"Running out" ryður íslenskunni burt.

Á skákmötum, sem haldin eru um þessar mundir, má enn heyra notað orðalagið "að falla á tíma" , en því miður er þetta orðalag að deyja drottni sínum á okkar dögum og enska eða enskuskotin íslenska á góðri leið með að ryðja notkun íslenskra orða, svo sem "að falla á tíma". 

Lúmskasta aðferðin gegn íslensku máli felst í því að byrja fyrst á að nota íslensk orð í stað enskra. 

Bankakerfið er meðal þeirra, sem nota þessa aðferð þegar notandi fellur á tíma við að nýta sér ákveðna aðgerð eða leið til að yfirfæra fjármuni.  

Ef notandinn er of seinn við að framkvæma verkið birtist þessi tilkynning bankans á tölvubirtinum:  

"Aðgerðin rann út á tíma."

Framrás enskunnar á kostnað íslenskunnar er kannski einna lúmskust þegar hugsunin er gerð ensk og við erum farin að eiga erfitt með að hugsa á íslensku. 


mbl.is „Tíminn er runninn út fyrir Kristján Loftsson“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband