Var flokksstjórnarfundurinn vendipunkturinn?

Mér leist vel á Árna Pál Árnason þegar hann tók við forystu í Samfylkingunni. Ungur, ferskur og áheyrilegur maður, sem flutti góðar og vandaðar ræður afar vel.

Kynslóðaskipti, nýir tímar, góður, skemmtilegur og viðkunnanlegur maður eins og hann átti kyn til.

Afi hans var heimilisvinur foreldra minna og afar góður og skemmtilegur karl.  

Í lok kjörtímabilsins 2009-2013 var það mat Árna Páls að baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá væri töpuð á þingi í tæka tíð fyrir kosningar, og að eina leiðin út úr ógöngunum væri bjarga málum í horn með því að hafa forystu um að flokksformenn sameinuðust um nokkurs konar millilausn fyrir næsta kjörtímabil, fólgna í því að skipa enn eina stjórnarskrárnefndina með flokkshestum og taka aðeins fyrir nokkrar greinar.

Ég skil út af fyrir sig að á þeim tíma sýndist honum og fleiri ekki meira í boði.

En´mér fannst þetta vera byggt á afar veikum grunni, því að öllum svipuðum stjórnarskrárnefndum í 60 ár hafði mistekist að skila árangri í því að efna loforð talsmanna flokkanna frá 1943-44 um nýja stjórnarskrá, samda af Íslendingum. .

Svo var stjórnarskrárnefndin skipuð, og þegar flokksstjórnarfundur var haldinn í vetur, lágu fyrir tillögur hennar um þrjár greinar eftir alls 48 fundum nefndarinnar.

Tillögurnar staðfestu illan grun: Lagatæknum hafði tekist að lauma lúmskum breytingum og viðbótum inn í greinarnar tvær um auðlindir og náttúru, og fella annað út, og þetta saman gereyðilagði þessar greinar og gerði þær gagnslausar.

Ég skrifaði grein um þessar tillögur í Fréttablaðinu, sem birtist daginn fyrir flokksstjórnarfundinn, þar sem dregnar voru fram þær breytingar, sem hefðu gert greinarnar ónýtar í meginatriðum.  

Á flokksstjórnarfundinum hélt Árni Páll ræðu, sem greinilega var afar vel undirbúin, samin og æfð til flutnings.

Af henni mátti skilja að hann teldi að tillögur og starf stjórnarskrárnefndar hefðu skilað viðunandi niðurstöðu.

Að minnsta kosti mælti hann sem fyrr með starfi á svipuðum forsendum.

Ræðan var það vel flutt og vel samin að ég hugsaði með mér: Verður það niðurstaða fundarins að með þessum endemum sé staðið við loforðið um að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar?  Nú verður að bregðast við þessu.  

Þá bar svo við, að gestur í pallborði, Katrín Oddsdóttir, hélt snilldarræðu, tók tillögur stjórnarskrárnefndar til umfjöllunar og tætti þær í sundur.

Uppskar að launum svo einstaklega kröftugt og langvinnt lófatak fundarfólks, að í minnum má hafa.

Þetta augnablik og það hvernig fundurinn brást við, var kannski endanlegur vendipunktur á ferli Árna Páls sem formanns.

Eftir ræðu Katrínar var hann í nauðvörn það sem eftir var fundarins og mér sýndist honum brugðið og að hann skynjaði að hann færi halloka.

Vegna þess að Árni Páll hafði komið því svo fyrir með framtaki sínu á þingi í stjórnarskrármálinu 2013 að hans nafn var jafnan nefnt varðandi tillögur flokksformannanna, var það persónulegur ósigur fyrir hann,hvernig hann laut í lægra haldi á flokksstjórnarfundi hans eigin flokks, þótt auðvitað ætti aumkunarverð útkoma úr starfi stjórnarskrárnefndar í greinunum um auðlindir og náttúru ekki síður að vera á ábyrgð hinna flokksformannanna.

En þeir hafa komist upp með að koma málum svo fyrir, að það, sem misfarist hefur í málinu, lendi fyrst og fremst á Árna Páli.

Afar ólíklegt er að samstaða allra flokka náist um að gera greinarnar um náttúru og auðlindir viðunandi á þann hátt að skýr markmið í tillögum stjórnlagaráðs náist.

Úr því að það þurfti 48 fundi á þremur árum til að ná hinni hraklegu niðurstöðu, sem nú hefur verið lögð fyrir þingið, og miðað við spretthlaup þingsins fyrir kosningar næsta haust er lítil von til þess að málið klárist á þann veg sem Árna Pál dreymdi um.

Að fara í formannsslag með slík málalok yfir höfði sér er ekki gæfulegt og því rökrétt niðurstaða hjá Árna Páli og láta öðrum formanni það eftir að vinna úr því.       


mbl.is Árni Páll hættur við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti greiddra atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2016:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup síðastliðinn mánudag:

Píratar 27%,

Vinstri grænir 18%,

Samfylkingin 8%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 22:35

7 identicon

afhverju gleima  menn altaf orðinu til grundvallarí þessar þjóðarahvæðagreiðslu. eina já og nei spurníngin í henni var um kirkjuna. svo þettað var bara rándýr skoðanakönnun nema um kirkjuna ekki voru allir hrifnir af því. svo eithvað þarf að breita stjórnarskrá stjórnlagaráðs. til að koma til móts við kirkjuna. ef marka má þjóðarathvæðagreiðsluna 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 22:49

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert ekki búinn að ná þessu með stjórnarskránna Ómar, eða villtu kannski ekki skilja það. Stjórnarskrármálið stöðvaðist við álit Feneyjanefndarinnar á drögunum 2013. Þeir höfðu mikið út á drögin ykkar að setja og þó aðallega fyrirvara á framsali ríkisvalds.

Stjórnarskrármálið á sér upphaf í ákvörðun um að ganga í evrópusambandið og það átti að breyta henni með valdi. Skilyrðin sem framsókn setti við stuðningi við bráðabirgaðrstjórnina 2009 um stofnun stjórnlagaþings fokkuðu öllu upp. Stjörnarskrá þurfti að breyta og leyfa framsal til að viðræðum gæti lokið.

Hér er álitið frá feneyjanefndinni í tíunda sinn. Lestu nú. Kaflinn um utanríkismál er athygliverðastur þar.

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Þetta er ástæðan fyrir að bæði málin strönduðu á sama tíma.

Þú getur ekki haldið áfram að þverskallast með upplognar ástæður og andvana hugleiðingar. Annað hvort ertu vísvitandi að reyna að blekkja fólk, eða þá að þú hefur aldrei skilið stjórnarskrármálið. Sem er undarlega slappt af manni sem sat stjórnlagaráð. Voru Þorvaldur og co kannski að ljúga þig fullann og nota þig sem nytsaman sakleysingja?

Það kæmi mér svosem ekkert á óvart.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2016 kl. 00:05

9 identicon

Hef aldrei skilið þessa þráhyggju sumra að ný stjórnarskrá sé eitthvað sem brenni á almenningi og að sú sem er nú í notkun sé vonlaus pappír.  Eitt er víst að það var ekkert í stjórnarskránni sem olli hruninu og ekkert í stjórnarskránni sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bæta það sem þarf að bæta.

Stjórnlagaráð var eins og samstöðufundur sérhagsmunahópa þar sem hver deildin á eftir annari kepptist við að koma sínum sérsjónarmiðum að.  Sama er að ganga af samfylkingunni dauðri, smjaðrið fyrir fjólmenningarsinnum, feministum, samkynhneigðu, listaspírum og menningarelítunni hefur valdið því að flokkurinn á engann hljómgrunn hjá almenningi í landinu, enda hefur samfylkingin engan áhuga á almenningi í landinu.  Yfirvofandi dauði samfylkingatinnar hefur ekkert með nýja stjórnarskrá að gera.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband