Nú fyrst fer að hitna af alvöru undir kötlum stjórnarsamvinnunnar.

Núverandi ríkisstjórn er þegar búin að sitja í 36 mánuði og þegar litið er til þess að næsta vor verða allir stjórnarflokkarnir að fara að einbeita sér að komandi kosningum, á stjórnin aðeins 8 mánuði eftir af tímanum sem hún hefur til þess að koma í framkvæmd helstu stefnumálum sínum. 

Það hefur dregist að koma þessum stefnumálum í almennilega á koppinn;  stjórnarskránni, þar með talið auðlindaákvæðum hennar, hálendisþjóðgarðinum og rammaáætlun, og spurningin er hvort stjórnin sé ekki þegar fallin á tíma með þau.  

Stjórninni hefur eingöngu tekist að halda sjó með því að klára aðeins þau mál, sem eru nógu smávægileg til þess að hægt hafi verið láta þau dankast áfram án stórvandræða. 

Og vandræðin með fjölmiðlafrumvarpið, sem enginn spáði fyrir um að gæti orðið stórmáli og ásteytingarsteini, sýna í hvaða erfiðleika stefnir. 

Á síðustu mánuðum Jóhönnustjórnarinnar var ástandið svipað; stærstu málin höfðu dregist úr hömlu og með því að ætla sér að koma þeim öllum í gegn var einungis aukið á hættuna á því að þau dagaði öll uppi. 

Og í stjórnarandstöðunni er Miðflokkurinn, sem hefur aflað sér sérþekkingar á þvi hvernig hægt er að stoppa allt með málþófi.   

Enginn veit nú hvaða stjórn verður við völd um næstu jól og enginn flokkur mun þora að taka af skarið og beita þeirri grein þingskapa, sem getur stöðvað málþóf sem er komið langt út fyrir allan þjófabálk. 

Allir vilja halda í þann möguleika, ef þeir lenda sjálfir utan stjórnar síðar, að geta komið af stað málþófi.  


mbl.is Miðhálendisþjóðgarður „flókinn í afgreiðslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband