Hann er oft vandrataður, meðalvegurinn.

Seint munu allir verða sáttir um það, hvernig fjölmiðlarnir fjalla um kosningar. 

Höfuðástæðan hefur verið sú, hve framboðsfrestuinn rennur seint út fyrir kosningarnar, þannig að þegar fjölmiðlar vilja byrja umfjöllun sína nógu tímanlega til þess að komast yfir það sem nauðsynlegt er talið til þess að kjósendur búi yfir sem bestum upplýsingum, eru sum framboðin ekki tilbúin enn. 

Sú einfalda laið að lengja tímann á milli loka framboðsfrestsins og kosninganna er ekki auðveld, þegar sviptingar verða nálægt kosningum og ný framboð spretta upp. 

Eitt besta dæmið er stofnun Borgaraflokksins vorið 1987, sem kom óvænt eftir sviptingar í forystu Sjálfstæðisflokksins sem leiddu af sér brottvikningu Alberts Guðmundssonar úr embætti ráðherra. 

Flestir töldu að vegna þess hve stutt var í kosningar og lok á framboðsfresti, væri stjórnmálaferill Alberts á enda, en annað kom á daginn, því að svonefndur Hulduher stuðningsfólks Alberts vann kraftaverk með því að stilla upp löglegu framboði í öllum kjördæmu á mettíma. 

Ef framboðsfresturinn hefði endað fyrr, hefði Borgaraflokkurinn ekki getað boðið fram og fengið menn á þing 1987. 

Oftar en einu sinni hefur það hins vegar valdið misjafnri aðstöðu framboða, að útvarps- og sjóvarpsfréttir um þau hafa hafist áður en vitað var hverjir yrðu á framboðslistunum. 

Þannig vantaði þátttakendur í tveimur af fjórum kjördæmaþátta á annarri af þáverandi sjónvarpsstöðvum í kosningunum 2007. 


mbl.is Telur RÚV hafa uppfyllt lögbundið hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kosninga- og kjördæmakerfið miðast raunar við hagsmuni stóru flokkanna (meðan þeir haldast enn stórir, en geta reyndar hrapað í fylgi vegna eigin óhæfuverka, eins og kom fyrir Samfylkingu 2013 og Sjálfstæðisflokkurinn gæti verið að nálgast nú). 5% múrinn er óhæfa, skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi der glæpur gegn lýðræðinu, og við Óli Björn Kárason höfum margoft gagnrýnt kerfið, og ekki sízt vinnur það gegn lýðræðislegri jafnstöðu og jafnræði að DÆLA MILLJÓRÐUM Í FLOKKSSKIRFSTOFUR STÓRU FLOKKANNA!

En varðhundar gamla kerfisins munu verja það af grimmd.

Jón Valur Jensson, 24.12.2019 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband