Ólík viðbrögð tveggja ráðherra.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sýnir undirskriftasöfnun til hvatningar endurreisn heilbrigðiskerfisins skilning á sama tíma sem forsætisráðherra finnur henn flest til foráttu.

Eitt af því sem hann tilgreinir er að það sé afar varhugavert að auka framlög til heilbrigðismála þó að nú sé uppsveifla, því að niðursveifla geti komið hvenær sem er og því sé betra að nota þessa peninga strax til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Með svona rökum er hægt að mæla gegn aðgerðum gegn ófremdarástandi í heilbrigðiskerfinu út í hið óendanlega.

 


mbl.is Forsætisráðherra „fýldur út í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu kasta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nú skít í Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu sem nýlega gaf íslensku þjóðinni átta hundruð milljóna króna jáeindaskanna.

12.8.2015:

Íslensk erfðagreining gefur þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna

Og nú auglýsa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigið "ágæti" með rándýrum auglýsingum sem skattgreiðendur eru látnir greiða og þar að auki um 155 milljóna króna árlegan styrk.

Ekki veitir nú af með fylgi sem er samanlagt undir 30%.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 21:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

""Breska geðheilbrigðisstefnan sparar ríkinu gífurlegar fjárhæðir og eykur hamingju fólks til muna," segir David M. Clark prófessor við Oxford háskóla og ráðgjafi breska heilbrigðisráðuneytisins á sviði geðheilbrigðismála."

Bretar hagnast á því að veita ókeypis sálfræðimeðferð

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 21:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.7.2015:

"Það er mjög dýrt að fara til sálfræðings [hér á Íslandi].

Einn tími hjá sálfræðingi, sem er rúmlega klukkutími, kostar yfirleitt á bilinu 10–12 þúsund krónur."

Kostnaður við andlega sjúkdóma - Kvíði.is

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 21:40

5 identicon

Auðveldasta leiðin til að ná 11 prósentunum hans Kára er að hækka laun starfsmanna og hlutdeild sjúklinga. Tölur Kára eru heildar rekstrarkostnaður en ekki bara framlag ríkisins. Vilji Kári og hans 50.000 auka heildar kostnaðinn þá er það lítið mál og þarf ekki að kosta ríkið krónu. Bandaríkin eru með 17% og ekki er það mikill baggi á skattgreiðendum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 22:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið getur hækkað þau gjöld sem sjúklingar og slasaðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna og þar með þarf ríkið að greiða minna fyrir þjónustuna.

Kári Stefánsson og tugþúsundir annarra Íslendinga krefjast nú þess hins vegar að íslenska ríkið leggi meira fé í heilbrigðisþjónustuna og bæti þannig þjónustuna með til að mynda betri tækjum en hún hefur nú, eins og allir ættu að vita að mikil þörf er á.

Og fjölmargir sjúklingar og slasaðir hafa ekki efni á að greiða hærri gjöld fyrir þjónustuna.

Hins vegar þarf ríkið ekki að hækka skatta til að geta lagt meira fé í þjónustuna.

Í Bandaríkjunum greiða margir gríðarlegar fjárhæðir fyrir læknismeðferð.

Og auðvitað svara Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með skætingi, talnaleik og persónulegum árásum á fólk.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 22:20

7 identicon

Þegar ég, sex ára ofvirkur hrakfallabálkur, spurði ömmu hvort ég mætti fara uppá þak sagði hún já, þegar hann afi þinn kemur heim. Hún vissi sem var að þegar afi kæmi heim væri ég búinn að gleyma þakinu. Afi hefði sagt þvert nei. Niðurstaðan sú sama en ólík viðbrögð. Góður pólitíkus veit hvenær best er að sýnast eftirgefanlegur.

Kári Stefánsson hefur fengið mikið fylgi með blekkingum og talnaleik. Hvort honum er svarað með "já, já lambið mitt þegar hann afi þinn kemur heim" eða "nei, þú ferð með rangt mál" skiptir e.t.v. ekki öllu máli. Þeir sem ráða láta ekki villuljós doktorsins afvegleiða sig.

Davíð12 (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 22:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meira en 70% Íslendinga vilja einfaldlega ekki hafa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn.

Persóna Kára Stefánssonar skiptir þar engu máli, enda hrundi fylgi þessara flokka fyrir löngu.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 23:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heilbrigðiskerfið snýst ekki um persónu Kára Stefánssonar.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband