Slagurinn við sköpun nýrrar samsetningar farartækja verður háður víða.

Miðað við lengd steinaldar, bronsaldar og annarra tímabila í sögu mannsins er lengd olíualdarinnar aðeins örlítið brot. EF dregin er lína í línuriti, sem sýnA eigi framfarir í þessum öldum og fólksfjölda jarðar, að ekki sé nú talað um línu, sem sýnir orkunotkun mannkyns, verður olíuöldin í laginu eins og hár spjótsoddur; sú lína veður upp í loftið og fellur síðan jafnhratt niður. 

Ótal breytingar eru í deiglunni, breytingar á almenningsfarartækjum, ný samsetning einkafarartækja, þar sem flóran verður afar fjölbreytt.Honda PCX 150 2022

Það spannar allt frá rafskútum og rafknúnum léttbifhjólum, auk sjálfakandi bíla og tveggja manna rafbílum með úskiptanlegum rafhlöðum, sem taka þrefalt minna pláss í umferðinni en núverandi meðalstór einkabíll, og upp í ýmsar mismunandi gerðir af "borgarlínum."

Kapphlaup er í þróun notkunar nýrra aflgjafa og orkubera eins og rafhreyfla og vetnis, sem er rétt að byrja. 

Engin ein lausn mun hafa bolmagn til að sigra, heldur er bæði skynsamlegra og líklegra að nota þurfi fjölda nýrra ráða við að komast bærilega frá þeirri staðreynd, að öld óendurnýjanlegra orkugjafa er á fallandi fæti og nýskipan að byrja að taka á sig mynd. Yamaha Nmax

Það fer mjög eftir eðli fararmáta, hvaða breytingar verða á farartækjum. 

Sem dæmi má nefna að sumri notkun olíuorku er erfitt að leggja alveg niður.

Augljóst er til dæmis að bestu bensínknúnu léttbifhjólin eru komin niður í það í alvöru eftir sex ára reynsluakstur með bensínbókhaldi allan tímann), að slík tveggja sæta farartæki hafa líklega jafn lítið kolefnisspor þegar allt er reiknað með en meðalstór rafbíll. 

150 cc hjól eins og til dæmis Honda PCX eða SH, kosta aðeins um 600 þúsund krónur ný, ná 115 kílómetra hraða og eyða 2,2 lítrum á hundraðið í borgarakstri, þrefalt til fjórfalt minna en lítill einkabíll. 

Í flokki léttbifhjóla af vélarstærð upp í 350 cc er sægur hjóla, enda hjól á borð  við Vespa Touring. 

Yamaha 125 - 155 cc, sem er á neðri myndinni, og svipuð hjól er þau ódýrustu, hagkvæmustu og fjölhæfustu sem framleidd eru. 

Hvað flugið snertir er staðan þannig nú, að líklega verði flug á lengri leiðum áfram með notkun eldsneytis, því að eðlisfræðilega gagnast rafhlöður ekki nema á styttri leiðum.

En allt flug í heiminum, sem mörgum er tamt að tala um sem ógnarstóra stærð, eyðir þó ekki nema um 15 prósentum af því sem fer í samgöngur alls. 

Ástæðan er einföld: Bílarnir eyða langstærstum hluta, því í heiminum eru hátt í þúsund milljónir bíla, (milljarður); þúsund sinnum fleiri en flugvélarnar, sem eru um ein milljón.   

 


mbl.is Japanski risinn rumskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þróunin er ógnarhröð. Hér er dæmi um frumkvæði í Sviss:

https://h2energy.ch/en/2021/07/05/fleet-of-hyundai-xcient-fuel-cell-trucks-surpass-million-kilometre-benchmark/

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband