Orðanna hljóðan og aðstæður.

Orðanna hljóðan er oft ekki einhlítt viðvið og geta aðstæður verið afar misjafnar. Hér skal ekkert fullyrt um deiluna um orðanotkun Donalds Trumps en rifjað upp, að ákveðin ummæli Nikita Krústjoff um Bandaríkin og Sovétríkin voru þýdd ónákvæmt og orðin notuð óspart gegn Krústjoff árum saman. 

Krútstjoff sagði um risaveldin í orðæðu, sem snerist um samkeppni þjóðanna á efnahagssviðinu, samkvæmt þýðingu túlksins: "We´ll bury you!" 

Töldu menn þetta vera beina ógnun og hótun um að Sovétmenn eyddu Bandaríkjunum í kjarnorkustríði.  

Alllöngu eftir að rykið fór að setjast eftir þetta atvik, var upplýst, að Krústjoff hefði notað óeiginlegt rússneskt máltæki sem svipar til orðalags sem við Íslendingar úr okkar máli þegar við ræðum um keppni: 

"Við eigum eftir að steikja ykkur," - "við eigum eftir að salta ykkur", "við eigum eftir að taka ykkur í bakaríð."

Johnson Bandaríkjaforseti var þekktur fyrir að geta verið einstaklega orðljótur, en ekkert af því rataði á áberandi hátt í fjölmiðla. 


mbl.is Segir að Trump sé rasisti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband