Brugðist við nauðsyn eftir Hrun. Af hverju ekki nú?

Úrskurðir kjararáðs eru mannanna verk byggð á lögum og reglum sem líka eru mannanna verk, nánar tiltekið stjórnmálamanna. 

Þegar nauðsyn var á samstilltu átaki eftir Hrunið til að hafa hemil á launahækkunum, sem myndu auka verðbólguna, gekkst Jóhönnnustjórnin fyrir því að laun æðstu ráðamanna væru lækkuð í takt við tímann og brýna nauðsyn. 

Það er ekkert síður nauðsyn nú að koma í veg fyrir að öllum launamálum landsmenna verði stefnt í uppnám, vinnudeilur og "höfrungahlaup" með tilheyrandi verðbólgu. 

Af hverju geta ráðamenn þjóðarinnar ekki gengist fyrir svipuðum aðgerðum og eftir Hrunið? 

Það var nú einu sinni ekki Guð almáttugur sem setti lögin um kjararáð, er það?


mbl.is Notalegt undir pilsfaldi kjararáðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ómar. Það er víst ekki Guð almáttugur sem setti lög um kjararáð. Betur ef svo hefði verið.

Það eru líklega klerkarnir í Vatíkaninu sem hafa rænt sæti Guðs almáttugs, og telja sig hafa allt vald á himnum og á jörðu?

Er ekki rétt að panta bara Guð almáttugan í málin, til að leiðrétta skattagráðugu gervi guðina í klerkaveldi Vatíkansins?

Ef maður biður ekki Guð almáttugan í einlægni um að stöðva gervi guð og klerka Vatíkansins, þá getur maður líklega ekki kvartað yfir að enginn hlusti á hvað maður hefur beðið um?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2017 kl. 04:05

2 identicon

hvernig skildi n+u hagstofan hafa reiknað þetta. fór framá að að hagstofan rökstiði útreikning sinn fann þann rökstuðíníg hvergi í gögnum kjararáðs það er mikið af tölfræði í gögnum hagstofu síðan geta menn teygt tölfræðina útá og suður og fengið þá niðurstöðu sem hentar hverju sinni

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.12.2017 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband