Hvílíkir vetrarmánuðir janúar til mars! Sumarauki núna, en hvað um páskahretið?

Ófærðar- og illviðrakaflinn frá 17. desember, allan janúar og fram til 10. febrúar var einstakur og fór áðreiðanlega ekki vel í landann. 

En nú stefnir í að alls þrjár vikur hafi verið svo gerólíkar um veðurfar miðað við hinn illskeytta óveðurskafla, að líkja megi við það að reginöflin hafi viljað bæta ráð sitt og bjóða upp á óvæntan og furðu langan sumarauka og þiggja að launum verðskuldaða fyrirgefningu.

Spáð er að kólni eftir helgi, og þá er vetur konungur til alls vís. 

Að minnsta kosti verður að búast við páskahreti, annað væri nú hrein frekja!  


mbl.is Ótrúlegt ástand í byrjun mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband