"Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan?"

Fleyg orð Nóbelskáldsins fá oft vængi ennþá, 40 árum eftir að þau voru sögð.

"Það er blússandi góðæri" andvarpar bankamaðurinn þegar hann lýsir raunverleikanum, sem hann og aðrir í svonefndum efstu lögum þjóðfélagsins upplifa, meðal annars afturvirkum launahækkunum sem taldar eru í hundruðum þúsunda króna á hvern mann á mánuði, álíka miklar og heil mánaðarlaun þeirra sem valdhafarnir halda í svelti.  

Í umræðum á þingi um þá smán, sem þessir lítilmagnar mega þola, er þrefað fram og til baka um það sem var að gerast í launamálum fyrir sex árum,- já, fyrir sex árum í kjölfar Hrunsins.

Á það plan er umræðunni beint og vinnutími hinna launahækkuðu notaður í það.

Er ekki hægt að koma umræðunni örlítið nær raunveruleika líðandi stundar, lyfta henni upp á örlítið hærra plan?


mbl.is Brotabrot af hækkun á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjört heyksli

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 10:24

2 identicon

Nei, það er ekki hægt Ómar og það ætti ekki að koma þér á óvart.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband