Skilningsleysi á eðli máls.

Alla þessa öld hefur ríkt skilningsleysi á eðli og stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Vegna þess að þetta er langfjárfrekasta starfsemi ríkisins hafa ríkisstjórn og Alþingi freistast til að skera kostnaðinn niður eins og verið væri að spara í bílainnkaupum með því að kaupa ódýrari og minni bíla. 

Lengi vel tókst að vísu að spara á slíkan hátt, en ekki var tekið með í reikninginn að öldruðum fjölgar stöðugt og á eftir að fjölga mikið. 

Ekki gefur rétta mynd að mæla útgjöldin í krónutölu, þegar launakostnaður vex vegna þess að staðið var frammi fyrir atgervisflótta sem hefði jafngilt því að lama starfsemina og fórna lífi og limum sjúklinga. 

Ef eitthvað á að vera að marka digurbarkaleg ummæli um að það sé nauðsynlegt fyrir viðgang þjóðfélagsins að boðið sé upp á jafn gott heilbrigðiskerfi og aðrar þjóðir hafa, verður ekki hjá því komist að kaupa og endurnýja dýr tæki, sem aðrar þjóðir eiga og eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðarframleiðslu til heilbrigðiskerfisins og aðrar þjóðir gera. 

Í fyrstu stjórnarmyndunarviðræðunum hefur komið í ljós, að ekki hafði verið gefin rétt mynd af stöðu mála í ríkisrekstrinum, og heyra mátti á þátttakendum í þessum viðræðum, að það drægi ekki aðeins úr áhuga á því að leysa þessi mál, heldur skapaði þetta ágreining um það. 

En þjóðin var ekki að kjósa sér fulltrúa til þess að hrökkva frá úrlausn brýnustu mála samfélagsins, heldur til þess að takast af fullum krafti á við þá áskorun sem sú úrlausn felur í sér.  


mbl.is Uppsagnir, lokanir og skerðing blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðarframleiðslu til heilbrigðiskerfisins og aðrar þjóðir gera er fáránleg hugmynd. Það mætti eins miða við margfeldi af meðal skóstærð landsmanna. Kostnaður við heilbrigðiskerfið tengist þjóðarframleiðslu ekkert. Kostnaður við heilbrigðiskerfið hvorki lækkar né hækkar þó þjóðarframleiðsla tvöfaldist eða helmingist.

Að ætla að binda fjármagn til heilbrigðiskerfisins við fast hlutfall þjóðartekna þýðir að þegar vel gengur er sóun og bruðl en í samdrætti lokanir sjúkrastofnana og stórfelldar uppsagnir lækna og hjúkrunarfólks.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 01:34

2 identicon

"Í fyrstu stjórnarmyndunarviðræðunum hefur komið í ljós, að ekki hafði verið gefin rétt mynd af stöðu mála í ríkisrekstrinum"  

Þarna vitnarðu í lágpúnkt íslenskrar stjórnarandstöðupólitíkur eins og um nothæfa staðreynd sé.   Þarna var um útgjöld að ræða sem viðkomandi höfðu sjálfir nýlega samþykkt svo sem eins og útgjöld til vegamála. 

Það má alveg eins spyrja hvort menn ætli að láta sjúklinga morgunndagsins gjalda fyrir að frestað er lækkun lánastabbans fyrir útgjaldalýðskrum dagsins í dag. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 10:26

3 identicon

Sæll.

Maður getur ekki annað en tekið að mestu undir með þér Ómar. Af ýmsum ástæðum er ekki hægt að skerða stöðugt framlög til heilbrigðismála. Jafnvel þó framlög fylgdu t.d. verðbólgu væri í reynd um skerðingu að ræða af lýðfræðilegum ástæðum. Þetta virðist vera of flókið fyrir marga. 

Lausnin er aukin einkavæðing og með því á ég við að fólk borgi meira sjálft enda ljóst að stjórnmálamenn þessa lands ætla sér að gefa skít í fólkið í landinu. Á móti þurfa skattar að lækka. 

Í þessu samhengi er vert að gefa því gaum að stjórnmálamenn landsins hafa velt miklum kostnaði á íbúa þessa lands með stórgölluðum nýjum útlendingalögum. Mikið af því fólki sem hingað kemur er ekki flóttamenn í klassískum skilningi þessa orðs heldur fólk sem ætlar að láta skattgreiðendur hér borga fyrir sig brúsann - búa hér fríttn (á þetta hefur verið bent erlendis enda sitja margar Evrópuþjóðir uppi með sama vandamál). Það er ekki nóg með að þetta fólk þurfi gistingu og uppihald heldur veikist þetta fólk líka. Útgjöld þessi er algerlega óásættanleg á sama tíma og fólk sem byggði upp þetta land, eldri borgarar landsins, fá löngutöng frá stjórnmálastéttinni. Af hverju tók Kæra Eygló ekki persónulega við flóttamönnum á sitt heimili og hélt þeim uppi? Hún hafði launin í það. 

Fólk lætur þessa himinháu skatta sem það þarf að greiða yfir sig ganga því búið er að telja því trú um að það fái eitthvað fyrir sitt skattfé. Er það þannig?

Varðandi athugasemd Hábeins er þetta að segja: Nokkuð er til í þessu hjá honum. Við getum ekki bara hugsunarlaust sagt að þetta eða hitt landið eyði þessari og þessari prósentu í heilbrigðismál og því þurfum við að gera slíkt hið sama. Aldurssamsetning þjóðar skiptir máli - ég las einhvers staðar að aldursdreifin hérlendis sé önnur en t.d. á Norðurlöndunum. Þess vegna er beinn samanburður við þau villandi.

Framboð og eftirspurn eiga að stjórna heilbrigðiskerfinu - þannig er verðmætum best ráðstafað. Ríkið á að draga sig út úr heilbrigðiskerfinu enda ljóst að það ræður ekki við verkið - sama á við um sveitarfélögin og grunnskólann og leikskólann.

Hið opinbera skilur ávallt eftir sig sviðna jörð :-(

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 10:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu.

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2015:

"Á fyrri hluta árs­ins fluttu 1.140 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá land­inu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt til lands­ins en frá land­inu frá árs­byrj­un 2012.

Þró­un­in er þver­öfug hjá ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Á fyrri hluta árs­ins voru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta alls 490 og sam­tals 2.222 frá árs­byrj­un 2012."

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta
árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, veitingastöðum, gistiheimilum og dvalarheimilum.

Og nú vantar til dæmis fólk til að aka strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:50

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hælisleitendur vilja vinna og fá laun eins og aðrir og nú vantar hér á Íslandi þúsundir karla og kvenna til alls kyns starfa.

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 10:55

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 11:04

18 identicon

@11:

PEGIDA skríllinn hefur kannski lesið eitthvað sem þú hefur ekki lesið. Þú kallar þetta fólk skríl svo þú þurfir ekki að rökræða við það enda ertu alfarið ófær um það.

Prófaðu að lesa þér svolítið til. Hér er myndband sem ég rakst á nýlega, þar getur þú byrjað:

https://www.youtube.com/watch?v=33DL00rXYVY&t=38s

Myndböndin eru fleiri og þú ættir að prófa að horfa á þau.Prófaðu að lesa kóraninn og svolítið harfl í hadith og sira. Svo skulum við tala saman.

Þakka þér annars fyrir sanna máltækið hæst bylur í tómri tunnu :-)

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 12:41

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála Hábeini í því að engin leið er að láta framlög til heilbrigðiskerfisins fylgja ófyrirséðum sveiflum í þjóðarframleiðslu í einu og öllu. 

En krafan, sem meira en 80 þúsund kjósendur skrifuðu undir um lágmarkshlutfall miðaðist við meðaltal og augljóst er að lítil þjóð hlýtur að þurfa að eyða meira í þennan málaflokk hlutfallslega en stórar þjóðir vegna eðlis tækjakosts og kerfisins í heild. 

Það er fráleit krafa að við eyðum að jafnaði minna í þetta hlutfallslega en aðrar þjóðir. 

Ómar Ragnarsson, 17.12.2016 kl. 13:28

20 identicon

Við eyðum að jafnaði ekki minna í þetta hlutfallslega en aðrar þjóðir þó við eyðum ekki mest. Flestar þjóðir eyða minna en við. Og eyðslan segir ekki allt um gæði kerfisins. Bandaríkjamenn eyða nær tvöfalt á við okkur en ekki verður þeirra kerfi talið okkur til fyrirmyndar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 16:29

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

  Ómar Ragnarsson skrifar um Skilningsleysi á eðli máls.

Sæll Ómar hin rauðhærði, prakkari og skemmtari  og þakka þér fyrir margt ágæt, en þig sá ég í fyrsta sinn þá ég var í annað sin í Atlavík líklega 1961, þar sem ég fann ástinna mína en það var nú samt ekki þú.

Skilningsleysi á stöðu heilbrigðismála er klárlega allnokkur, en að hræra því skilningsleysi saman við bílakaup er ekki alveg á línunni.  Svo kemur þar sögu þinnar um digurbarka sem tíma ekki að kaupa nauð sinleg tæki.  Allt kann þetta að vera hið versta mál eða kannski hið besta og er það sjálfsagt. 

En svo kemur þar máli þínu um að kjörnir fulltrúar séu til þess að leysa vanda en ekki til að hlaupast frá honum, þar nefnilega stendur hnífurinn í kúnni.  Vegna þessara ágætu orða þá gefst tækifæri til að lesa hægar og velta því fyrir sér og ræða hvað það gæti verið sem gefið gæti okkur möguleika á að láta stjórnmála menn standa við orð sín eða falla ella, án þess að fá færi á að hlaupa upp launastigann. 

Menn geta haft hrossakaup persónulega sín á milli og okkur kemur það ekkert við,  en svoleiðis passar ekki þar sem menn eru að bjóða fram þjónustu til handa almenningi og karakterar sem láta kjósa sig til að vinna gagn og byrja á að kvarta yfir forverunum ættu bara að reyna að tosa sokkaplöggin uppúr skónum og hypja sig sem snarast.

Eina leiðin sem ég sé til þess að auka skilvirkni Alþingis, Hr. Ómar Ragnarsson,  er að fækka flokkum sem heimild fá til að sitja á Alþingi okkar Íslendinga.  Sá sem ekki getur unnið með öðrum þarf að stofna sin eigin flokk , og hvað voru þeir orðnir margir þarna fyrir kosningarnar síðast?

Þegar flokkarnir eru orðnir jafn margir og jólasveinarnir og aðal málið á dagskrá er að kvarta undan forseta Alþingis, þá er klárlega ekki allt með feldu, sérlega þar sem um jafn æruverðugan mann og Einar Guðfinnsson er að ræða .  

En Gosa og ætlaðan klofning  úr Sjálfstæðisflokknum verður eingin not fyrir í framtíðni, þar sem ætlaður klofningur losnaði flokkinn við þessa Evrópukjaftæðis meinsemd  úr flokknum , sem virðist hafa riðið þangað inn á háskólaprófum.  En sannið til að gosa flokkurinn magnar ekki virðingu fyrir innanstokks mununum á Alþingi.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2016 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband