Fyrirhöfn flestra þjóða virðist miðast við að sleppa sem best sjálfar.

Þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin um síðustu aldamót vöktu Íslendingar athygli vegna hinnar einstæðu lagni, sem sýnd var til þess að fá svo ríflega undanþágu frá samþykktri stefni, að hægt var að viðhalda hröðum vexti útblásturs hér á landi næstu áratugi með því að tengja hann við tölur í öðrum löndum, oftast með ansi langsóttum rökum. 

Leitað var með logandi ljósi að einhverju öðrum leiðum en neysluminnkun til þess að reikna nýtt fyrirbrigði, "kolefnisjöfnun" inn í formúluna fyrir Íslendinga. 

Jafnframt því var reint að reikna minnkun jarðefnaeldsneytis í orkunotkuninni hressilega niður á við til að sýna fram á að við ættum allt eins að láta þá minnkun alveg eiga sig. 

Okkur er kannski vorkunn að stunda svona kúnstir, því að það úir og grúir allt af dæmum um viðleitni annarra þjóða til þess að hagræða bókhaldinu sér í hag eftir ítrustu leiðum. 


mbl.is Magn gróðurhúsalofttegunda nær nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ójá Ómar
Þetta gengur allt út á eins og svo oft áður að hinir eigi að gera betur
"Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?"

Annars var fín grein í Bændablaðinu undir fyrirsögninni "Ógnarstjórn"

og stighækkandi rafmagnsverð til almennings í evrópu styður það sem þar kemur fram

Grímur Kjartansson, 25.10.2021 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband