Vaktaskipti geta skipt máli. Gát er best í málinu.

Þekkt er að á íslenskum togurum eru vaktaskipti á áhöfnum, þegar skipin koma í höfn. Menn fara í land í frí og aðrir koma um borð og þannig koll af kolli. 

Þetta gerir málið sennilega flóknara en ella og því verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr dúrnum þegar skipið er komið í höfn. 

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum greip einstök hugaræsing þjóðina og gerði þau mál öll miklu erfiðari og verri en vera þurfti. 

Gríðarleg umræða fór fram meðal almennings sem aldrei rataði í samfélagsmiðla, sem ekki voru komnir þá.

En þeim mun meiri var umræðan og fór út um víðan völl.  

Nú er afar mikilvægt að fara með gát og forðast að slíkt gerist aftur, því að nún, á tímum samfélagsmiðlanna, verður æsingur allur mikið sýnilegri og fer hraðar og víðar en áður var. 

Til dæmis er afar mikilvægt að líta ekki á neinn sem sakborning á meðan aðeins er um mannshvarf að ræða. 

Dæmi er um að Íslendingur, sem hvarf erlendis var úrskurðaður látinn, en kom síðan fram sprelllifandi hér á landi tólf árum síðar. 


mbl.is Tveir menn sjást koma úr rauða bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skil varla hvað þú meinar hér í byrjun, Ómar!

Jón Valur Jensson, 19.1.2017 kl. 00:18

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú væri gott, ef síðuhafi skrúfaði aðeins niður í "rannsóknarfréttamanninum" í sér. 

 Með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2017 kl. 01:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á við það að til dæmis er talið að skór Birnu hafi verið settir niður tveimur sólarhringum eftir að hún hvarf og skipið fór úr höfn og þá er spurningin hvaða skipverjar voru þá í landi, en síðan má heldur ekki útiloka að aðrir en skipverjar eigi hlut að málinu. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2017 kl. 01:21

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það á semsagt ekkert að skrúfa niður?

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2017 kl. 02:54

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

......og fara með gát?

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2017 kl. 02:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér hefur ekkert verið sagt sem ekki er vitað eða hefur komið fram hjá lögreglunni, á myndavélum eða hjá veðurstofunni. Heldur ekki um þá staðreynd að sendir eru sérsveitarmenn á þyrlu til að handtaka þrjá skipverja á hafi úti og flytja þá til yfirheyrslu í landi. 

Og vaktaskipti á togurum þekkja Íslendingar vel. 

Það sem ég á við eru uppsláttarfréttir og "vísbendingar" um líkfundi og annað í þeim dúr sem enginn fótur er fyrir, koma og fara en tefja fyrir rannsókn málsins og drepa henni á dreif. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2017 kl. 09:20

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var rauða bílnum skilað áður en eða eftir að togarinn lagði úr höfn? Ef eftir það, varð þá a.m.k. einn af þeim félögunum eftir í landi? Hefur verið athugað hvort þeir hafa haft eitthvert aðsetur eða gistirými hér og það húsnæði þá skoðað? Er Birna lifandi í haldi mannræningja?

Jón Valur Jensson, 19.1.2017 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband