Sandurinn í hlaupunum hækkar landið smámsaman.

Öll suðurströnd Íslands er verk ótal jökulhlaupa og sífellds aurburðar í jökulánum, sem falla til sjávar. 

Hjörleifhöfði var lengst af eyja, og útræði var úr Skiphelli austan við Vík alveg til Kötlugossins 1918. 

Í því gosi myndaðist tangi, sem varð syðsti oddi Íslands. 

"Stærsta stórsýning jarðar" má kalla þá hringrás, sem er í gangi í aldanna rás í Vestur-Skaftafellssýslu.  

Þar skiptast á tveir fasar, sandburðartímabilið og hraunrennslistímabilið, þar sem hið síðarnefnda stendur stutt yfir, en sandburðartímabilið í allmargar aldir. 

Hraunrennslistímabilin síðustu voru Eldgjárgosið um 930 og Skaftáreldar 1783. Þá runnu stærstu hraun, sem runnið hafa á sögulegum tíma á jörðinni yfir sand, sem árnar voru búnar að bera fram á milli gosa. 

Á sandburðartímabilinu fyllir aurugt jökulvatn hraunin smám saman upp, auk þess sem hraunin verða mosavaxin og skrýðast jafnvel meiri gróðri. 

Endurtekin Skaftárhlaup hækka smám saman landið svo að að því kemur að þurfi að hækka þjóðveg 1 þar sem hann liggur þvert yfir sandinn. 

 


mbl.is Þjóðveginum um Eldhraun lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábært innlegg!

Halldór Jónsson, 6.8.2018 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband