Þarf að fara að finna nýjan "bókstaf"?

Í umræðu um íslam hefur mjög verið vitnað í afmarkaðar trúarsetningar sem sýni, að gera verði ráð fyrir að hvaða múslimi sem er taki þær bókstaflega og sé því mögulegur hryðjuverkamaður.  En múslimar í heiminum eru 1500 milljónir.  

Nú er strax farið að tala um það hér á blogginu að árásarmaðurinn sem særði nokkra menn með skothríð í gærmorgun hafi "tekið hatursorðræðu vinstri manna" of bókstaflega. 

Hann spurði fyrst hvort hópur manna við hafnaboltaiðkun væri republikanar og hóf síðan drápsárás sína. 

En fyrst orðið "bókstaflega" er notað hlýtur næsta skrefið að vera að finna þennan bókstaf og birta hann. 

Ef hann finnst gæti þar næsta skref verið að umgangast vinstri menn á sama hátt og múslima, hvern og einn sem hugsanlegan skotárásarmann og þar næsta skref gæti verið að banna vinstri menn og skoðanir þeirra og koma þeim úr landi. 

Leita má aftur í tímann líkt og gert hefur verið varðandi Múhammeð spámann þegar leitað er skýringa á athæfi öfgafólks, og finna til dæmis fyrirmynd vinstri manna í Ólafi "helga" Haraldssyni Noregskonungi sem kristnaði Noreg endanlega með vopnavaldi. 

Stytta af hinum "heilaga" konungui er sýnd á Stiklastað, vígvelli blóðugrar orrustu, sitjandi á hesti með sverð í annari hendi og Biblíuna í hinni.

Hinn heilagi konungur taldi sig greinilega vera að fylgja beinni fyrirskipun Krists um að "fara og kristna allar þjóðir, skíra þær til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda." 

Einnig má finna "bókstaf" í orðum Krists þess efnis að frekar komist úlfaldi í gegnum nálarauga en að ríkur maður komist í himnaríki. 

Sem þýðir að allir ríkir menn eigi að fara til helvítis.

Og einhver "vinstri maður" kynni að taka þetta svo bókstaflega að hann ákveði að drepa þá sem eiga ekkert betra skilið en loga helvítis.

Trúarsetningin um Jíhad er að sönnu bókstafur, sem íslamskir hryðjuverkamenn ákveða að taka bókstaflega.

Ef fjalla á um skotárás vinstri manns er því hollt fyrir alla umræðuna að vitna beint í þann bókstaf, sem sagt er að hafi verið tekinn bókstaflega.

Donald Trump tísti að sjálfsögðu um þessa árás og fordæmdi hana, og eru vonandi allir því sammála.

Hann sá hins vegar ekki ástæðu til að tísta neitt þegar norðóður maður myrti á dögunum tvo menn með sveðju fyrir þær sakir að þeir voru að reyna að koma múslimskri konu til varnar, sem þessi sveðjumaður réðist á. 

 


mbl.is „Var að reyna að drepa fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vorum fram úr rekkjum reknir,
sem refir í greni teknir.
Tryggðir máttu sumir sverja,
suma nægði að kvelja og merja,
blinda og berja.
Blóðug eru böðlasporin.
Burt var tunga úr einum skorin.
Þá var kristinn sálmur sunginn
og síðan Máríukvæði,
svo voru augun úr mér stungin, ---
augun mín bæði.

Allt var glatað, gleðin þrotin,
gæfan sundur brotin,
land mitt týnt og lýðir allir,
lausafé og hallir.

Afl mitt þvarr og andans styrkur.
Yfir mig kom dauðans myrkur,
eins og brim það um mig flóði, ---
augun grétu blóði.

En orðstír hlaut af illum sigri
Ólafur kóngur digri.

D.S. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 18:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttalegt rugl í þér, Ómar, um að "árásarmaðurinn sem særði nokkra menn með skothríð í gærmorgun hafi "tekið hatursorðræðu vinstri manna" of bókstaflega."

Í 1. lagi ætlaði hann að drepa eins marga og hann kæmist yfir, ekki bara að særa menn.

Í 2. lagi --- og þess hefðirðu mátt geta, þegar íslenzkir vinstri menn eru hver um annan þveran að mæla einstrenginglega gegn því, að lögreglan vopnvæðist á vissum fjöldasamkomum --- varð það til bjargar þarna í Alexandríu í Virginíu (nálægt Washington), að VOPNUÐ lögregla var á staðnum og gat nánast viðstöðulaust gripið til varna og gert árásarmanninn óvígan. Annars hefði orðið umtalsverð fækkun í bandaríska þinginu og þjóðarsorg verið lýst yfir vegna ódæðisverksins. En þér er víst ekki sýnt um að anda neitt á sjónarmið þessara ungæðislegu vinstri manna á Íslandi, sem í aumingjasiðferði sínu taka þá ábyrgð jafnvel á herðar sér að reyna að spilla fyrir vörnum lögreglunnar fyrir öryggi, líf og limi almennings. (Sbr. grein mína í dag: Vinstri græn [...] hafa nú afhjúpað sig sem andstæðinga nauðsyn­legra varna almennings gegn hryðjuverkum!)

Í 3. lagi --- ef þú ert að sneiða að mér í þessum pistli þínum --- þá notaði ég aldrei þessi orð, sem þú hefur þarna, heldur sagði ég: 

Hodgkinson virðist hafa verið týpískur ofurróttækur vinstri maður, sem hefur spanað sig upp í hatur á forsetanum og hans mönnum. Sjúk er slík hugsun og stórhættuleg.*

Ef þú vilt andmæla því viðhorfi mínu, þá skaltu sýna það þor að takast á við það sem slíkt, ekki slást við vindmyllur.

Og aftur í greininni sem ég vísaði til hér áðan sagði ég:

Á örfáum mínútum tókst vopnaðri lögreglu að koma í veg fyrir, að hatursfullur vinstrimaður næði að salla niður fjölda bandarískra þingmanna í gærmorgun! 

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2197779/

Jón Valur Jensson, 15.6.2017 kl. 19:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engan þarf að undra að Jón Valur Jensson fái hvergi starf sem prestur.

Þorsteinn Briem, 15.6.2017 kl. 21:36

4 Smámynd: Hörður Þormar

Egyptinn Hamed Abdel-Samad sem, ég hef oft vitnað til og er harður gagnrýnandi Islam, segir einhvers staðar að Kóraninn sé eins og súpermarkaður, þangað sé hægt að sækja allt það sem mann langar í.

Hann getur trútt um talað því að hann kann Kóraninn utan bókar á klassískri Arabísku. Amma hans sem hann elskaði þuldi úr honum fögur vers, en ISIS menn sækja þangað líka fyrirmynd allra sinna hryðjuverka.

Vandamálið er að allt það sem stendur í Kóraninum er  "óhagganlegur boðskapur" guðs sem hverjum múslima ber að hlýða skilyrðislaust, enda þýðir Islam skilyrðislaus undirgefni. 

Nýlega sá ég heimildarmynd um Martein Lúter, sem þjóðkirkja okkar kennir sig við. Ég verð að segja að lýsing á þessum manni er meiri háttar hryllingur. Fyrir utan það að vera átvagl og vínsvelgur, þá eru skjalfestar heimildir til um að hann hvatti til svo hryllilegra voðaverka að vart er eftir hafandi. 

Öndvert við Islam þá hafa kirkjur mótmælenda blessunarlega ekki tekið boðskap Lúters allt of bókstaflega og sópað honum að mestu leyti undir teppið.

Á þessu ári er 500 ára afmæli "siðbótarinnar". Að því tilefni þykir mér nauðsynlegt að "persónan Lúter" sé tekin til gagnrýninnar umfjöllunar í fjölmiðlum og jafnframt skoðað hvort það sé við hæfi að íslenska þjóðkirkjan kenni sig við nafn þessa manns.

Hér er heimildarþáttjurinn um Lúter:Luther einmal anders - Die Dunkle Seite Martin Luthers - Dokumentation

Hörður Þormar, 15.6.2017 kl. 22:26

5 identicon

“Atheism is more than just the knowledge that gods do not exist, and that religion is either a mistake or a fraud. Atheism is an attitude, a frame of mind that looks at the world objectively, fearlessly, always trying to understand all things as a part of nature.” Emmet F. Fields

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 22:45

6 Smámynd: Hörður Þormar

Er guð til? Richard Dawkins tókst ekki alveg að sannfæra eðlisfræðinginn og einn af höfundum "strengjakenningarinnar", Michio Kaku, um að svo væri ekki.

Haukur Kristinsson hlýtur að geta það!

Michio Kaku: "er guð til? Menn munu enn vera að spyrja þessarar sömu spurningar eftir 100 ár":   Richard Dawkins and Michio Kaku. Does God exist ?

Hörður Þormar, 15.6.2017 kl. 23:35

7 identicon

Ekkert bendir til þesss að guð eða guðir séu til. Ekkert. Þá bendir margt til þess að "string theory" sé óraunsæ. Jafnvel Brian Greene er meir og meir þeirrar skoðunar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 23:48

8 identicon

Sæll Ómar

FBI hefur hugsanlega spilað á hann James Hod­gkin­son karlinn, rétt eins og með Múslíma sem minnst er á í bókinni hérna The Terror Factory til að þannig styðja við "stríðið gegn hryðjuverkum".  

"...how the FBI has, under the guise of engaging in counterterrorism since 9/11, built a network of more than fifteen thousand informants whose primary purpose is to infiltrate Muslim communities to create and facilitate phony terrorist plots so that the Bureau can then claim it is winning the war on terror. The paperback edition of The Terror Factory includes all new information on the FBI's counterterrorism efforts related to the 2013 Boston Marathon bombing, as well as how the government has used (potentially illegally) FISA information in sting cases."The Terror Factory"  eftir hann Trevor Aaronson

 

Myndaniðurstaða fyrir FBI manufacturing terrorism
Myndaniðurstaða fyrir James Hod­gkin­son

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 23:50

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Bókstaf Ómar! já þá þarf ég bókina miklu með allri rtúnni sem leiðir til aðgerða bókstafstrúarmanna og kvenna o lögreglu. Verð að fara til fornbókasala.

Eyjólfur Jónsson, 16.6.2017 kl. 00:09

10 identicon

    • Haukur.- Alls ekki er hægt að sanna tilveru guðs, ég held t.d. að engum detti í hug að reyna að fella hann út í tilraunaglasi. Því verða menn að láta sér nægja að trúa á hann.

    Málið snýst um að sanna að guð sé ekki til. Einhvers staðar sá ég hinn mikla guðleysingja, Richard Dawkins, segja að líkurnar væru 6,9/7,0 á því að guð sé ekki til. Ekki veit ég hvaða vísindalegu rök hann færði fyrir þessari tölu, en þar með viðurkenndi hann þó að meira en 1prs. líkur væru á tilveru hans. Þótti mér það þó nokkur játning úr munni þessa manns.

    Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 01:00

    11 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Enn sýnir ESB-vinurinn (og því fjandmaður minn) "Steini Briem", hve illa hann er upplýstur. Aldrei hef ég sótt um eitt einasta prestsstarf.

    Jón Valur Jensson, 16.6.2017 kl. 01:38

    12 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Að síbylju-samsæriskenninga-ruglskrifarinn Þorsteinn haldi hér áfram rugli sínu kemur engum á óvart sem þekkja til skrifa hans.

    Einfeldningslegri afneitun Hauks á tilvist Guðs þarf ekki að anza hér, en vel skil ég, að honum ægir að lesa um öfgarnar hjá Lúther.

    Jón Valur Jensson, 16.6.2017 kl. 02:23

    13 identicon

    Jón Valur,

    Í þessu málfrelsi og tjáningarfrelsi hérna, þá gleymdi ég því alveg hvernig þú ert alltaf svona líka innilega hundleiðinlegur, svo og í því að uppnefna fólk, tala niður til fólks, leggja orð í munn, snúa útúr og spinna upp. Verður það ekki alltaf eitthvað svona hjá þér Jón Valur með að fara í manninn og EKKI boltann, eða "attack the messenger not the message", aftur, aftur og aftur endalaust.

    Þar sem að þú ert á því að tveir eða fleiri einstaklingar geti bara alls ekki framkvæmt glæp (samsæri), viltu þá ekki bara reyna breyta allri mannkynssögunni líka, eða frá því að hann Brutus og félagar drápu hann Sesar karlinn? 

    Eins og áður segir þá ert þú greinilega undir sterkum áhrifum hans Cyrus Scofields og svona líka innilega límdur, negldur og slefaður við þennan ógeðslaga Zíonisma. 

    Það er alveg greinilegt að það má ekki lengur benda á eitthvað sem að skyggir á Zíonista og/eða skyggir á Zíonista Ísrael hjá þér, en var ég ekki búinn að segja þér að það væri "..betra fyrir þig að stinga hausnum ofan í sandinn eins og góður strútur", Jón Valur?  

    En hvað varðar þetta "stríð gegn hryðjuverkum" og bókina "The Terror Factory" , þá vona ég að þú hafir skoðað þessi tvö myndbönd Wesley Clark Told The Truth og Wesley Clark - America's Foreign Policy "Coup", er hann General Wesley Clark uppljóstraði um varðandi með að næsta stríð yrði gegn Íran fyrir Stærra Zíonista Ísrael, þú?   


    Því að samkvæmt bæði Oded Yinon planinu og samkvæmt því sem að hann General Wesley Clark sagði þá var planið að rústa og eyðileggja Líbýu, Líbanon, Írak, Sómalíu, Súdan og Sýrland fyrir Stærra Ísrael (Greater Israel). Nú og eins og General Wesley Clark sagði þá á bara eftir eyðileggja og rústa Íran næst, en hvað þýðir fyrir hann Wesley karlinn að reyna stöðva næsta stríð gegn Íran með þessari vefsíðu StopIranWar.com ?

    Hvernig er það ætla þú ekki að styðja næsta stríð gegn Íran fyrir Stærra Zíonista Ísrael (eða "Greater Israel"), Jón Valur?   


    Image result for general wesley clark greater israelImage result for general wesley clark map


    Global Warfare: Were going to take out 7 countries in 5 years: Iraq ...

    U.S. General Wesley Clark: ISIS is working on Mossad/CIA Plan

    US General Wesley Clark: War on Syria Planned in 1991

    Real Reason for Syria War Plans, from Gen. Wesley Clark

    Syrian Regime Change  Operation Part Of Broader Plan

    Myndaniðurstaða fyrir Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 05:24

    14 identicon

    Hurru, tökum JVJ á þetta, dæmum hann eins og hann dæmir alla fyrir gjörðir örfárra....

    Allir kristnir eru barnaníðingar, við getum ekki tekið kristna einstaklinga hinga til lands, þeir munu nauðga og nauðga, sagan sýnir það.

    Svona er háttur trúarnötta.

    DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 09:13

    15 identicon

    If you could reason with religious people, there would be no religious people.

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 11:08

    16 Smámynd: Mofi

    Þessi bókstafs rök eru mjög kjánaleg; eins og einhver trúir því að Biblían kenni að ríkir komist ekki til himna. Voru raunverulega einhverjir sem lásu Biblíuna og komust að þeirri niðurstöðu að það ætti að boða trúna með vopnum og drepa þá sem tóku ekki upp trúna?  Það má vera að fólk með þannig skoðanir hafa verið uppi en þessar skoðanir voru ekki Biblíunni að kenna.

    Nú komum við þá að því að alveg eins og þarna er um að ræða skrumskælingu á Biblíunni þá eru margar skoðanir múslíma brenglun á því sem Kóraninn raunverulega kennir.  Alla þessa heimsku má lækna með því einfaldlega að lesa Biblíuna og lesa Kóraninn.

    Mofi, 16.6.2017 kl. 11:32

    17 Smámynd: Mofi

    Haukur
    If you could reason with religious people, there would be no religious people

    Áttu við menn eins og Isaac Newton, Gregor Mendel, Michael Faraday, James Clark Maxwell?

    Mofi, 16.6.2017 kl. 11:35

    18 identicon

    Sæll Mofi. Góð athugasemd sem er umhugsunarverð. Þarna nefnir þú nokkra mestu snillinga náttúrvísinda. Isaac Newton (1643-1727), Michael Faraday (1791-1867), Gregor Mendel (1822-1884) og James Clark Maxwell (1831-1879). En höfum í huga að þessir snillingar voru á vissan hátt börns síns tíma. Þess tíma þegar ekki var til sú manneskja sem lyfti hamri eða strengdi segl sem ekki var í einhverjum trúarsöfnuði. Mestu snillingar tón- og málaralistar helguðu verk sín kristinni trú.

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 13:18

    19 identicon

    Gleymdi að minna á Baruch Spinoza (1632-1677) sem fyrrnefndir vísindamenn hafa vissulega lesið, en líklega ekki eins vandlega og með sama hugarfari og Albert Einstein. En takið eftir hvað Spinoza var ungur þegar hann dó, aðeins 45 ára.

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 14:21

    20 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Isaac Newton var mjög virkur kristinn maður og skrifaði mikið um guðfræði.

    Haukur leysir ekki sinn ofurmælavanda með almennu blaðri um samtíma Newtons.

    Þorsteini og illskeyttu rugli hans nenni ég ekki að anza og enn síður meira rugli hér.

    Mofa bregzt bogalistin þegar hann ritar: "Alla þessa heimsku má lækna með því einfaldlega að lesa Biblíuna og lesa Kóraninn."

    Þetta kallast friðkaupastefna, Mofi, og blekkir engan!

    Næsta innlegg þitt, kl. 11.35, var hins vegar prýðilegt.

    Jón Valur Jensson, 16.6.2017 kl. 15:42

    21 identicon

    Lawrence M. Krauss in his book: A Universe from Nothing.

    “Just as Darwin, albeit reluctantly, removed the need for divine intervention in the evolution of the modern world, teeming with diverse life throughout the planet (though he left the door open to the possibility that God helped breathe life into the first forms), our current understanding of the universe, its past, and its future makes it more plausible that “something” can arise out of nothing without the need for any divine guidance. Bacause of the observational and related theoretical difficulties associated with working out the detailes, I expect we may never achieve more than plausibility in this regard. But plausibility itself, in my view, is a tremendous step forward as we continue to marshal the courage to live meaningsful lives in a universe that likely came into existence, and may fade out of existence, without purpose, and certainly without us in the center.”

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 16:13

    22 identicon

    Jón Valur,

    Nei, þú Jón Valur átt öruggleg eftir að halda þessum persónulegu árásum áfram, svo og halda áfram að vera svona ómálefanalegur með allar þessar upphrópanir í því að reyna eyðileggja fyrir fólki.

    Ég er á því að þú eigir örugglega ALDREI eftir að mótmæla Zíonismanum eða hvað þá mótmæla Zíonista Ísrael, því það er alltaf Zíonista Ísrael sem að skiptir máli hjá þér.

    En aðrar skoðanir sem að þér líkar alls ekki við reynir þú að drulla (eða traðka) yfir með svona persónulegum árásum líka. Hvað varðar "Stríðið gegn hryðjuverkum" þá vantar núna eina lygaátylluna (fake petrext) í viðbót svo hægt sé að hefja næsta stríð gegn Íran fyrir Stærra Ísrael. 

    Því að auðvita má núna ekkert skyggja á Zíonista Ísrael hjá þér, sérstaklega þar sem að komnar eru fram áætlanir um að byggja þriðja Musterið fyrir Stærra Zíonista Ísrael ("The building of the Third Temple on the Temple Mount in Jerusalem" og "FINALLY! Israel Officially Calling For Third Temple to Replace al-Aqsa Mosque!".
    Nú og auðvita á "lögleysinginn" (Moloch karlinn) eftir að ganga inn í þetta þriðja Musteri (2 Þ 2:9-11) líka, svo og á allt litla, litla, nice, nice kristna -Zíonista- liðið eftir að fagna þessum líka sérstaka áfanga fyrir Stærra Ísrael (Greater Israel), ekki satt?       

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 18:18

    23 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Þorsteinn Sch. Th. að tala um "persónuárásir"!!!

    Ætli hann líti aldrei í spegil eftir að hafa tæmt úr kanónum sínum á netið og hraunað yfir mann og annan?

    Ég zíonisti? Nei, heldur kristinn maður. En hvað er Þorsteinn? Blendingur sem tekur mark á Múhameð til jafns við Krist? Trúir hann því t.d., að Allah hafi skapað heiminn fyrir Múhameð? (það trúarviðhorf kom fram hjá þeim tyrknesku í myndinni um Soffíu Hansen og dætur hennar í Sjónvarpinu í kvöld).

    Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 02:57

    24 identicon

    Jón Valur,

    Eins og ég sagði þú hættir ekki í því, að:"..uppnefna fólk, tala niður til fólks, leggja orð í munn, snúa útúr og spinna upp". En við vitum að þú notar alltaf þessar sömu aðferðir til þagga niður í fólki og traðka niður og/eða hrauna yfir skoðanir fólks  á athugasemdakerfum.  Aðalatrið hjá þér virðist vera fara svona í Manninn og ekki boltann ("attack the messenger not the message") þar sem að þú ert svona ómálefanalegur með allar þessar upphrópanir í því að reyna eyðileggja fyrir fólki.

    En það varst  ÞÚ Jón Valur sem að byrjaðir á því að uppnefna og úthrópa mig hérna (í athugasemd # 16.6.2017 kl. 02:23), nú og í öllum þessum hroka og stífni hjá þér með hafa skoðanir yfir allt og aðra, þá  ert það þú Jón Valur sem að byrjar ævinlega á því að hrauna yfir allar mínar athugasemdir á athugasemdakerfum.

    En hvað þú segir núna að þú sért "Kristinn maður", en á ég kaupa það ekki lengur. En viltu ekki bara líta vel og lengi í spegill , og spyrja sjálfan þig, hvort þú sért nokkuð "kristinn maður"?

    Er það kristilegt hjá þér Jón Valur, að leggja orð í munn hjá fólki og/eða klína upp á það lygum eins og þú gerir? Því að ég hef aldrei sagt, að ég leggi "Múhameð til jafns við Krist". Jón Valur þú ert ekki "kristinn maður", heldur bara hundleiðinlegur, ómálefnalegur og  lygin.
      

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 05:40

    25 identicon

    leiðr.


    En hvað þú segir núna að þú sért "Kristinn maður", en ég kaupa það ekki lengur. En viltu ekki bara líta vel og lengi í spegill , og spyrja sjálfan þig, hvort þú sért nokkuð "kristinn maður"?

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 05:42

    26 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Ég spurði þig, sítuðari, þessara spurninga, sem þú hefur ekki svarað: 

    Er Þorsetinn blendingur sem tekur mark á Múhameð til jafns við Krist?

    Trúir hann því t.d., að Allah hafi skapað heiminn fyrir Múhameð?

    Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 20:14

    27 identicon

    Jón Valur,

    Þú veist betur að bæði Ecumenical og Interfaith er vinátta milli trúarbragða, og hefur nákvæmlega ekkert gera með umbreyta eða hræra saman trúarbrögðum og/eða hvað þá trúarskoðunum, en það er búið að ræða um Ecumenical og Interfaith vináttu áður hérna. En þetta hjá þér snýst um að reyna sverta mig m.a. með að ýja að ég sé blendingur sem tekur mark á Múhameð til jafns við Krist.

    Nú og þú veist að ég ekki Múslimi, svo hættu þessu bulli og þvælu. Í öllum þessum eineltistilburðum þínum, þá hefur þú oft ekki svarað mínum spurningum, svo af hverju á ég alltaf að svara þér? Eins og þú veist þá þýðir "Allah" Guð á arabísku, og hjá mörgum kristnum söfnuðum þá nota þeir einnig orðið "Allah" rétt eins og Múslímar, en hvað skapaði Guð ekki manninn  skv. I. M. 1.27 og þmt. Múhameð, eða viltu koma inn einhverri annarri túlkun á þessu hvað hann Múhameð varðar?


    Myndaniðurstaða fyrir Palestinian christians we say allah

     

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 23:22

    28 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Mikið er það nú gott, að þú ert ekki múslimi, Þorsteinn!

    En ekúmeník hefur þú aldrei skilgreint hér rétt. Hún þýðir ekki: vinátta milli trúarbragða. Ég skrifaði alllanga athugasemd og útskýringu um þetta hér um daginn, en svo hvarf skrifið skyndilega af skjánum, og mér tókst ekki að finna það aftyur og nennti svo ekki að endurtaka sömu vinnuna.

    Ekúmeník gengur út á samkirkjuhreyfinguna, samstarf ólíkra kristinna kirkna (ekki samstarf við múslima) í bræðralagsanda, hugsanlega til að geta gengið til altaris saman, til dæmis, og viðleitni til að ná sameiginlegum skilningi á hinum kristna trúararfi og að skilja mismunandi áherzlur kirknanna, hverra annarra, og hvort kjarninn sé í raun sá sami (og ólíku hlutirnir meira á yfirborðinu eða fólgnir í einberum orðamun o.s.frv.) í jafnvel miklum ágreiningsefnum fram undir þetta -- eða hvort munurinn sé í raun verulegur.

    PS. Ég er ekki frekar en Tómas frá Aquino sammála því, að Allah sé Guð Biblíunnar. Hann kann þó að vera í hugum sumra (t.d. súfískra) múslima sá Guð, sem skóp veröldina og er yfir öllum mönnum og er máttur sem leita má til og hefur á færi sínu leiðir til að sætta synduga við sig og veita þeim sitt hjálpræði. En sá Guð er til og er Guð Biblíunnar, en fullkomlega gott að menn geti fundið hann með öðrum leiðum, þótt vandfarnari séu en kristna trúarleiðin og gefi ekki jafn-alhliða árangur á svo mörgum sviðum, bæði vitsmunalífs, siðferðis, í trúariðkunarleiðbeiningum, hvað þá sakramentum.

    Jón Valur Jensson, 18.6.2017 kl. 02:41

    29 identicon

    Jón Valur,

    Það má vera að ég hef ekki skilgreint Ecumenical nægilega vel hérna, en Ecumenical vinátta (eða samkirkjuleg vinátta) er einnig til með Interfaith vináttu (þar sem að tveir eða fleiri kristnir söfnuðir eiga interfaith vináttu með öðrum trúarbrögðum), en hjá mörgum þá hefur hugtakið interreligious dialogue sömu meiningu og interfaith dialogue. Reyndar er það þannig að  margir hópar og félög auglýsa Interfaith, Ecumenical og Interreligious saman á vefsíðum og í tímaritum.

    Interfaith and Ecumenical Community | St. Edward's University in ...

    Ecumenical, Interfaith, Interreligious Relations - Archdiocese of Chicago

    Interfaith and Ecumenical Relations Meetups - Meetup

    Disciples Family & Children's Ministries | Interfaith & Ecumenical

    Ecumenical and Interfaith Marriages

    Ecumenical and Interfaith Relations | The United Church of Canada

    Ecumenical and Interfaith Commission (EIC)

    Dictionary of the Ecumenical Movement article on Interfaith Dialogue ...


    Þú mátt hafa þínar trúarskoðanir í friði, en orðið Guð á arabísku þýðir Allah, og er finna í öllum Biblíum á arabísku, þó þú sért ósammála því að Kristnir Arabar noti orðið "Allah" rétt eins og Múslímar.   

       

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 11:17

    30 identicon

    Tengd mynd

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 11:38

    31 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Ég skil þig hér eftir í þínum hugleiðingum, Þorsteinn, og tek enga ábyrgð á þinni skoðun! Þessi arabíska Biblíuþýðing sannar heldur ekki neitt um sjálfan Guð.

    Jón Valur Jensson, 21.6.2017 kl. 12:53

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband