Eldur og ís í allan dag.

Fréttir dagsins eru litaðar af einkennum Íslands, eldi og ís. Fyrst eldsvoði við safn þar sem eru íshelldir og önnur undur landsins, sem eldvirkni og ís hafa skapað. Öræfajökull sigk. RAX

Síðan fullt Háskólabíó af fólki sem brennur af áhuga á kórónu landsins, Vatnajökli og eru á meðal félaga í samtökunum "Vinir Vatnajökuls."

Á meðfylgjandi mynd er Magnús Tumi Guðmundsson að halda fróðlegan fyrirlestur um jökulinn og eldvirknina undir honum. 

Einnig er hér fleiri fyrirlestrar með myndum framundan þegar þetta er skrifað hér í bíóinu, Óli og Tómas Guðbjartssynir og RAX, sem væntanlega á eftir að sýna myndir af sigkatlinum nýja í Öræfajökli. 

Það er heilmikið að gerast á þessu sviði þessa dagana, svo sem næstkomandi föstudag, þegar verður áhugaverð ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar, um samspil byggðar og þjóðgarða, sem Sigurður Gísli Pálmason er hvatamaður að. Vatnajökull, Háskólabíó


mbl.is „Ömurlegt að horfa upp á þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband