Tvær hliðar á eldgosum; túristagos eða skaðvaldar.

Allt frá Heklugosinu 1970 hefur nýyrðið "túristagos" skotið upp kollinum við og við. Á undan því gosi hafði Surtseyjargosið lokkað marga erlenda ferðamenn til landsins, enda var þá nýgengin í garð áhrifamikil bylting í millilandasamgöngum; Vickers Viscount skrúfuþotur Flugfélags Íslands 1957 og enn stærri Canadair skrúfuþotr Loftleiða á sjöunda áratugnum.  

Enn stærri áfangi hófst 1967 með komu fyrstu íslensku farþegaþotunnar 2967. 

Hekla spjó ösku 1970 sem olli nokkrum búsifjum fyrir óheppna bændur, allt norður í Víðidal í  Húnavatnssýslu, en um miðsumar var gos úr gígumm í svonefndum Skjólkvíkum mjög aðgengilegt og þar mátti sjá svipaða sjón og blasað hefur við undanfarna mánuði við Fagradalsfjall. 

Heimaeyjargosið 1973 hristi rækilega upp í mönnum með öllu sínu mikla tjóni og harðrar baráttu heimamanna við vágest, sem enn hefur minnt á sig núna þegar verið er að gera áhpttumat fyrir Heimaey. 

Það blasir nefnilega við að Heimaey er einfaldlega langstærsta eyjan í þessum eldfjallaklasa, af því að hún er þungamiðjan í eldstöðvakerfi eyjanna og þar eru mestar líkur á gosi.

Þótt fyrirbærið "Pompei norðursins" sé notað sem aðdráttarefl fyrir erlenda og innlenda ferðammenn er rammasta alvara á bak við þetta heiti; ógn, sem enginn Íslendingur skyldi vanmeta. 

Jarðskjálftinn skammt suðvestur af Svartsengi og Bláa lóninu og jafnframt norðvestur af Grindavík hringir bjðllum, því að þegar farið er um þetta svæði blasa við gríðarlega verðmæt mannvirki á svæði, sem er orpið gígum og hraunum eftir eldgosahrinur fyrri alda, sem enduðu fyrir átta hundruð árum, en hafa nú tekið sig upp á ný. 

Gosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 settu Ísland og íslensku þjóðina á landakortið um allan heim vegna hinna miklu samgöngutruflana, sem höfðu bæði þráðbein og óbein áhrif á farþegaflug jarðarbúa. 

Það skóp mestu efnhagsuppsveiflu í sögu okkar er er jafnframt tákn um hina hliðina á íslenskum jarðeldum, sem til dæmis höfðu slæm áhrif ollu dauða milljóna manna í öllum heimshlutum í Móðuharðindunum 1783 og árin þar á eftir.  


mbl.is Skjálfti norðvestur af Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband