Fullkomlega firrtar fyrirætlanir.

Nokkrar staðreyndir sem er haldið leyndum. Eða hve mörg prósent aðspurðra á förnum vegi myndu geta svarað eftirtöldum spurningum rétt:

1. Hvar eru Eldvörp?  Svar: 5 km suðvestur af Svartsengi.

2. Hvernig kemstu þangað?  Svar: Reyndu það ekki. Þú villist þótt þangað liggi fólksbþílafær vegur þvi að engar merkingar sýna þér leiðina.

3. Hvað eru Eldvörp?  Svar: 15 kílómetra þráðbein gígaröð.

4. Er eitthvað merkilegt við gígaraðir?  Svar: Já, þær finnast hvergi á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. Gígaraðir myndaðar eftir ísöld má telja á fingrum annarrar handar. Það þarf að fara austur í Lakagíga til að finna jafnoka Eldvarpa.

5. Er ekki dýrmæta hreina og endurnýjanlega orku að finna í Eldvörpum?  Svar: Nei, því að undir Eldvörpum er sameiginlegt jarðvarmahólf þeirra og Svartsengis. Vinnsla í Eldvörpum er eins og að pissa í skó sinn til að halda á sér hita.

6. Er ekki gott mál að bora rannsóknarholur og láta það nægja?  Svar? Þetta er látið í veðri vaka, hvort sem svæðið heitir Eldvörp, Gjástykki, Trölladyngja eða Drekasvæðið. Við Trölladyngju var með samþykki Grindavíkurbæjar valdið miklum umhverfisspjöllum með árangurslausri "tilraunaborun". En einhverjar stundartekjur af verktökum hafði bærinn líklega.  Gefið hefur verið út leyfi, sem kallað er rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu, en þess að engu getið,að um vinnsluleyfi er að ræða. Össuri Skarphéðinssyni tókst sem nýr iðnaðarráðherra að stöðva leyfi ráðherra Fransóknarflokksins tveimur dögum fyrir kosningar til að vaða með bora inn í Gjástykki.

7. Einhverjar tekjur koma samt af umsvifum við rannsóknar- og virkjanaframkvæmdir í Eldvörpum?    Svar:  Þetta eru tímabundnar tekjur verktaka, framkvæmdaaðila og peningaafla sem einskis svífast ef þröngir stundarhagsmunir eru í spilinu á kostnað komandi kynslóða. Takmörkuð orka orkuhólfs Svartsengis-Eldvarpa mun klárast fyrr en ella.  


mbl.is Eldvörpum verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert eru þrjú sund? Hversu lengi tekur að synda þrjú sund?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 16:11

2 identicon

Ertu að lagast í öxlinni, Ómar? Annars góðar óskir í tilefni hátíðanna.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 16:29

3 identicon

Ekki svo sniðugt hjá nafna mínum. Skoðum málið.

"Nokkrar staðreyndir sem er haldið leyndum. Eða hve mörg prósent aðspurðra á förnum vegi myndu geta svarað eftirtöldum spurningum rétt:

1. Hvar eru Eldvörp? Svar: 5 km suðvestur af Svartsengi.

2. Hvernig kemstu þangað? Svar: Reyndu það ekki. Þú villist þótt þangað liggi fólksbþílafær vegur þvi að engar merkingar sýna þér leiðina.

3. Hvað eru Eldvörp? Svar: Rúmlega tíu kílómetra þráðbein gígaröð.

4. Er eitthvað merkilegt við gígaraðir? Svar: Já, þær finnast hvergi á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. Gígaraðir myndaðar eftir ísöld má telja á fingrum annarrar handar. Það þarf að fara austur í Lakagíga til að finna jafnoka Eldvarpa.

5. Er ekki dýrmæta hreina og endurnýjanlega orku að finna í Eldvörpum? Svar: Nei, því að undir Eldvörpum er sameiginlegt jarðvarmahólf þeirra og Svartsengis. Vinnsla í Eldvörpum er eins og að pissa í skó sinn til að halda á sér hita."

Allt framangreint er í rauninni tóm steypa. Í fyrsta lagi vita þeir sem vilja hvar Eldvörp eru. Þau voru reyndar ekki fyrrum þar sem nafni minn vill vera láta heldur á svæði sem nú eru innan varnargirðingar loftskeytastöðvar skammt norðan Grindavíkur.

Í öðru lagi er auðvelt að komast að "Eldvörpum", t.d. um veg, sem þangað liggur, bæði frá Illahrauni og Sýrfelli, sem og um Árnastíg og Prestastíg.

Í þriðja lagi eru "Eldvörp" 15 km gígaröð að teknu tilliti til eldri hrauna á gígaröðinni, sbr. Mönguketils...

Í fjórða lagi finnast gígaraðir hér á landi frá því í nánast öllum eldgosum síðan fyrir ca. 3000 árum...

Í fimmta lagi, miðað við fyrirætlaðar framkvæmdir í "Eldvörpum", er alls ekki ætlunin að raska einu né neinu í og við gígarööina dýrmætu...
Annað hvort er nafni minn orðinn elliær eða hann hefur ekki haft tíma til að kynna sér málin til hlítar...

Vil að lokum taka það fram að undirritaður telur sig meiri náttúruverndarsinna er nafni minn hefur nokkru sinni verið...

Ómar Smári Ármannsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 19:51

4 identicon

það á aldrei að raska neinu þegar virkjað er. Svo kemur árangurinn í ljós of seint. Þá er stundum búið að valda skaða. Förum varlega.

Gunnbjorn Berndsen (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 20:29

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svona jarðhitavirkjun eins og á svartsengi er ein af mest mengandi verksmiðjum sem fyrirfinnast.

Það að þessi eldvörp skuli vera svona langt í burtu myndi hjálpa með það - en samt... í vissum vindáttum ferðast mengunin langar leiðir.

Og ekki beint endurnýjanleg orka - þetta kólnar hægt en örugglega.  Nema að sjálfsögðu það taki uppá að gjósa aftur.  Sem gæti alveg gerst.

Þá kemur aftur vesenið með að flytja orkuna til byggða og til neytenda.  Það yrði í tilfellu eldvarpa auðvelt - það er stutt frá öllu, sem þýðir lítið orkutap.  Sem er hagkvæmt fyrir alla.

Betra, hagstæðara meina ég þá, væri að virka meira af þessum ám og lækjum sem við höfum.  Þau gefa meiri orku.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2015 kl. 20:48

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skrifaði "hve mörg prósent aðspurðra á förnum vegi.." - og stend við það að Eldvörp eru almenning ókunn.

Úr því að nafni stendur mér svona miklu framar um þekkingu og ást á íslenskri náttúru væri fróðlegt ef hann nefndi hundruð gígaraða sem myndast hafa í islenskum eldgodum síðustu 3000 ár og eru jafnokar Eldvarpa að lengd og útliti. 

Ómar Ragnarsson, 23.12.2015 kl. 21:15

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar værum við án þín Ómar, þakka þér kærlega fyrir ötula vinnu þína í þágu lands og þjóðar.

Sigurður Haraldsson, 23.12.2015 kl. 21:39

8 identicon

Gleðileg jól félagar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 21:59

9 identicon

Ef samþykkt deiliskipulag fyrir þetta hryðjuverk er skoðað sést hvernig gert er ráð fyrir fimm risastórum borteigum nánast ofan í gígaröðinni. Reiknað er með að hver og einn þeirra verði á bilinu 4 - 5 þúsund fermetrar. Ef menn ætla ekki að hrófla við gígaröðinni sjálfri þá hafa þeir engu að síður gjöreyðilagt ásýnd þessa magnaða svæðis og upplifunina af því. Ekki þarf annað en að lesa neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar þar sem talað er um „nokkuð umfangsmikið, óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu“

Málaliðar HS Orku, eins og Ómar Smári Ármannsson reyna að halda öðru fram og ekki við öðru að búast.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband