Eftirminnilegur sýningarflokkur frá sjöunda áratugnum.

Síðasta áratuginn fyrir Heimaeyjargosið urðu skemmtiatriðin á Sjómannadeginum í Vestmannaeyjum smám saman fjölbreyttari en áður hafði verið, og af því að ég fór þangað árlega þessa helgi var leitað til mín um að finna góða skemmtikrafta og sjá um það vandasama verkefni að koma þeim til og frá Eyjum, sem oft gat verið býsna snúið. 

Aðalatriðið hjá Eyjamönnum var að ráða helst þá, sem voru eftirsóttastir, en jafnframt að hafa úrvalið sem mest. Urðu þessir hópar skemmtikrafta oft allt að 20 manns. 

Sem dæmi um skemmtilega nýliða var þegar kornungur Hemmi Gunn skemmti þarna með Vilhelm G. Kristinssyni. 

Eitt eftirminnilegasta atriðið var hópur vaskra og snjallra júdóglímumanna úr Ármanni, ef ég man rétt, sem hafði æft sýningaratriði til þess að sýna hve þróuð og oft falleg þessi sjálfsvarnaríþrótt gat orðið. 

Einkum fór kliður um salinn þegar tekin voru há loftbrögð og sýnt var hvernig menn gátu dreift högginu þegar þeir skullu úr flugi á gólfinu, svo að þeir meiddust ekkert. 

Mýkt, fimi, þjálfun og nákvæmni skinu út úr þessum sýningaratriðum og breyttu sýn margra á mismun á grófum slagsmálum með tilheyrandi meiðslum og þessari "mjúku íþrótt." 

 


mbl.is Júdó ein besta sjálfsvörnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband