Enn þarf að yfirvinna ókosti við notkun vetnis sem orkubera.

Langdrægni og yfirráð yfir orkugjafa til þess að koma á notkun vetnis sem orkubera eru meðal kosta þess að setja vetnisvélar í bíla. 

Eins og er liggja gallarnir hins vegar í miklum kostnaði við framleiðslu vetnisins og einnig tefur fyrir að yfirgnæfandi meirihluti bílaframleiðenda hefur tekið venjulega rafbíla fram yfir vetnið.  

Hyondai hefur farið þá skynsamlegu leið að bjóða bæði vetnisbíla og hreina rafbíla til þess að dragast ekki aftur úr öðrum. 

Gælur Toyota við hybrid bíla sem aðalsmerki hafa reynst erfiðar, en þessi mikli bílarisi er samt alls ekki búinn að tapa kapphlaupinu, því að það er langhlaup. 


mbl.is Mikil framþróun í smíði vetnisvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar, hvaða ókosti þarf að yfirstiga við notkun vetnis? Þú nefnir  ókost i framleiðslu vetnis

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.12.2021 kl. 07:11

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég vil minnast að Bragi Árnason hafi talið hentugast að nota vetnið til að knýja fiskiskipaflotann.
Ventisverksmiðjuna ætti að hafa á köldu svæði og þá væri hægt að nýta til upphitunar hinn mikla varma sem yrði "afgangs" er vetnið væri kælt/þrýst niður í vökvafrom 

Grímur Kjartansson, 10.12.2021 kl. 11:52

3 identicon

Þjóðverjar stefna á stórframleiðslu á vetni með sól og vindi og hárri orkunýtni.

Vetnið er nokkuð vandmeðfarið, annað hvort er það geymt undir mjög háum þrýstingi eða þétt yfir í fljótandi form nálægt alkuli. Einnig má binda það við magnesium sem hydríð, í e.k. deig eða krem, og gera sumir sér miklar væntingar um þá geymsluaðferð.

Svo má framleiða fljótandi orkugjafa úr vetni og koldíoxíði, t.d. alkóhól, en einnig hágæða olíur. Er hagkvæmni slíkra framleiðslu á tilraunastigi. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2021 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband