Er þetta ekki bara dæmigert um íslenska umferð?

Það þarf ekki að koma á óvart að vegfarendur brjóti umferðarlögin í stórum stíl hér á landi, til dæmis reglur um notkun stefnuljósa. 

Það er fyrir löngu orðin lenska hér að aka að eigin geðþótta á þann hátt að það bæði tefur fyrir umferð og skapi hættu. 

Í hugann koma ljóðlínurnar "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint" þegar horft er upp á hegðun þá fjðlbreyttu hegðun, sem hér er plagsiður. 


mbl.is „Þetta er algjörlega með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hvað er að ske þegar vegarkafli sem í áratugi þótti ekki neitt sérstaklega hættulegur verður einn hættulegasti vegspotti landsins eftir að hámarkshraði er lækkaður úr 90 í 70?

Vagn (IP-tala skráð) 29.2.2024 kl. 09:50

2 Smámynd: Landfari

Það virðist sem bílstjóri rútunnar ætli sér að taka framúr nokkrum bílum þegar ljóst er að þeir ætla ekki að beygja af brautinni til álversins. Það furðulega er að hann virðist hvorki taka eftir vegriðinu sem framundan er né allri umferðinni á móti. Hefur hann þó öðrum betri yfirsýn, verandi í mun stærri bíl en eru fyrir framan hann. Það ætti að vera óþarfi að taka fram að allur framúrakstur þarna er bannaður, búinn að vera bannaður undanfarinn kílómetra eða svo og áfram bannaður nokkra í viðbót þar til komið er að tvöfalda veginum.

En talandi um ljósanotkun Ómar þá er er henni, eins og þú veist öðrum betur, mjög ábótavant víðar en meðal áttaviltra bílstjóra og þeirra sem reyna í lengstu lög að halda því leyndu hvert þeir eru að fara. Það er í raun furðulegt að enn í dag fáist bílar skráðir sem kveikja sjálfvirkt á ljósum frama á bílum en ekki að aftan. Það væri skömminni skárra ef þetta væri öfugt því ökumaður verður fyrr var við ljósleysi fyrir framan sig en aftan.

Einnig virðist hafa farist fyrir í ökunámi allt sem viðkemur þokuljósum. Menn eru akandi með þessi ljós í tíma og ótíma, jafnvel innanbæjar. Gera sér augljóslega enga grein fyrir hvað þau geta skert sjónviðið, bæði sitt eigið og þeirra sem á móti koma sem og þeirra sem á eftir fara.

Þá má ég til að minnast á grófa misnotkun flutningabílstjóra á fljóðljósum, oft á þaki stýrishússins. Það er oftar en ekki sem þessi ljós eru notuð sem hver önnur háuljós. Það ætti, ef það er þá ekki nú þegar, að varða við lög að blinda algerlega ökumenn sem á móti koma. Gildir þá einu hvort sá hafi gleymt að lækka ljósin eða lækka geislann á lágu ljósunum þó hann sé með hlaðinn bíl eða kerru. Eins virðast þessir bílstjórar, sumir hvejir, ekki gera sér grein fyrir því að flóðljósin á þaki geta blindað ökumenn sem á móti koma, löngu áður enn flutningabílstjórinn sér bílinn sem á móti kemur. Hvort og hve lengi ræðst af landslaginu sem vegurinn er í.

Að lokum er vert að þakka þér Ómar þrotlaust starf á umliðnum árum fyrir bættri umferðarmenningu hér á landi. 

Landfari, 29.2.2024 kl. 11:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta má bæta algengri og ömurlegri hegðuu bílstjóra við framúrakstur og mætingar í myrkri þar sem oftlega örlar ekki á því að neitt sé hugsað út í það forðast að blinda þá, sem á móti koma með rangri og oft hættulegri notkun háu ljósanna. 

Ómar Ragnarsson, 3.3.2024 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband