Enn er allt galopið.

Dæmin um það að skoðanakannanir fari fjarri úrslitum í kosningum eru mörg, enda eru skoðanakannanir aðeins mæling á fylgi á því augnabliki sem þær eru teknar og vika er mjög langur tími í pólitík. 

Trump er byrjaður að spila út sínum spilum og á vafalaust fleiri uppi í erminni, sem geta snúið hlutum við á skammri stundu líkt og gerðist í blálok kosningabaráttu hans. 

Frægasta dæmið um fallvaltleika skoðanakannana er frá forsetakosningunum 1948, þegar einstaka blöð voru þegar búin að birta þá stórfrétt að Dewey hefði sigrað og Truman forseti tapað. 

Rúmri viku fyrir kosningar benti flest til þess að stóraukið fylgi Huberts Humpreys varaforseta Johnsons myndi duga honum til sigurs. 

Það var mest að þakka því að búið var að fá fjóra deiluaðila Vietnamdeilunnar til þess að setjast að samningaborði í París. 

En Richard Nixon lumaði á mótleik sem fólst í því að hafa símasamband við stjórnarherrana í Saigon og fá þá með gylliboðum til þess að draga sig út úr viðræðunum. 

Johnson lét hlera símana á þessum tímum og vissi hvað Nixon var að bralla og hafði samband við hann til að fá hann til að segja hið sanna. 

En Nixon átti þá, ekki síður en nokkrum árum síðar í Watergatemálinu auðvelt með að ljúga blákalt að Johnson, og Johnson vissi að hann myndi ekki getað vitnað í hleruð símtöl. 

Svo fór að bragð Nixons heppnaðist og hann vann einn naumasta sigur í sögu Bandaríkjanna. 

Flóttamannagangan mikla getur haft áhrif í báðar áttir núna, en sennilega á Trump meiri möguleika á að nýta sér hana sem forseti landsins fyrir repúblikana en demókratar fyrir sig. 


mbl.is Líkurnar á sigri demókrata minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef demókratarnir geta fengið einhverja úr hernum til að drepa einhverja úr göngunni, helst konur og börn, þá myndu þeir vinna.  

Halldór Jónsson, 25.10.2018 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband