ÞAÐ ERU TAKMÖRK.

Undanfarin örfá ár hefur átt sér stað meira hestaflakapphlaup bílaframleiðanda en dæmi eru um síðan á árunum 1954 - 70. Líklega er kapphlaupið meira nú því að hestöflin fyrir 40 árum voru SAE-hestöfl og 425 SAE hestöfl jafngilda líklega ekki nema rúmlega 300 nú. Enginn af helstu bílaframleiðendum heims telur sig geta boðið upp á minna en 500 hestöfl í einhverjum bíla sinna og nokkrar bílategundir fást með 600 og allt upp í 1001 hestafl!

Bugatti Veyron kemst á 2,4 sekúndum úr kyrrstöðu upp í 100, rúmlega tíu sekúndum upp í 200 og rúmlega 20 sekúndum upp í 300 ef ég man rétt. Hámarkshraði: 406 kílómetrar á klukkustund.  

Reynslan úr rallakstri á níunda áratugnum sýnir að það eru takmörk fyrir því hve mörg hestöfl eigi að bjóða í bílum. Þá voru keppnisbílar þeirra bestu komnir upp fyrir 400 hestöfl og mikil slysaalda skall á.

Niðurstaðan varð sú að minnka aflið og getuna með reglum og slysunum fækkaði. Við skulum athuga að í rallinu voru færustu ökumenn heims undir stýri og samt þurfti að takmarka afl og getu bíla þeirra.  

Mikil geta snerpa bíls getur verið öryggisatriði við framúrakstur og í tilvikum þar sem það getur verið gott að vera fljótur að bregðast örugglega við aðstæðum.

En til þess þarf ekki 500 hefstöfl.

Hugmyndir um að takmarka hestaflafjölda bíla sem yngstu ökumennirnir aka er að mínum dómi ekki réttlát. Frekar ætti að miða við getu bílanna t. d. hvort þeir komist úr kyrrstöðu upp í 100 á ákveðnum tíma.

Upplýsingar um það liggja fyrir hjá bílaframleiðendum.

Bendi á blogg mitt hér að neðan um það hvort það að gera ökutæki upptæk standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.


mbl.is Missti stjórn á 500 hestafla ofursportbíl sem endaði á umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Til hvers kaupa menn sér 500-600 hestafla bíla til notkunar hér á landi þar sem hámarkshraði er mestur 90 km. á klukkustund? Er það einungis til þess að gorta sig af bílnum eða er það til þess að nýta snerpuna við framúrakstur? Duga ekki færri hestöfl til þess?

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Menn og konur kaupa það sem þau geta og vilja kaupa, hvort sem það eru dýrir bílar eða dýrir skór sem kannski er svo ekki hægt að ganga í. Það sama á við um skartgripi.

Ég tek undir með þér Ómar að það eru ekki hestöflin sem skipta mál heldur togið. Ég hef líka marg sagt það að það á að takmarka það afl sem nýliðar hafa. Hvenær á það verður hlustað veit ég ekki en vonandi einhverntíman. Það er erfitt mál að ná áheyrn hjá stjórnmálamönnum þegar kemur að umferðaröryggismálum og ég er að velta því fyrir mér að hætta að reyna það, hætta alveg að tala um umferðaröryggismál. Það hefur enga þýðingu. Það að þú hefur keppt í akstursíþróttum verðu ekki metið í þessu sambandi, því miður.

Birgir Þór Bragason, 15.6.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála því að takmarkak það afl sem ungir ökumenn meiga aka.  Þegar ég var 18 ára þá var ég með fékk ég bíl vinnubíl til umráða þetta var Honda crx sportbíll.  Ég hef alla tíð verið á móti hraðakstir og þótt ég væri á bíl sem hægt væri að aka hratt þá hafði ég ekki áhuga á því.  Vinir mínir og margar aðrir voru mjög hissa á því að ég skildi vera á sportbíl en vildi ekki nota aflið.  Ég hef líkið ekið frá því 1989 og verið atvinnu bílstjóri frá 1994 og á þeim tíma hef ég aldrei lent í umferðaóhappi þótt ég hafi verið að keyra ca 200.000 km á ári. 

Mér finnst sjálfsagt að gera bíla upptæk ef menn gersta gróflega brotleg um umferðlög og endurtekinn brot.  Var að heyra það í fréttayfirliti að þetta sé að verða að veruleika sem er gott mál.

Þórður Ingi Bjarnason, 15.6.2007 kl. 19:02

4 identicon

Eitthvað finnst mér nú rökin þín Ómar hljóma eins og rök NRA fyrir örygginu sem felst í óheftri skotvopnaeign.

Alveg eins og ég get ímyndað mér að ég geti varið mig í einhverju tilviki með byssu í vasanum, þá get ímyndað mér að það sé hægt að stilla upp tilviki þar sem kraftmikill bíll kemur í veg fyrir árekstur.

Hins vegar skal ég éta hattinn minn upp á það að slysatíðni minnkar með minni vélarstærð og byssueign.

Varst þú ekki annars náttúruverndarsinni fyrir ekki margt löngu Ómar? Mér fannst þú nú alltaf mótsagnakenndur í því hlutverki en þú hlýtur nú sjálfur að sjá mótsögnina. Hvað þarf bjálkinn í auganu að vera stór?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Í fyrra velti einn einstaklingur þeirri hugmynd fram , að setja hraðastoppara  í alla bíla.
Svipað og er í flutnigabílum í dag , þar sem sem þeir geta ekki ekið hrðar en 90 km.
Og eftir árið í fyrra , þar sem létust 30 manns í umferðarslysum, þá var ég sammála honum.
Og þessi einstaklingur var og er  - Sturla Böðavarsson , núverandi Forseti Alþingis

Halldór Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guðjón les það út úr orðum mínum að ég sé að mæla hestaflakapphlaupinu bót. Allir sem lesa bloggið mitt sjá að það er þveröfugt, - ég gagnrýni það og sýni fram á dæmi um hvenær það hefur verið skaðlegt. 

Meðal annars segi ég að það þurfi ekki 500 hestöfl til þess að gefa bílstjórum kost á öruggari framúrakstri.

Guðjón telur mig breyta öfugt við sannfæringu mína sem umhverfisverndarmann.

Jvað segir Guðjón þá um það að Yfir 90 prósent aksturs míns er á tveimur bílum, annar er 18 hestöfl og hinn 25, og þetta eru lang minnstu, kraftminnstu og sparneytnustu bílar sem eru í umferð á Íslandi.

Hvenær ætlar Guðjón að fara að lesa bloggið mitt öðruvísi en eins og skrattinn Biblíuna?

Ómar Ragnarsson, 15.6.2007 kl. 23:30

7 identicon

Jú, gott og vel, þú setur mark við 500 hestöfl en hvernig skýrir þú þetta?

"Mikil geta snerpa bíls getur verið öryggisatriði við framúrakstur og í tilvikum þar sem það getur verið gott að vera fljótur að bregðast örugglega við aðstæðum."

Svona rök eru alltaf notuð til að réttlæta stærri og kraftmeiri bíla.

"En til þess þarf ekki 500 hefstöfl."

OK, hvað þarf mörg hestöfl til að gæta öryggis? 475?

"Hugmyndir um að takmarka hestaflafjölda bíla sem yngstu ökumennirnir aka er að mínum dómi ekki réttlát."

Hugmyndin um takmörkun hestaflafjölda er til fyrirmyndar og ég fagna henni. Þungur bíll er lengur á leiðinni upp í 100km en hann er líka lengur að bremsa og getur valdið miklum skaða. Reglan er þar að auki einfaldari en að skoða hröðun sem er kostur.

Varðandi ranglætið í því að gera bíla upptæka, þá má nota nákvæmlega sömu rök gegn öllum sektum. Sektir koma harðast niður á þeim fátækustu og það er ekki réttlátt en það er ranglátara að sekta ekki.

Hróplega ranglætið í umferðinni í dag er að við hjólreiðamenn sem ferðumst á umhverfisvænan hátt erum svo gott sem réttlausir í umferðinni. Það er ekki gaman að hjóla á móti bíl sem er að taka framúr eins og komið hefur fyrir mig.

Ég legg til að við sem höfum áhuga á örggara umhverfi og umhverfisvernd fögnum öllum tillögum um takmörkun vélarstærðar í bílum og upptöku ökutækja þeirra sem keyra eins og svín.

Að lokum vil ég biðjast afsökunar á því að hafa verið full harður í síðustu skrifum. Ég hefði átt að láta þig njóta vafans. Vænt þætti mér hins vegar um ef þú skýrðir út einhvern tímann hvar þú ætlar að fá olíuna í ferðamálahugmyndirnar þínar. Skynsamlegt svar við því myndi gera mig öllu jákvæðari í þinn garð Ómar.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband