Er 5,5% vöxtur svona skuggalega mikill "samdráttur"?

Nú er að verða liðið eitt ár síðan setningar eins og "óveðursský hrannast upp á hinininn" fóru að sjást í fjölmiðlum vegna þess að ekki virtust vera framundan sömu ógnarháu vaxtartölurnar og undanfarin ár í ferðaþjónustunni. 

Hugsunarhátturinn hafði sveigst í þá átt að farið var að miða allt við hinar háu vaxtartölur á bilinu 40% og þaðan af meira sem höfðu ríkt árum saman.

Þetta viðmið þýddi að allar vaxtartölur tölur neðan við 40% voru farnar að fá á sig stimpil samdráttar. 

Það var "mikill samdráttur í aukningu" ef vaxtarprósentan "minnkaði" úr 40 prósentum "niður í" 25%. 

Og nú "minnkar vaxtarhraðinn" úr 24% "niður í" aðeins 5,5%.

Válegar fréttir?

Nei, auðvitað ekki, - nema fyrir þá sem eru orðnir gegnsýrðir af blindri ofsagróðahyggju. 

Sem betur fer heldur blaðamaðurinn sem skrifar tengda frétt á mbl,is haus með fyrirsögninni "Ferðamönnum fjölgaði um 5,5%"

Það er góð frétt og hefði jafnvel verið enn betri frétt ef fjölgunin hefði verið minni.   

 


mbl.is Ferðamönnum fjölgaði um 5,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna geta menn ekki spáð ferðamannafjölda tvö til þrjú ár fram í tímann? En geta spá veðurfari 100 ár fram í tímann! Geta menn spáð ferðamannafjölda á Íslandi eftir 100 ár?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2019 kl. 20:17

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna hægir mjög snarpt á fjölgun ferðamanna. Ef annað kemur ekki til er á ferðinni skýr vísbending um að toppnum sé náð. Þá er mjög eðlilegt að vænta þess að á þessu ári taki ferðamönnum að fækka, eða fjöldinn standi í það minnsta í stað, og fækkunin hefjist svo á næsta ári. Gerist það ekki er ástæðan líklega sú að skýringin á minni aukningu á síðasta ári liggi aðeins í veikingu krónunnar.

Það er ekki endilega vandamál þótt ferðamönnum fækki, nema þá helst fyrir þá sem kunna að hafa miðað við miklu meiri áframhaldandi aukningu þegar þeir hafa tekið ákvörðun um fjárfestingu. Fyrir almenna borgara hér sem ekki lifa á ferðaþjónustu er það kannski bara besta mál. Það er í það minnsta miklu auðveldara að fá borð á veitingastöðum með stuttum fyrirvara núna en fyrir tveimur árum.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.1.2019 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband