Einu sinni framleiddi Lamborghini mesta ofurjeppa heims.

Urus er ekki fyrsti fjórhjóladrifni ofurbíllinn, sem Lamborghini framleiðir. Lamborghini LM-002, framan á

Á níunda áratug síðustu aldar framleiddi verksmiðjan Lamborghini LM-002, tæplega þriggja tonna bíll á 33ja tommu breiðdekkjum, sem var raunverulegur ofurjeppi, sá öflugasti í heiminum þá, með 450 hestafla 12 strokka 5,2 lítra vél og náði 200 kílómetra hraða. 

Æðisleg torfærugræja, var 8,5 sekúndur upp í 100 km /klst. 

Minnti að sumu leyti hvað stærð og útlit snerti á Hummer-jeppana, sem komu fram aðeins síðar.Lamborghini LM-002

Þetta voru víst fá eintök og helst ríkustu Arabaolíuauðmenn sem keyptu hann til að þeysa á í eyðimörkinni. 

Fróðlegt hefði verið að sjá hvað hann hefði getað gert í íslenskum torfærum, en hann var það hreinræktaður raunverulegur jeppi, að Urus hefði ekki á átt möguleika gegn honum á illfærum íslenskum hálendisslóðum. 

Veghæðin yfirdrifin, drifin með óhemju deilingarsvið og læsingar. 

En á þessum árum var gaman að láta sig dreyma um svona bíl, sem hægt væri að taka til kostanna hér á landi, og erfitt að sjá neitt syndsamlegt við svona draum, því að það kostar ekkert að láta sig dreyma dýrindis munaðardrauma sem aldrei rætast. 


mbl.is Kappakstur ekki í DNA Lamborghini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar frekar hefði ég vilja Dodge Weapon eða bara Scout. Bronkóinn var líka mjög góður og einfaldur. Þessir bílar áttu það sameiginlegt að vera einfaldir í viðhaldi þar til mengunar ruglið var klístrað utaná vélarnar.

Valdimar Samúelsson, 26.10.2018 kl. 11:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Mengunarruglið" var nú reyndar sett á vegna þess að svo var komið í bandarískum stórborgum að "smog" fór með skyggnið niður í eina mílu og í L. A. 1968 grét maður tárum vegna þess hvernig blýmengaður útblásturinn fór í augun. 

Úr fimm lítra (302 cubic tommur) V-8 vélinni á Bronkó fengust aðeins 150 hestöfl nettó, en í dag afkastar fimm sinnum minni vél í Ford Mondeo 125 hestöflum með fimm sinnum minni eyðslu. 

Kaninn var svo seinn til að efla tæknina að fyrst eftir að mengunarvörnum "var klístrað utaná vélarnar" eins og þú segir réttilega, að aflið í 242 kúbika vélinni í AMC Eagle 1982 módel bílnum mínum er aðeins 115 hestöfl! 

Ómar Ragnarsson, 26.10.2018 kl. 13:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

N.B. 302ja kúbika V-8 vélin ver 150 hestafla fyrir mengunarbreytingu, en það afl hrapaði niður undir 120 hestföl þegar mengunarvörnunum var "klístrað" á þessar vélar. En V-8 Bronkóinn, sem ég átti fyrir níu manna fjölskyldu á árunum 1973-1976 var dýrlegur bíll.  

Ómar Ragnarsson, 26.10.2018 kl. 13:55

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég átti aldrei bronko en margir félaga minna áttu hann en þetta voru skemmtilegir bílar en maður vissi að afturhjólalegurnar fóru á 30Þ svo menn höfðu bara sett með sér. Ég man vel eftir menguninni í NY en er ekki viss að það hafi verið bílunum að kenna en þarna voru flugvellir sem spúðu sínu. Ég held að það hafi verið CBS? í Californíu sem gerði rannsókn á mengun og bílar sem voru ekki með cal mengunar dótið komu betur út. Ég var með Bens dýsel 180 í Willis og svo setti ég bensínvélina fyrir skoðun.:-)  

Valdimar Samúelsson, 26.10.2018 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband