Eldgamalt vandamál og ófremdarástand lifa enn góðu lífi.

Margir, margir áratugir eru síðan fram kom hugmyndin um sameiginlegan lífeyrissjóð allra launþega landsins.

Glundroðinn í þeim málum hefur flækt kjaramálin og hvað eftir annað komið efnahagsmálunum í uppnám með tilheyrandi afleiðingum, "höfrungahlaupi" í kjarabaráttunni, mikilli verðbólgu og síendurteknum gengisfellingum krónunnar, öllum til óþurftar og armæðu.

Nú er að verða liðinn sjöttungur 21. aldarinnar og þessi draugur síðari helmings 20. aldarinnar lifir því miður enn svo góðu lífi, að kannski mun 22. öldin renna upp áður en komið verður skikki á þessi mál í líkingu við það sem er hjá nágrannaþjóðum okkar.


mbl.is Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðbólgan stafar af því að það er verið að búa til peninga umfram verðmæti.

Hvar eru hugmyndirnar hans Frosta?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 10:27

2 identicon

Auðvitað á að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn.Það er náttúrlega fullkomlega galið ef rétt er að lífeyrissjóðir séu búnir að tapa ca. 800-1000 miljörðum frá árinu 2000. síðan eru opinberu sjóðirnir með ríkisábyrð á tapinu, en almennusjóðirnir ekki, þetta er náttúrlega svo fullkomlega galið, að ekki verður við þetta búið lengur. Einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn: 50% af sjóðnum verði eignasjóður sem fjáfestir  í ríkisskuldabréfum. og láni félagsmönnum til fasteignakaupa, hin 50% sjóðsins verði gegnumstreymissjóður gegnu ríkissjóð, með þessu fyrirkomulagi væri hægt lágmarka tap sjóðsins og sömuleiðis væri 4-5 miljarða sparnaður í rekstrakostnaði. Síðan ætti 1% af iðgjöldum að fara á prívatreikning hvers og eins í ríkisskuldabréfum, greitt út 60-65-70 ára.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 12:04

3 identicon

Það er náttúrlega fullkomlega galið að tjá sig um lífeyrissjóðina með tilbúningi, ágiskunum og takmarkalausri fáfræði.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 12:34

4 identicon

Greinilegt er að Hábeinn er ekki beinn í dag heldur eitthvað skakkur:

Tvíburar fóru út á vinnumakaðinn 1972, annar lærður Prestur, ævistarf Prestur,hinn lærður smiður, ævistarf húsasmíði.                                  Í dag kemur presturinn með heim ca. 400 þúsund eftir skatta úr sínum lífeyrissjóði, lífeyrissjóði opinberra starfsmanna,en smiðurinn kemur með heim eftir skatta ca. 200 þúsund úr sameinaða lífeyrissjóðnum + frá Tryggingarstofnun Ríkisins.

Þetta er náttúlega fullkomlega galið lífeyrissjóðskerfi: enginn tilbúningur, engin ágiskun, og engin fáfræði. Þetta er Ísland í dag.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 16:03

5 identicon

Það er náttúrlega fullkomlega galið að kenna lífeyrissjóðakerfinu um mismun greiðslna hjá einstaklingum sem höfðu mismiunandi tekjur og greiddu sinn hvora upphæðina í sína lífeyrissjóði. Prestur sem er með 80% staðgengilskaup og 95 ára reglu eftir gamla eftirlaunakerfi ríkisstarfsmanna og iðnaðarmaður sem sennilega greiddi eins lítið og hann mögulega gat með svindli og svartri vinnu í sitt kerfi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband