Ójafn leikur og kapphlaup í Grindavík?

Tölurnar, sem birtar eru um flæði hrauns neðan jarðar við Svartsengi þessa dagana eru ógnvænlegar. 

Til þess að mæta vánni, sem af þessu streymi stafar, hamast menn á stórvirkum vinnuvélum við að búa til og stækka varnargarða ofanjarðar. 

Tölurnar sem gilda um þessa tvenns konar efnisflutninga virðast mjðg ójafnar, en það verður samt ekki fyrr en gos hefst sem það kemur í ljós hvort heppnin hefur verið með varnarliði vinnuvélanna á þann veg að hinu stóra kvikumagn fáist til að renna í farvegum, sem geti haft mildandi áhrif á tjónið af völdum várinnar. 

Í gangi er mikið kapphlaup þar sem arka verður að auðnu um lyktir.  


mbl.is Fimmtán skjálftar í kvikuganginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband