Hvernig var það þegar "veldi Ameríku var mest"?

Donald Trump hefur hamrað alla kosningabaráttuna á því að hann ætli að endurreisa "veldi Bandaríkjanna" ("to make America great again").

Svipað heyrðist hjá John McCaine frambjóðanda repúblikana í kosningunum 2008 varðandi Víetnamstríðið.

Hann harmaði það hvernig Bandaríkin biðu þann sinn fyrsta ósigur í stríði og taldi sig geta fært rök fyrir því að það hefði verið hægt að vinna sigur.

En hvernig stóðu heimsmálin á dýrðar- og blómatíma Bandaríkjanna frá 1945 til 1968?

Eftir Seinni heimsstyrjöldina báru Bandaríkin ægishjálm efnahagslega yfir öll önnur ríki veraldar.

Japan og Þýskaland og mörg Evrópulönd voru annað hvort í rústum eða löptu dauðann úr skel.

Í Bandaríkjunum höfðu menn aðeins hernaðarlegar áhyggjur varðandi kjarnorkuvopn og stóran herafla Sovétríkjanna.  En Stalín og eftirmenn hans reyndust óviljugir til að fara í stríð og ákveðin pattstaða myndaðist í Evrópu þegar Járntjaldið féll var reist fá norðri til suðurs yfir álfuna.

Bandaríkjamenn bruðluðu með hræódýra olíu og bensín og óku um á blýspúandi drekum, bílunum, sem þykja flottastir fornbíla hér á landi og tákn ameríska draumsins.

Í mörgum borgum Ameríku, svo sem Los Angeles var "fog" dögum og vikum saman, það sást varla út úr augum fyrir mengunarstybbu, svo að súrnaði í augum.

Hernaðarbandalög umhverfis kommúnistaríkin og aðgangur að olíulindum Arabaríkjanna tryggði yfirráð og velmegun í voldugasta ríki heims,  þar sem unglingar voru í fyrsta sinn í mannkynssögunni orðnir einn öflugasti markhópur neysluþjóðfélagsins og ráðandi afl í tónlist og stórbrotnu skemmtanalífi. 

Þetta er tímabilið sem Donald Trump saknar, tímabilið þegar hægt var að sóa og bruðla með auðlindir jarðar og láta umhverfismál og lofthjúp lönd og leið. 

Þetta vill auðkýfingurinn endurreisa, fjölga auðkýfingum og mylja undir þá af því að þeir séu, eins og hann, svo frábært yfirburðafólk, allt verði að gulli sem þeir snerta með töfrasprota sínum.  

Hann vill reisa múra umhverfis Bandaríkin, bæði raunverulega og í tollum, rifta fríverslunarsamningum, reka ellefu milljónir manna úr landi, snúa frá þeirri stefnu í hernaðarsamvinnu við önnur ríki, sem Roosevelt tók upp 1941 og hefur ríkt síðan. 

Gera milljónir vinnandi fólks í öðrum löndum atvinnulausa og flytja þau störf heim til Bandaríkjanna. 

Með því verður kynt undir fátækt í þróunarlöndunum og ráðist á hagvöxt þar, en ekki gætt að því að verð á þeim varningi, sem þar hefur verið framleiddur, og hefur skapað aukinn kaupmátt í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum með ódyrari vörum af öllu tagi, mun óhjákvæmilega valda mikilli verðhækkun þegar borga þarf miklu meira fyrir störfin sem skapast heimafyrir en þarf að borga í Kína og á Indlandi, svo dæmi séu tekin. 

Af því að kannski mun snjóa sjaldnar í New York með snarhækkandi hlýnun jarðar, verður miðað við það eitt eins og Trump hefur gert og fullyrt, að hlýnun loftslags sé af hinu góða, en ekki gætt að því að heilar þjóðir annars staðar muni þurfa að flýja sökkvandi lönd og eyðimerkur Norður-Afríku og Asíu munu sækja fram til norðurs og til allra átta.

Þetta og fleira er byggt á þeirri stefnu, sem Trump hefur boðað og lofað að framfylgja, - þetta er ekki uppskáldað að andstæðingum hans.

1968 varð hippabylting í Bandaríkjunum, næstu ár á eftir fóru hrökkluðust þeir  út úr Víetnam, það var byrjað að takmarka útblástur bíla, Japanir og Þjóðverjar efldust í bílaframleiðslu og skákuðu Bandaríkjamönnum, 1973 risu Arabaríkin gegn arðráni Kana á olíuauðlindunum, Keisarinn í Íran féll og þegar litið er á myndir af bílaröðunum við bensínstöðvunum í Ameríku í kjölfarið, sést á stærð kagganna meginástæða þess að skortur og atvinnuleysi hrjáðu Kana á þeim árum.

Trump er það gamall, að hann man tímana fyrir 1968 og ætlar sé að galdra þá fram með því að kúvenda utanríkisstefnu, sem hefur í meginatriðum ríkt í 75 ár.

Eina vonin er sú, að nú hafi Trump náð eins langt og skefjalaus sjálfsupphafning hans og fíkn í peninga og völd getur skilað honum og muni nú njóta þessarar upphefðar og slaka á.

Hann talaði í ræðunni í morgun um "2, 3 eða jafnvel 8 ár" framundan, en það var erfitt að vita nákvæmlega hvað hann átti við.  

 


mbl.is Neyðarfundur í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er virkilega gaman að fylgjast með bloggurum og "álitsgjöfum" hins hatursfulla vinstris í dag. Beiskjuþrungnar langlokur með sama ruglinu og tryggði Brexit og sigur hjá Trump.

Nú er bara að treysta á að hið hatursfulla vinstri dragi sig ekki í hlé, og tryggi sigur umbótaafla í komandi kosningum í Evrópu, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Wilders í Hollandi og Fimm stjörnu flokksins á Ítalíu.

Þetta eru góðir tímar.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 16:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn væri vinstri flokkur.

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í hið óendanlega.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka."

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert bendir til að fylgi þjóðernissinnaðra flokka hafi aukist hér á Íslandi undanfarin ár, heldur þveröfugt.

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.2.2016:

"Aðspurður seg­ir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofn­un nýs flokks hafi átt sér nokk­urn aðdrag­anda, eða al­veg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.

Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna.

"Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/9/94/Mickey_Mouse_-_Blaggard_Castle.png

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:53

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:54

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 18:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í síðastliðnum mánuði.

Þar af 1 atkvæði frá "Hilmari".

Punktur.

Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 19:00

13 identicon

Ætli Bandaríkjamenn hafi ekki verið að setja X í reitin fyrir breitingar.

No to the establishment, Yes to changes.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 20:16

14 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Er Vírus í Blogginuhér?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 9.11.2016 kl. 22:03

15 identicon

Áhugavert Steini.  Endilega komdu með meira.

imbrim (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 23:03

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í samhengi við annað sem Trump hefur sagt í kosningabaráttunni, að þá skilja margir það þannig þegar Trum segir ,,make america great again" sem ,,make america white again".  Hann hefur kynnt rosalega undir þjóðernisrembing.  KKK lýsti meir að segja tuðningi við hann.  Svo vel féll þeim málflutningurinn.

Auk harðs republikanakjarna virðist Trump hafa tekist að laða að sé allskyns jaðarsjónarmið og kenningar eða það hefur verið á jaðrinum síðustu áratugi en var miklu sterkara fyrrum.  KKK var barata öflugt fyrr á tímum.  Öflug samtök.  Virðist lifa enn í glæðum kynþáttahaturs víða í BNA því miður.  Og ábyrðarhlutverk að kynda undir það.

En stuðningshópur Trumps er fjölbreyttur.  Allskyns vitleysingar, Hlýnunarafneitarar svo dæmi sé tekið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2016 kl. 23:36

17 identicon

Ekki er hægt að treysta kosningaloforðum Donald Trump frekar en kosninga loforðum annarra

https://www.youtube.com/watch?v=PvLx08PAPk8

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 10:48

18 identicon

Myndaniðurstaða fyrir funny smiling faces pictures

Steini smile (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 11:45

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Slagorð Trumps er raunar tekið frá Ronald Reagan. Reagan tók við völdum á hnignunar- og niðurlægingarskeiði BNA og verður minnst fyrir að þátt sinn í að efla efnahagslífið og fella Sovétríkin.

Ekki er hægt að líkja Trump og Reagan saman svo vel sé, en bersýnilega höfðar Trump til arfleifðar Reagans og það hefur haft sitt að segja. Hann var auk þess svo heppinn að keppinauturinn var afar vafasamur stjórnmálamaður svo ekki sé meira sagt. Ég hugsa að Sanders hefði farið létt með að sigra Trump enda viðkunnalegri maður þótt stefnan væri að mörgu leyti svipuð.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2016 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband