Sveigjanleiki er mikilvægur í aðgerðum vegna COVID-19.

Allan tímann sem kórónaveiran hefur geysað um lönd, hefur ástandið verið mjög ólíkt í mismunandi löndum, og þessar sveiflur, sem ná um allan heim, hafa verið og eru enn mjög mismunandi. 

Af þessum sökum hefur orðið þörf á sem bestum rannsóknum og upplýsingum, til þess að hægt sé að grípa til þeirra ráðstafana, sem best eiga við á hverjum stað og gagnvart hverju landi um sig. Þörfin er brýn fyrir vaxandi sveigjanleika eftir þörfum. 

Þannig getur orðið til dæmis orðið hætta á því fyrir Bandaríkjamenn, að ef þeir fari að tilmælum Trumps og dragi stórlega úr skimunum til þess að lækka með því smittölurnar, muni það virka öfugt út í frá, því að með því móti er aðeins verið að veikja rannsóknir og upplýsingar og draga úr trausti á tökum Bandaríkjamanna á veirunni og stöðu mála þar í landi.  


mbl.is Skoða að hætta skimun frá vissum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Er þetta ekki Albaníuskömmun??

Að skamma Trump fyrir það sem íslensk stjórnvöld gera í skjóli fálkaorðunnar??

Sem gömlum rebel væri þér nær að spyrja, hver borgar??, hvers er ávinningurinn að aflétta smitvörnum þjóðarinnar??

Ávinningurinn er allavega ekki þeirra sem neyddir eru í ótímabæra sóttkví, nýsloppnir úr þeirri fyrri.

En jú, jú, auðvitað er þetta allt skemlinum honum Trump að kenna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.6.2020 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband