"Þetta gæti vart verið augljósara...".

Forráðamenn Icelandair og lögmaður þeirra halda því fram að það sé langsótt að uppsagnir og tengdar aðgerðir félagsins tengist vinnudeilunni, sem hefur verið þar í gangi við Flugfreyjufélag Ísland.

En Magnús Norðdal, lögmaður ASÍ vitnar í orð forráðamannanna, þess efnis að ekki hafi verið hægt að semja við félagsmenn, og því hafi orðið að segja þeim upp. 

"Þetta gæti vart verið augljósara" segir Magnús, og telur þetta skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem leggur bann við því að uppsagnir séu notaðar sem vopn í vinnudeilu við launþega.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur hafi verið samin 1938 og að aðstæður séu allt aðrar nú. 

Þetta er skrýting kenning, því að farið hefur verið eftir þessum lögum samfellt í 82 ár, meðal annars með því að bera mál undir Félagsdóm, og einkennilegt ef allt í einu núna séu lögin orðin úrelt. 

Með aðgerðunum á föstudag brýndi Icelandair kutann, og flugfreyjur boðuðu verkfall og brýndu sína kuta. 

Ekki kom til þess að bera þessar aðgerðir beggja undir Félagsdóm, því að deiluaðilar létu skynsemina ráða í stað þess að fara út i stórvarasama áhættuferð.

Vonandi verður þetta til þess að auðvelda lausn deilunnar. 


mbl.is Gjörólík sýn á lögmæti uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómnar, telur þú ekki að ákvæði stjórnarskráinnar um félagafrelsi og rétt manna til að standa utan félagas séu rétthærri en einhver lög um verkföll og vinnudeilur?

Af hverju má Icelandair ekki ráða thailenskar flugfreyjur aða Landspítalinn tælenskar ljósmæður? Það er engin skylda að vera í íslensku verkalýðsfélagi. Það hafa bara verið ákvæði sett í kjarasamninga um forgang félagsmanna til vinnu.Þau þurfa ekki að vera þannig að verkakona eða leikskólastarfsmaður  þarf ekki að vera í Eflingu frekar en hún vill. Eina sem Efling gerir fyrir félagsmennina er að halda uppi kaupinu fyrir félagamenn með ofbeldi ef ekki vill betur 

Halldór Jónsson, 20.7.2020 kl. 16:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar, þú varst ´æi Stjórnlagaráði:


 74. gr.
 [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
 Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
 Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.] 1)
    
 75. gr.
 [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
 Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.

Viltu afnema þetta úr núgildandi stjórnarskrá?

Halldór Jónsson, 20.7.2020 kl. 17:07

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Halldór  er það löglegt að stofna annað stéttarfelag ef vinnuveitanda  líkar ekki launatafla fyrra

félagsins

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.7.2020 kl. 18:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna er verið að tala um það, að atvinnurekandi beiti launamanninn þvingunum, t.d. til að standa utan stéttarfélags, kjósa Samfylkinguna eða eitthvað slíkt, með því að hóta honum uppsögn. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum. Það var engin hótun, heldur einfaldlega uppsögn. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2020 kl. 18:35

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Það myndi líklega heyrast eitthvað í öfgaTrumphausunum og Klu Klux Klan körlunum hér ef að innflutt vinnuafl settist í stólinn ÞEIRRA á skítalaunum. 

Ragna Birgisdóttir, 20.7.2020 kl. 18:46

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sagt upp til að semja við flugliða utan stettarfélags a þeim kjörum sem Flugleiðum  var þoknanleg 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.7.2020 kl. 18:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í 74. og 75.grein núverandi stjórnarskrár er á nokkrum stöðum kveðið á um undantekningar frá meginreglu og notuð orðin ÞÓ og EF.

Svo sem

"banna má ÞÓ um sinn starfsemi félags ef..."

"Engan má skylda til aðilar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef..."  

"Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir vilja. Þessu frelsi má ÞÓ setja skorður með lögum enda krefjist almannahagsmunir þess." 

Í tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskrá eru þessar tvær greinar, sem ég léði atkvæði mitt við afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár frá stjórnlagaráði: 

20. gr. Félagafrelsi. 

Öllum skal tryggður réttur til að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. 

Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er talið nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmætu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. 

25. gr. Atvinnufrelsi

Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu, sem þeir kjósa, Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. 

Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um starfskjör og önnur réttindi tengd vinnu. 

Ómar Ragnarsson, 20.7.2020 kl. 21:58

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugtakið almannahagsmunir er svo vítt og illskilgreinanlegt að þegar það er notað með þessum hætti er í raun og veru ekki verið að tryggja neitt frelsi. Þetta er stór og alvarlegur galli á stjórnarskránni og það að í tillögunum að nýrri stjórnarskrá sé það notað með sama hætti gerir að verkum að í tillögunum eru í raun og veru engar umbætur fólgnar. Það sem verið er að segja er einfaldlega það að ef valdhafanum þóknast megi afnema frelsi fólks. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2020 kl. 23:37

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í gerð stjórnarsrkár stjórnlagaráðs var leitast við að bæta þá gömlu með því að hafa hliðsjón af þeim nýju stjórnarskrám, sem best hafa reynst í löndunum í kringum okkur til að fá fram skýrari texta og samræmi í löggjöf. 

Ómar Ragnarsson, 21.7.2020 kl. 00:56

10 identicon

Icelandair (ekki Flugleiðir, því þá ætti frekar að nota nafn Loftleiða) samdi við FFÍ um kaup og kjör. Þar inni er klásúla um að nýta einungis starfsfólk í stéttarfélaginu FFÍ til þessara starfa. 
Starfsfólk réði sig til starfa, vitandi vits að gerð væri krafa um að viðkomandi væri í stéttarfélaginu FFÍ. Annars yrði ekki af ráðningu. 
Þetta er krafa sem er eins og sú að gert er ráð fyrir að tilvonandi starfsmaður sé í einkennisfötum við störf sín eða haldi trúnað um það sem starfsmaður verður vísa við störf sín. Engin nauðung, bara einfaldar kröfur. Viltu starfið, þá eru þetta kröfurnar? Ef þú vilt ekki gangast undir kröfurnar, þá ferð þú eitthvað annað. 
Einfalt. Hefur ekkert með Stjórnarskrána að gera. 

Landspítalinn má, að ég best veit, ráða erlent vinnuafl ef það uppfyllir kröfur Heilbrigðisráðuneytisins um menntun, þekkingu, reynslu o.s.frv. 

Nonni (IP-tala skráð) 21.7.2020 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband