Algeng orðaskipti við stæði fyrir hreyfihamlaða.

Stæðisþjófur 1 : Ég ætlaði bara að skreppa örsnöggt inn. 

Andsvar: Hvernig eiga hreyfihamlaðir að vita það?

 

Stæðisþjófur 2: Ég er að útrétta fyrir hreyfihamlaðan, sem á bílinn, en er heima hjá sér. 

Andsvar: Stæðið er ekki ætlað bílum, nema fatlaðir séu í þeim. 

 

Stæðisþjófur 3: Hér eru tvö samliggjandi svæði með P-merkinu, og bæði voru auð þegar ég kom og lagði í annað þeirra. 

Andsvar: Í húsinu eru nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem hreyfihamlaðir þurfa að leita til. Þess vegna eru merktu stæðin tvö og ef þú tekur annað þeirra hefurðu skert stórlega not þessara stæða fyrir þá sem sannanlega þurfa á þeim að halda. 


mbl.is Alltof algengt að fólk leggi í P-merkt stæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband