Mikið í lagt að ná aurunum af ellibelgjunum.

21. öldin er enn öldin sem ríkisstjórnir allra flokka unnu sleitilítið við að ná af elsta fólkinu sem mestu, helst öllu, sem það vann sér inn utan lífeyriskerfisins. 

Ein aðferðin var að halda krónutölu frítekjumarksins óbreyttu árum saman á meðan verðbólgan át það hægt og bítandi upp. 

Hugkvæmnin að baki svonefndum tekjutengingum hefur verið svo mikil að önnur eins ku ekki finnast með öðrum þjóðum. 

Gamlingjunum, sem hafði skilist þegar þeir voru skyldaðir á þeim árum, sem þeir voru á vinnumarkaðnum, til að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð til elliáranna, var refsað með því að ná þessari eign þeirra af þeim í sem allra stærstum mæli. 

Nýjasta afrekið sem komið hefur fram hjá stjórnvöldum felst í einhverju lélegasta ástandi varðandi heimilisfesti og kjör elsta fólksins síðustu æviárin, sem vitað er um á Vesturlöndum, og hefur í för með sér aldeilis einstæða sóun fjármuna í kringum hjúkrunarheimilin. 


mbl.is Nú er hægt að skoða kjör eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband