Tölurnar um tjónið vegna áfengisneyslu tala sínu máli.

Í gegnum tíðina hafa verið framkvæmdar ótal kannanir á tjónið, sem áfengisneysla veldur þjóðum heims, bæði stórum og smáum. Ein nýjasta könnunin í Bretlandi sýnir mun víðtækara tjón en áður hefur verið haldið og tölur sýna einnig, að þeim mun meira sem opnað er fyrir sölu á áfengi, því meira er drukkið.   

Á þessum tölum byggir Alþjóða heilbrigðisstofnunin sitt álit á fyrirkomulagi áfengismála í heiminum. 

En hér á landi er stór hluti þjóðarinnar svo sannfærður um ágæti áfengisins, að svo lengi sem munað er aftur í tímann, hafa ný og ný frumvörp verið lögö fram um að stórauka aðgengi að áfengisvörum í almennum verslunum. 


mbl.is Frekar ætti að skoða að fækka áfengisverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og nú þegar ráðherrastóla vermir fólk sem ýmist lagði fram þannig frumvörp, var með í að leggja fram eða studdi þau þá er ekki von á að neitt verði gert til að sporna við ólöglegri sölu. Í reynd er áfengissala því frjáls þó engar lagabreytingar hafi verið gerðar í þá átt.

Vagn (IP-tala skráð) 20.9.2023 kl. 15:49

2 identicon

Þeir stjórnmálamenn sem ganga gegn lýðheilsumarkmiðum og vilja frekar auka

vandann eiga ekki að þykjast vera fulltrúar fólksis. Þeir eru að starfa

fyrir aðra.

magnús marísson (IP-tala skráð) 20.9.2023 kl. 17:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar á þessu máli er eins a svo mörgum öðrum margar hliðar. Bý að hluta í tveimur löndum Íslandi og Þýskalandi. Umgjörðin er mjög ólík. Í Þýskalandi er bjór hluti af mat. Mjög sjaldan sé drukkinn mann í Þýskalandi, en hef séð slíkt oft á Íslandi. Margir spáðu því að með því að leyfa bjór á Íslandi yrðu allir fullir. Æ sjaldnar sé ég ofurdrukkna einstaklinga. Ekki einu sinni í Flugstöðinni, eða flugvélunum. Reikna með því að margir drekki oftar, en minna í einu. Var þjálfari í íþróttahreyfingunni og þegar ég var að byrja meistaraflokksþjálfun var það samþykkt að leikmenn yrði ölvaðir tvisvar í viku. Setti þessu skorður, og margir leikmenn hafa sagt mér að sú nálgun sem ég setti upp hefði gert það að verkum að þeir notuðu alls ekki áfengi allt tímabilið. Barna og unglingadrykkja er afar fátíð, en áður komu krakkar saman niður í miðbæ og ,,duttu í það". Fór í veislu um síðustu helgi og gestgjafinn bauð upp á ,,létta drykki" hann sagði mér eftirá að nærri því helmingur gesta drakk óáfeng freyðivín, eða áfengislausan bjór. Það er orðið lífstíll margra. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2023 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband