Framsókn nýtti sér lykilaðstöðu sína síðast, enda vön slíku.

Hallgrímur Helgason lýsti því skemmtilega eins og hans var von og vísa hér um árið hvernig hann hefði nýtt sér kosningaréttinn til hins ítrasta til þess að fá aðra flokka en Framsókn í ríkisstjórn. 

En kosningar eftir kosningar hefði það samt farið svo, að í raun kaus hann samt Framsókn til stjórnarsetu að afloknum öllum kosningunum. 

Þessa stöðu sína byrjuðu Framsóknarmenn að rækta í kringum 1930, mynduðu vinstri stjórnir 1934, 1956, 1971, 1978 og 1988, en stjórnir með Sjálfstæðisflokknum 1939, 1947, 1950, 1953, 1974, 1983, 1987, 1995, 1999, 2003 og 2013.   

Framsókn réði því í raun í síðustu kosningum hvernig stjórn yrði mynduð og stefnir auðvitað á svipaða útkomu nú.  


mbl.is Framsóknarflokkur í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Framsókn hefur alltaf sagt sig geta starfað með öðrum

meðan aðrir setja trýnið upp í loft og þykjast finna óþef þegar minnst er á hugsanlegt samstarf við aðra

Grímur Kjartansson, 20.9.2021 kl. 17:36

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það verður að meta Viðreisn til tekna að þeir lögðu fram frumvarp um jöfnun atkvæðisréttar á síðasta þing. Það fékk ekki stuðning annarra flokka? Fullkomin óvissa er um hver græðir mest á þessu óréttláta kosninga fyrirkomulagi næsta laugardag. ÖSE eftirlitsstofnun um réttindi borgara í lýðræðisríkjum hefur fordæmt þetta misrétti aftur og aftur. Kjósendur í Kraganum sem eru hátt í hundraðþúsund er sýnd óvirðing með þessu úrelta skipulagi, en þar er atkvæðamisræmið einna mest.

Sigurður Antonsson, 20.9.2021 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband