Afturábak um 200 ár?

Fyrir 200 árum sótti dönsk tunga hart að hinni íslensku, einkum hjá embættismönnum og betur megandi Íslendingum.

Danskan þrýsti sér smám saman inn í daglegt mál í höfuðstaðnum, Reykjavík og öðrum verslunarstöðum, svo sem á Akureyri.

Opinber skjöl á dönsku innleiddu yfirgengilega tyrfinn og illlæsilegan ritstíl, svonefndan  Kansellístíl sem flæddi yfir skjöl bæði á dönsku og íslensku.

Sauðsvartur lítt menntaður og fátækur almúginn og íslenska Biblín virtust vera eina fyrirstaðan sem gæti seinkað andláti máls fornbókmenntanna.

En þá komu til skjalanna Balvin Einarsson, Hið íslenska bókmenntafélag og samstillt átak manna á borð við Rasmus Kristján Rask og Fjölnismenn, til að bjarga íslenskri tungu og endurnýja lífsmagn hennar.

Nú heyrast fréttir um hrakspár um framtíð móðurmáls okkar sem eigi jafnvel skammt eftir ólifað.

Og það berst frétt af því að eitt ráðuneytanna keyri klukkuna 200 ár afturábak með því að brjóta lög um íslenskt mál og láta vinna fyrir sig skýrslu á ensku sem opinbert íslenskt gagn, rétt eins og Danir og valdsmenn á Íslandi gerðu á mesta niðurlægingartímabilinu í sögu þjóðarinnar,- nema að nú er enska tekin við stöðu dönskunnar.

Það er erfitt að trúa þessu, því er ekki að neita. 

 


mbl.is Ótækt að skýrsla sé á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dönskuslettur voru margfalt fleiri í íslensku en enskuslettur eru nú.

Og íslenskan er langt frá því að deyja út.

Nýjar slettur koma í tungumálið en aðrar falla út og nýyrði eru smíðuð.

Danir og Englendingar myndu nú ekki skilja mikið í þessari bloggfærslu.

Sem blaðamaður þurfti undirritaður hins vegar að þýða yfir á skiljanlega íslensku allt hrognamálið sem kom fram í sumum fréttatilkynningum íslenskra ráðuneyta.

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 00:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.12.1998:

"Orðin sem hún skráði sem dönskuslettur í íslensku voru 3.500.

Úir og grúir af dönskuslettum í daglegu máli."

Hvað er dönskusletta og hvað íslenska?

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 01:54

3 identicon

Þetta atriði minnir svolítið á Angelu Merkel atriðið í áramótaskaupinu.  Maður sér þessa ESB dindla innan háskólasamfélagsins fyrir sér þegar þeir fara að bera upp kvartanir sínar við ESB.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 09:10

4 Smámynd: Sævar Helgason

fortov var gangstéttin, bílæti var bíómiðinn, program var leikskráin , Svona voru ýmis nöf í bernsku sem ekki íslenskuðust fyrr en lögu seinna. Og ekki bætti úr ská á stríðsárunum hjá okkur krökkunum Eg t.d þekkti ekki íslenska nafnið á súkkulaði fyrr en eftir stríð :-)

Sævar Helgason, 16.1.2016 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband