Svipuð spurning og eftir EM í frjálsum 1950.

Svíar voru stórveldi í frjálsum íþróttum og knattspyrnu um miðbik síðustu aldar. Þótt Gunnar Huseby yrði Evrópumeistari í kúluvarpi 1946 var það dropi í hafið miðað við þessa sterku frændþjóð okkar. 

En á næstu árum varð til svo einstakt gullaldarlið í frjálsum íþróttum á Íslandi, að nágrannaþjóðir okkar máttu vara sig. 

Kornungir hlauparar röðuðu sér í efstu sæti á Norðurlandamótum, sem þá voru haldin. 

17 ára varð Haukur Clausen Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi, Huseby í kúluvarpi og tvíburabróðir Hauks, Örn, Norðurlandameistari 1949 með einn af þremur bestu afrekum heims í tugþraut. 

Í þrjú ár var Örn númer 2-3 á heimsafrekalistanum í tugþraut. 

Finnbjörn Þorvaldsson var sprettharðastur í 100 metrum á Norðurlöndum 1949. 

1949 til 1950 áttu Íslendingar sex spretthlaupara, sem voru í hópi fremstu hlaupara í Evrópu, Hauk Clausen, Hörð Haraldsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Örn Clausen, Ásmund Bjarnason og Guðmund Lárusson.

Fyrir EM 1950 áttu Íslendingar möguleika á níu verðlaunum á mótinu, en keppni í stangarstökki og langstökki fór fram á sama tíma svo að Torfi Bryngeirsson varð aðeins Evrópumeistari í langstökki en ekki í aðalgrein sinni, stangarstökkinu.

Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi og kastaði einum og hálfum metra lengra en næsti maður.

Hinar greinarnar, þar sem verðlaun gátu fallið til Íslendinganna, voru hástökk, 100m, 200m, 400m, 4x100m boðhlaup og 110 m grindahlaup. 

Örn Clausen átti möguleika á fernum verðlaunum, í tugþraut, langstökki, 110 metra grindahlaupi og 4x100 metra boðhlaupi en tugþrautin varð að nægja. Hefði orðið Evrópumeistari í henni ef ný stigatafla Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði verið notuð, en Frakkar fengu því framgengt að gamla taflan var notuð svo að þeirra maður vann Örn naumlega.

Haukur Clausen fékk ekki að keppa í aðalgrein sinni, 200 metra hlaupinu, en setti Íslands- og Norðurlandamet í Eskilstuna eftir mótið, sem stóð sem Norðurlandamet í sjö ár og miklu lengur sem Íslandsmet og var besti árangur í 200 metra hlaupi í Evrópu árið 1950.

Skúli Guðmundsson stökk hærra í hástökki þetta sumar en sigurvegarinn á EM, en Skúli var í námi í Danmörku og komst ekki á EM.

Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem fengu flest stig á þessu móti og Íslendingar fengu fleiri meistara en Svíar.

29. júní 1951 vann íslenska landsliðið bæði Dani og Norðmenn í þriggja landa landskeppni og Svía sama dag í landsleik í knattspyrnu.

Á þessum árum var spurt í alvöru hvort Íslendingar væru mesta íþróttaþjóð heims, og það var mikils virði fyrir þjóð svo skömmu eftir lýðveldisstofnunina 1944.   

 

 

 


mbl.is Ísland mesta íþróttaþjóð heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er kominn heim - Myndband

"Höfundur lagsins er ungverska óperutónskáldið Emmerich Kalman."

"Despite his Jewish origins he was one of Adolf Hitler's favorite composers.

After the Anschluss, he rejected Hitler's offer to become an 'honorary Aryan' and was forced to move first to Paris, then to the United States, settling in California in 1940."

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband