Í upphafi er endirinn oft ekki skoðaður.

Eftir aldalanga búsetu í harðbýlu landi er það greypt inn í þjóðarsálina að grípa gæsina þegar hún gefst í sem flestum skilningi. 

Þegar við kaupum okkur bíl og notum hann er yfirleitt einblínt á kaupverðið og eyðslu á hundraðið, það sem borgað er án tafar, en síður á viðhaldskostnað, afskriftir og kostnað við viðhald, viðgerðir, slit á hjólbörðum og tryggingar og opinber gjöld, sem oft eru í hlutfalli við verðmæti bílsins og stærð hans. 

Þegar litið er á útreikninga virtra erlendra bílablaða varðandi kostnað við að eiga mismunandi bíla, sker í augun hvað heildarútgjöldin eru há og hve mjög það er dýrara að eiga stóra bíla en smáa. 

Í kjölfar Hrunsins var auðvitað ómögulegt að komast í gegnum hundraða milljarða króna tap og halla á ríkissjóði nema ganga hart að ríkisútgjöldum vegna viðhalds vegakerfisins. 

Það var líka hægt að spara til mjög skamms tíma með því að nota þynnra slitlag og ódýrara efni þótt það hafi síðar rækilega hefnt sín, til dæmis vegna viðhalds gatna í Reykjavík. 

Það hefur líka lengi verið tilhneiging hjá okkur til þess að líta bjartsýnisaugum á tekjuhlið mála en gleyma gjaldahliðinni. 

Nú moka 2 milljónir ferðamanna 500 milljörðum króna árlega af gjaldeyri inn í þjóðarbúið og við tökum því eins og hvalreka var tekið fyrr á öldum, fögnum hækkun gengis krónunnar og nýtum okkur það til innflutnings til að seðja neyslu"þörfina", en gleymum óhjákvæmilegum útgjöldum úr ríkissjóði og sveitarsjóðum vegna ferðamannasprengingarinnar. 


mbl.is Þjóðarátak þarf í vegamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það var líka hægt að spara til mjög skamms tíma með því að nota þynnra slitlag og ódýrara efni þótt það hafi síðar rækilega hefnt sín, til dæmis vegna viðhalds gatna í Reykjavík."

Hvað með götur í Kópavogi, Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ? cool

Gatnakerfið í Reykjavík er einungis rúmlega helmingur allra gatna á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.3.2018 kl. 13:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki haft aðgang að upplýsingum um göturnar í nágrannabæjunum, sem kannski eru með sömu vankantana. En miðað við reynsluna undanfarna rúmlega viku er svifrykið mest á Miklubrautinni enda er umferðin mest á þeim slóðum og einnig býsna hröð. 

Svo er ekki óeðlilegt að gera einhverjar kröfur til borgar sem hefur fengið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs þrátt fyrir brennisteinsvetnismengun vegna rányrku jarðvarma ( HS Orka er líka með við Grindavík) og svifryksmengun yfir mörkum í marga daga á hverjum vetri. 

Ómar Ragnarsson, 14.3.2018 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband