.

Allar rannsóknir á aldursamsetningu Evrópuþjóða hníga að því að á næstu áratugum muni þær verða fámennari og aldraðir og lífeyrisþegar miklu stærri hluti þessara þjóða en nú er. 

Það þýðir, að æ færri verði að vinna fyrir æ meiri fjármunum, sem verja þarf í heilbrigðis- og velferðarkerfið, sem er stærsti útgjaldaliður ríkisins.

Aðeins tvennt er mögulegt til þess að breyta þessu. 

1. Að barnsfæðingar verði mun fleiri en nú er svo að ungu fólki fjölgi sem vinni nauðsynleg störf. Litlar líkur eru á því að fæðingum fjölgi, jafnvel þótt reynt yrði að auka aðstoð við barnafólk. Ungt fólk giftir sig mun seinna en áður var og eignast færri börn, - tímir ekki að eyða of miklu af lífinu í þetta hlutverk. 

2. Að flytja inn fólk á heppilegum aldri til að vinna nauðsynleg störf í starfsgreinum, sem mannekla er í. Dæmi um þetta eru útlendingarnir, sem hafa komið til bjargar atvinnulífinu úti á landi hjá okkur til að vinna þau störf þar, sem annars hefur verið erfitt að manna. 

Í nær allri umfjöllun um flóttamannastrauminn mikla til ríkja Evrópu vantar að nefna þetta atriði.

Dæmi um þetta er hinn mikli fjöldi innflytjenda, sem vinna láglaunastörf eða verksmiðjustörf og þjónustustörf í Evrópu og Bandaríkjunum, svo sem Tyrkir í Þýskalandi.

Flóttamenn nú munu því breyta Þýskalandi eins og Angela Merkel spáir, rétt eins og Tyrkir og aðrir innflytjendur hafa þegar gert.  


mbl.is Mun breyta Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 21:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, veitingastöðum, gistiheimilum og dvalarheimilum.

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 21:19

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hefði haldið að jákvæðnin se afstæð. Í þeirri breytunni um frjálsan flutning fólks milli landa felast ókostir sem rekja má til hins eiginlega markmiðs þessa frelsis, þ.e. að vinnuafl er skoðað sem efnahagsstærð en ekki fólk af holdi og blóði.

Þú minnist á þátt innflytjenda í atvinnulífi með þessum formerkjum að "þetta fólk" vinni láglaunastörf sem við viljum ekki vinna. Þap er rett en íjar að nýrri láglaunastétt eða þrælastétt fyrir atvinnuvegi, sem auka mun arðsemi og arðgreiðslur til hinna fáu útvöldu. 

Annað sem felst í utanaðkomandi vinnuafli er að þetta vinnuafl kemur frá verra settum samfélögum og er flutt inn í beinni samkeppni á launamarkaði (undirboðum) og er stjórntæki sem notað er til að keyra niður laun þeirra sem fyrir eru. Við sjáum um að borga félagslegu hliðina og aðlögunina með hærri sköttum en fyrirtækin hirða arðinn.

Ég hef ekkert á móti fjölbreytni og litríkara mannlífi. Þau umskipti mega þó ekki verða of hröð. Fólki þarf að gefast kostur til aðlögunnar og menntunnar til að verða sjálfbjarga og skapa sér mannsæmandi líf, en ekki vera tekið inn í hundraðatali í niðurlaægjandi flóttamannabúðir og þaðan beint í launaumhverfi sem engum Íslendingi dytti í hug að láta bjóða sér. Næg eru dæmin um fag fólk sem flosnar upp héðan og flytur úr landi vegna óánægju með laun, sem oft er bein afleiðing þessarar nýu undirmálsstéttar í launum.

Kapp er best með forsjá þótt neyðin sé stór og hræsnin mikil sem ekki tekur mið af kostnaði og fyrirhyggju.Obbinn af flóttamönnum á Frá Sýrlandi er fólk sem er að flýja í meðallagi gott velmegunarsamfélag, sem er að hruni komið vegna inngripa Nató, ESB og USA. Flest vel klætt og með æfóninn sinn á lofti og Nike skóna og búið að borga stórar summur til glæpsamlegra hópa sem sjá um flutninginn. 

Arabíska vorið rómaða sem miðaði að því að æsa til uppreisna og múgsefjunnar í stabílum löndum, sem haldið var saman af járnaga allra þeirra leiðtoga sem settir hafa verið af með ofbeldi með okkar blessun og stuðningi undir formerkjum þess og áróðri USA um að flestir þjóðarleiðtogar miðausturlanda væru óforbetranlegir harðstjórar.

við sjáum árangurinn í "junta" stórnum trúarofstækismanna sem hafa sent þessar þjóðir 300 ár aftur í tíma og bjóða upp á theocratískar ógnarstjórnir.

Þegar menn kitla mannúðarblætið og tala sér til upphefðar og sjálfshelgunnar um að bjarga þúsundum flóttamanna þá gleyma þeir að þetta ástand á sér orsakir og afleiðingar. Orsakir sem við berum ábyrgð á. Orsakir heimsvaldastefnu og corporacrtíu sem hugsar í efnahagslegum hagsmunabreytum en ekki um fólk af holdi og blóði. Er ekki einhver tvískinnungur þarna? Er ekki verið að ráðast að röngum enda vandans? Hverjir studdu uppreisnaröflin. "Uppreisn fólksins" sem það er núnsjálft að flýja? Hverjir fæða og klæða og sjá þessum uppreisnar og öfgahópum fyrir endalausum byrgðum vopna til að viðhalda ástandinu? Halda menn virkilega að þetta séu bara einhverjir trúarbragðafirrtir bedúínar í eyðimörkinni sem standa undir ofbeldinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 03:00

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hugurinn leitar nú til óskapna í Congó og Rúanda í lok síðustu aldar þar sem 5.4 milljónir manna sultu í hel og voru myrtir skipullega á stuttum tima. Hvers vegna var ekki gripið inn þar? Hvaða von átti það fólk? Þá var algert fjölmiðlamyrkur og við vorum heima í sófa að gíra okkur upp í efnahagsundrið mikla og ræða Britney Spears og horfa á funny homevideós af klaufalegum köttum og grísum á hjólabrettum.

Við skulum ekkert vera að fara þangað. Það er óþægilegt. Sagði einhver Sómalía? Úff nei...það er svo langt í burtu. Milljónir dauðar eða deyjandi í óstöðvandi dauðaspíral heillar þjóðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 03:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvað Evrópusambandið kemur þessu máli sérstaklega við.

Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.

Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 07:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 07:57

9 identicon

Því verður seint trúað að Angela Merkel hafi engin plön.  Kannski að hún kunni ekki við að segja það upphátt að planið sé að sprengja heimili fólks í tætlur til að það geti hugsað um hana í framtíðinni.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2015 kl. 08:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frontex helps border authorities from different EU countries work together."

"The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities.

In pursuit of this goal, Frontex has several operational areas which are defined in the founding Frontex Regulation and a subsequent amendment."

Frontex - Mission and Tasks

"Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess.

Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi."

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband