"Gigtarsjúkdómar" eru svo fjölbreytilegir, að orðið "gigt" er stundum vafasamt.

Svonefndir gigtarsjúkdómar virðast mun algengari og fjölbreytilegri en flesta grunar. 

Oft tengjast þeir ónæmiskerfinu, til dæmis með því að um sjálfsónæmi er að ræða. Heitið slitgigt, sem upphaflega var nefnt í nefndu tilfelli,  getur því verið rangnefni. 

Við sjálfsofnæmi eru notuð svipuð lyf og gegn krabbameini, sem virka á ónæmiskerfið.

Miklar framfarir hafa orðið í gerð lyfja og meðferð þeirra en það viðfangsefni eitt og sér getur verið misjafnt í samræmi við breytilegar aðstæður.

Hefur til dæmis verið haft á orði, að hver Parkinsonsjúklingur sé með sérsakt tilfelli af þeim sjúkdómi. 

Það getur valdið því að lyfjsmaðferð, sem hentar einum sjúklingi, henti alls ekki öðrum. 

Lyfjalækningar, svo sem við krabbameini, geta verið svo vandasamar, að leita þurfi á náðir gervigreindartölvu til þess að finna réttu meðferðina. 

Nýlega var afar fróðleg umfjöllun um það í þættinum 60 mínútur.  

Það eru ævinlega slæm tíðindi þegar jafnvel fólk á besta aldri fá svona sjúkdóma. 

Ég hef trú á mætti hugarins og það eina sem við hin getum gert, sem á þetta horfum, er að senda borgarstjóranum okkar og ððrum, sem glíma við svipað og hann, heitar bænir og hlýjar óskir. 


mbl.is Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband