"Ég á fullan skáp..."

Neysluhyggja okkar daga er drifin áfram af því að höfða til nýjunagirni, sem miðar að því, að það sem þótti flott og "in" í gær verði úrelt í dag og að þá verði að endurnýja til að tolla í tískunni og vera maður með mönnum.

Kannski var þetta einna best orðað í setningu, sem lögð var í munn konu: "Ég á fullan skáp af engu til að fara í."

Á það minnir framtak Júlíönu Öskar Hafberg, sem með því hefur varpað ljósi á grunn þeirrar einnotaþarfar sem sífellt er verið að byggja upp varðandi það að allir hlutir verði úreltir og ónýtir á undra skömmum tíma.

1960 hófu Ford-verksmiðjurnar smíði Ford Falcon, sem seldist best af nýrri stærð bíla hjá þeim "þremur stóru" í Bandaríkjuhnum, en bílarnir voru minni en "butter and bread" bílar risanna, sem voru Chevrolet, Ford og Plymouth.

Uppleggið hjá Ford var að miðað væri við að bíllinn entist í tvö ár eða mesta lagi þrjú.

Öll markaðssetning skyldi byggjast á því að kaupendurnir teldu sig neydda til að kaupa nýjan bíl eftir 2-3 ár.

Þessa sér stað í öllu neyslumynstri á Vesturlöndum. Sífellt er verið að "uppfæra" og "bæta" alla skapaða hluti á undraverðum hraða.

Útlit bíla, "karlamannatíska í stáli", er raunar margfalt dýrari en kvenfatatískan.


mbl.is Er enn í sömu fötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn enn sem keisari vor,
kosinn var af rötunum,
Óli grís með þrótt og þor,
þó í engum fötunum.

Þorsteinn Briem, 6.5.2016 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband