Hefur lengi verið tilefni til aukinna samskipta við Grænlendinga.

Grænlendingar og Færeyingar eru næstu nágrannar okkar Íslendinga og ekkert erlent land liggur nálægt því eins nærri okkar landi og Grænland. 

Frá Stokksnesi við Hornafjörð til Færeyja eru um 480 kílómetrar í loftlínu, næstum tvöfalt lengri vegalengd en frá Straumnesi og Kögri til Blosserville strandarinnar á Grænlandi, en sú vegalengd yfir Grænlandsssund er aðeins um 285 kílómetrar; styttri loftlína en frá Kögri til Hvolsvallar!

Grænland er svo stórt, að landið nær bæði sunnar, vestar, norðar og austar en Ísand. 

Íslendingar fundu Grænland og ef ekki hefði árað svona illa í báðum löndunum á miðöldum, hefði hugsanlega komið til greina að Grænland hefði haldið áfram að vera ysta íslenska byggðin. 

Alltof lengi höfum við Íslendingar verið næsta tómlátir um þessa nágranna okkar og því er hvert skref í átt að nánari samskiptum fagnaðarefni. 


mbl.is Stefnt að siglingum milli Reykjavíkur og Tasiilaq
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband