NETÞJÓNABÚ FREKAR ER ÁLVER.

Nú kemur það æ betur í ljós sem ég hamraði á í allt vor, að það er glapræði að ætla að selja alla efnahagslega virkjanlega orku landsins til mengandi álvera þegar okkur býðst að selja orkuna á hærra verði til fyrirtækja sem menga ekki, skapa fleiri og betri störf á orkueiningu og eru af mun viðráðanlegri stærð en risaálverin.


mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nú reynir á "Fagra Ísland". Ætlar Samfylkingin að standa við fögur fyrirheit eða verður álið áfram málið?

Sigurður Hrellir, 21.6.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ef ég þekki Samfylkinguna rétt, þá kemur hún til með að skíta uppá bak í þessu máli. Og þetta plagg "Fagra Ísland" það er löngu komið á haugana.

En það er gaman að vinstri menn séu búnir að bakka með fullyrðinguna "...Selja okkur erlendum stórfyrirtækjum", nú virðist sú setning ekki passa. Og við getum greinilega alveg virkjað Þjórsá , bara svo framarlega sem Google eða Microsoft fá orkuna en ekki Alcoa eða Alcan.

Það er ekki hægt annað en að horfa á ákveðinn tvískinnung í því sambandi.

Kveðja

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 21.6.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í fyrsta lagi er verið að selja lítið brot af orku til stóriðju til þessara netþjóna. Í öðru lagi þá er ég ekki viss um að netþjónafyrirtækin borgi húsvörðum sínum hærri laun en álfyrirtækin starfsmönnum sínum. Í þriðja lagi þá eru þessi netþjónafyrirtæki velkomin hingað þó fá störf þau skapi, ef við högnumst á því. Og í fjórðalagi þá rekst þetta enganveginn á hvers annað horn og getur lifað hvað með öðru.

Það er eðlilegt að smákaupendur orku borgi hærra verð fyrir kw. stundina. Stórfyrirtæki í smásöluverslun þurfa mun minni hagnað per selda einingu en smærri verslanir, til þess að arðsemi verði ásættanleg. Sama lögmál gildir allsstaðar í viðskiptum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.6.2007 kl. 17:24

4 identicon

Gunnar. Ég hef lesið margar athugasemdirnar þínar og þú virðist vera rökfastur og réttsýnn. Án þess að reyna afsaka rangfærslurnar hjá Ómari, getur þú ekki skilið afstöðu hans gagnvart óbilgirni Landsvirkjunar? Það er nú pínulítið hættulegt að hafa öll eggin í sömu körfu.

Ég hef hægt og sígandi verið að hallast meir og meir á sveif með virkjanasinnum eftir að hafa byrjað í andstöðu. Fyrir tíu árum hefði ég aldrei trúað því að andstæðingar myndu beita meiri lygum en Landsvirkjun en sú varð raunin :)

Ég legg til að við reynum að sameina tilfinningar Ómars gagnvart landinu og þekkingu þína þannig að við lærum eitthvað af þessu. Svo verðum við að muna að Ísland er ekki eina landið sem stendur frammi fyrir þeim breytingum sem stafa af aukinni velmegun í heiminum. Nepalbúar eyða álíka mikilli olíu og Íslendingar en er 27 milljónir. 25 lítrar á mann á ári í alla neyslu.

Svo er líka bara hægt að halda skítkastinu áfram, fara íslensku leiðina :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:17

5 Smámynd: Sigurjón

Það er líka annað sem þarf að athuga.  Það eru öruggari og betri tengingar til landsins, bæði til vesturs og austurs.  Það reyndar stendur til bóta, þannig að þetta gæti orðið að veruleika fljótlega.

Sigurjón, 21.6.2007 kl. 22:33

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú Gaui, ég skil tilfinningar Ómars vel og ég held þær eigi samhljóm með öllu hugsandi fólki en röksemdarfærslur hans geta verið til þess fallnar að rugla fólk í ríminu. Tilfinningar eiga fullan rétt á sér og eru fullgild rök í sjálfu sér þegar kemur að náttúruvernd o.fl., en þegar reynt er að skreyta tilfinningarökin með fabúleringum um hitt og þetta sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, til þess eins að fá fólk á sveif með sér, þá er réttlætiskennd minni misboðið. Auk þess tel ég málflutning hans og fleiri, t.d. Árna Finnsonar vera náttúruvernd til tjóns, því umræða á því plani sem öfganáttúruverndarsinnar vilja hafa hana kemur óorði á göfuga og skinsama náttúruvernd. Þegar eitt bullið er hrakið, sprettur upp nýtt og á endanum fær fólk leið á bullinu og loks þegar skinsemisraddir heyrast um einhver tiltekin náttúruverndarmál, þá er hætt við að fólk daufheyrist og túlki sem enn eitt bullið. Mér þætti leitt að sjá það gerast.

Þú segir óbilgirni LV Gaui, ég vil ekkert fullyrða neitt um það en ég reikna með að þú sért að tala um Norðlingaölduveitu. Ég hef aldrei séð Þjórsárver nema af myndum og þekki ekki landið sem færi undir vatn. En ef fullyrðingar LV stangast á við fullyrðingar Náttúruverndarsamta Íslands, þá hef ég tilhneigingu til að trúa LV-mönnum frekar, af fenginni reynslu, um að breytingar á þeim virkjunaráformum muni ekki skaða Þjórsárver. Svona er illa komið fyrir talsmönnum náttúruverndar á Íslandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 02:04

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vil aðeins bæta við: Að selja rafmagn til stóriðju er ekki að setja öll eggin í sömu körfu, sú myndlíking er afar hæpin. Ef til þess kæmi, sem er álíka líklegt og að Ómar fái loftstein í hausinn, að álfyrirtækin færu á hausinn, t.d. vegna hruns á eftirspurn eftir áli, þá eigum við þó enn þá fjárfestingu sem virkjanirnar eru og þá höfum við fullt af orku í eitthvað annað.

Það eru 17 ár síðan allt var klappað og klárt fyrir álver í Keilisnesi, afhverju stukku álfyrirtækin eða önnur orkufrek fyrirtæki ekki á það á öllum þessum tíma? Aðstæður í dag eru hagstæðar til samninga á orkusölu, nú er lag að gera langtíma orkusölusamninga en það er ekki víst að slík tækifæri bjóðist okkur þegar okkur hentar.

 Það er einmitt verið að klæða gulleggin okkar í bómul með því að gera samninga við stöndug stórfyrirtæki á heimsvísu til langs tíma. Samninga sem hafa bæði gólf og þak til að tryggja kaupanda og seljanda viðunandi öryggi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 02:22

8 identicon

Takk Gunnar

Þetta var skynsamlega skrifað. Álverin munu ekki fara á hausinn en að Ísland sveiflist í takt við álverð er kannski ekki ákjósanlegt. Kísilverksmiðja eða önnur orkufrek stóriðja væri ákjósanlegri en öll stóriðja er náttúruvænni og hagkvæmari en vetnisframleiðsla með rafmagni :)

Mér finnst LV almennt vera óbilgjarnt fyrirtæki og ég er ekki sannfærður um fjárhagsrökin þeirra en þegar maður heyrir samanburð á virkjunum og ferðamannaiðnaði þá þakkar maður guði fyrir reiknimeistara LV.

Kæri Ómar. Nú hvet ég þig til að trappa aðeins niður málflutninginn þinn. Ég er sannfærður um að það sé þínum málstað fyrir bestu.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 07:34

9 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Álver hvað??? Ég er algerlega sammála þér. Þetta er frábært dæmi um "þýðingarleysi" álvera. Það er til fleira sem má nýta orkuna okkar til. Mér finnst ótrúlegt hvað margir (og þar með talið "sum" yfirvöld) eru hugmyndasnauðir þegar kemur að því að finna atvinnumöguleika..

Guðrún Olga Clausen, 22.6.2007 kl. 15:48

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar, þú skautar algerlega framhjá þeirri staðreynd að sú staða getur komið upp að álbræðslurnar taki upp á því að flytja starfsemi sína, þar sem laun eru lægri, jafnvel þó orkuverðið sé í lægra kantinum.

Finnst þér skynsamlegt að nokkrir erlendir auðhringar, sem eru jafnvel að kaupa hver annan upp, hafi slíkt hreðjartak á íslensku efnahagslífi, að þeir geti bara hótað að leggja niður starfsemi sína og flytja hana eitthvert annað, fái þeir ekki það sem þeir vilja?

Fyrir utan stækkunarfrekjuna, að þeir heimti alltaf fleiri og stærri virkjanir til að hafa vaxtarmöguleika, með tilheyrandi eyðileggingu á náttúruverðmætum landsins. Annars hóta þeir bara að hætta, eins og í Hafnarfirði.

Og hvaða lygar náttúruverndarsinna hafa verið hraktar, Gunnar og Guðjón? Það er nú lágmark að koma með einhver dæmi, sé fullyrt svona stórt. 

Theódór Norðkvist, 22.6.2007 kl. 22:15

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Theodór, þú skautar algjörlega framhjá að kynna þér málin. Álfyrirtæki gera samning 20-40 ár fram í tímann. Þau hafa enga möguleika á að að svíkja þá samninga. Ef þau vilja ekki framlengja að samningstíma liðnum (sem væri einkennilegt í ljósi þeirra raka sem virkjunarandstæðingar færa fram, að raforka sé seld á útsöluprís til álfyrirtækja)  þá eigum við fjárfestinguna sem í virkjununum liggur og ég efast um að þær verði verkefnalausar lengi.

Ég hef í löngu máli bæði í blaðagreinum og í bloggi talið upp bull sem ekki fæst staðist og það hafa fleiri gert. Ef þú hefur hvergi rekist á það, heldur trúir öllu í blindni sem virkjunarandstæðingar halda fram, þá er það þinn höfuðverkur. En ég skal nefna eitt dæmi sem mér finnst alltaf jafn hlægilegt og kom fram í blaðagrein sem Andri Snær Magnason ritaði. Hann talaði um í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunnar, að fólk ætti að drífa sig austur til að sjá í síðasta sinn... og svo kom langur listi hjá honum. M.a. að nú skyldi fólk fara og skoða austurhálendi landsins í síðasta sinn, því enginn hefði áhuga á því að loknum framkvæmdum gæsirnar og hreindýrin þar í síðasta sinn. Svo talaði hann um fjölda fossa sem hyrfu í lónið, (fossasprænur sem eru til í hundraða tali um allt land) og svo toppaði hann allt þegar hann sagði að nú skyldi fólk drífa sig austur til að sjá "fagurbláan Löginn" í síðasta sinn. Ef einhver hefur séð Löginn fagurbláan, ætti sá hinn sami að láta athuga í sér sjónina.

Auk þess eru náttúrverndarsinnar eins og Þorsteinn Siglaugsson rekstrarhagfræðingur að reikna út arðsemi Kárahnjúka með þvílíkri eindæmis vitleysisrökum að hann varð sér til ævarandi skammar og Náttúruverndarsamtök Íslands flögguðu skýrslu hans um tíma. Og enn eru sumir, sem greinilega fylgjast ekki vel með að vitna í hana samanber frambjóðandi VG Andrea Ólafsdóttir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 00:16

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kannski er þekkingu minni að einhverju leyti ábótavant og alltaf ástæða til að bæta úr því. Ég trúi ekki öllu í blindni, ég legg mig yfirleitt fram um að kynna mér málin vel.

Það munar um hvern foss sem er fórnað á altari gróðahyggjunnar, þó þeir séu margir. Þeir verða bráðlega allir horfnir ef álhraðlestin heldur áfram á stjórnlausum hraða yfir landið og gefur frekar í en hitt.

Þú segir að Andri Snær hafi ranglega talað um fagurbláan Löginn. Ekki finnst mér þetta nú stórvægilegt atriði, þó maðurinn hafi farið ranglega með litinn á Leginum. Ef þetta er besta dæmið um rangfærslu náttúruverndarsinna, þá eru nú rök þín aum.

Arðsemisútreikningar eru flóknir og varla á færi annarra en viðskiptafræðinga og fróðra manna á þeim vettvangi, að gera þá vel. Ég finn enga rangfærslu í grein þinni hér að ofan sem þú hrekur um arðsemisútreikninga Þorsteins, einungis órökstudd fullyrðing um að hann hafi orðið sér til skammar.

Hvernig er með það arðsemismat, sem sýndi að Kárahnjúkavirkjun yrði arðbær, er tekið inn í hana eyðilegging náttúruverðmæta, flekkað orðspor Íslands vegna þrælahalds á Kárahnjúkum o.fl.? Ég veit að náttúruverðmæti eru metin í arðsemisútreikningum víða erlendis. 

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 01:40

13 identicon

Theódór: Ein álpappírsrúlla á hvert mannsbarn á ári gerir 2 milljónir tonna af ári. Það munar um hvern foss sem fer í þetta. Gróðahyggja er hluti af þessu en stóra vandamálið er að fá almenning til að endurvinna. Það koma 40tonn af 160 tonnum af innfluttum rafhlöðum til endurvinnslu.Jafnvel formaður framtíðarlandsins hendir álbökkum í ruslið á meðan hann fræðir mig um "vondu álfyrirtækin".

Nær allir náttúruverndarsinnar tala um Kyoto en eru fylgjandi ferðamennsku. Flug er mest vaxandi CO2 uppspretta í heiminum í dag en fellur utan Kyoto vegna þess að samningurinn var aldrei kláraður.

SO2 er eitthvað sem fólki er kennt að vera hrætt við af því að það kemur úr álverum. Hins vegar kemur náskyld en mun hættulegri lofttegund, H2S úr háhitavirkjunum og það er aldrei nefnt.

Olíunotkun Íslendinga er langt frá því að vera sjálfbær. Þú talar um fossana sem ekki má skemma og ég virði það en skoðaðu þær þúsundir ferkílómetra af frumskógi sem er brennt á hverju ári til að framleiða lífrænt eldsneyti á bíla.

Álver á Íslandi spara orku og náttúruauðlindir og eru það umhverfisvænasta sem Íslendingar hafa gert lengi. Um leið og það kemur heilstæð umræða um sóun náttúruauðlinda mun ég íhuga að sættast á virkjanastopp en í dag leggjast "náttúruverndarsinnar" gegn slíkri umræðu og þá er bara að velja næstverstu leiðina :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 09:14

14 identicon

Afsakiði en. Varðandi þrælahald við Kárahnjúka þá skaltu nota tækifærið og spyrja fólkið sjálft hvernig því líður. Oft eru aðstæður sem við teljum hræðilegar miklu betri en þær aðstæður fólkið býr við heimafyrir (ég er ekki að afsaka Impreglio).

Ég vona að Kínverjar fari að hafa það svo gott að þeir hætti að nenna að koma til Íslands til vinnu.

Heyrði viðtal í gær við konu sem var tvisvar seld í hjónaband til eiturlyfjaneytanda af foreldrum sínum. Verksmiðjur Wal-Mart od Walt Disney er oft eina leið þjóða út úr slíkum ógöngum. Íslendingar verða að opna augun fyrir hinu raunverulega ástandi sem ríkir víða í heiminum.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 09:52

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit að framleitt ál fer í álpappír. Sjálfur nota ég aldrei álpappír og kaupi mjög sjaldan gos í áldósum. Ég tek undir það að ein leið til að losna við álskrímslin er að svelta þau í burtu, þ.e. draga úr notkun áls.

Varðandi ferðamennsku þá réttlætir ein uppspretta mengunar ekki aðra. Það er hægt að benda á þúsund aðrar mengunaruppsprettur en álbræðslur, en það er ljóst að álbræðslur eru mikill mengunarvaldur, sér í lagi fyrir þá sem búa í nágrenni við þær. Fyrir utan orkugræðgina og hvað þau skila litlum arði í þjóðarbúið, eins og margoft hefur verið bent á, m.a. af Ómari.

Já, þrælahaldið á Kárahnjúkum er sem sagt til að bjarga Portúgölum, Pólverjum og Kínverjum frá enn verri þrældóm. Þetta var líka sagt þegar Benz-verksmiðjurnar fengu til sín ódýrt vinnuafl Gyðinga til að bjarga þeim frá gasklefunum. Hefurðu séð Schindler's list?

PS Erum við kannski komnir út fyrir efni greinarinnar? 

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 13:59

16 identicon

Takk fyrir svarið Theódór

Jú, við erum farnir að misnota bloggið hans Ómars. En svör þín og Gunnars eru uppörvandi, nú byrja ég sjálfur að blogga.

Það er fjöldi fólks sem reynir að hoppa niður á lestar og brenna af sér fingraförin til að komast inn í Evrópu í leit að atvinnu. Nefndu mér einhvern gyðing sem fór sjálfviljugur í fangabúðir.

Vandamálið er að finna leið til þess að 7 miljarðar manna geti lifað í sátt hver við annan og skilið eftir nægt rými fyrir ósnerta náttúru, plöntur og dýralíf.

Við verðum að skoða allar uppsprettur mengunar en ekki fordæma álver og lofa ferðamennsku í blindni. Mannkyninu fer fjölgandi og kröfur til lífsgæða aukast og við þurfum að finna tækni til að leysa þetta án þess að brenna mikilvægasta lífríki jarðar, þ.e.a.s. frumskógana.

Lokakveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 14:33

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, við látum þetta gott heita hér, kíki kannski á bloggið hjá þér einhvern tímann. Ég sakna þess að fá ekki svar frá Gunnari, en það bíður bara betri tíma.

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 14:47

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir Theodór, að fossum sé fórnað á altari gróðahyggjunnar. Hvernig væri að læra nýja frasa? T.d.: Fossum er fórnað fyrir betri lífskjör, eða fórnað fyrir stöðuga og örugga gjaldeyrisöflun...fjölbreytt atvinnulíf á stöðum sem hafa lítið annað að bjóða en orku. Af nógu er að taka. Það er stöðugt reynt að draga upp dökka mynd af sjálfsbjargarviðleitni í lífsbaráttu vinnandi fólks og merkilegt að obbinn af andstæðingum orkuöflunar skuli vera vinstrimenn, fyrrverandi talsmönnum hinna vinnandi stétta. Hvenær varð barátta fyrir bættum lífskjörum af hinu vonda hjá verkalýðssinnum?

Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni að reikna beri verðmæti náttúrunnar inn í arðsemismatið, en þá verður líka að vera einhver glóra í því mati. Ef þeir sem vilja vernda allt og telja að allt sé einstakt og ómetanlegt, fengju að sitja einir að því mati, er ég hræddur um að fermetraverð lands á Íslandi yrði svo dýrt að við hefðum ekki efni á að búa í landinu.

Ég vil benda þér Theodór á blogg mitt frá 25. maí s.l. í sambandi við arðsemisútreikninga Þorsteins Siglaugssonar. Þar er einnig krækja í grein eftir Guðmund Ólafsson hagfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Bloggið sérðu  HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 14:57

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir íslenskukennsluna. Ég nota það orðalag sem mér sýnist. Ég get ekki verið sammála því að segja að fossum sé fórnað fyrir betri lífskjör, eða örugga gjaldeyrisöflun. Eins og ég segi hér fyrr, þó tel ég góð lífskjör m.a. felast í því að hafa gróið og fallegt land í kringum mig, ekki net af háspennulínum. Auk þess er það neikvætt fyrir lífskjör okkar til lengdar að eyðileggja stöðugt meira af jarðnæði og lífríkinu fyrir mjög lítinn ávinning. Við lifum af því sem landið gefur af sér og ef við höldum áfram að eyðileggja lífríkið, þangað til landið verður bara eyðimörk og uppistöðulón eigum við að éta álbakka okkur til lífsviðurværis?

Hvað veist þú um það hvort obbinn af andstæðingum orkuöflunar séu vinstrimenn? Hefurðu einhverjar heimildir fyrir því? Auk þess held ég að það sé enginn hér andstæðingur orkuöflunar, við erum líka að tala um í hvað orkan er nýtt, hvort það séu álbræðslur eða netþjónabú, eða eitthvað enn annað.

Auðvitað er erfitt að henda reiður á verðmæti náttúrunnar. Það eru samt til aðferðir við það í rekstrarhagfræði, þó ég þekki þær ekki vel. Flesti vilja fara í ferðalag í góðu veðri, sem sést best á því að það var óslitin bílalest frá Rauðavatni á Selfoss í gærkvöld. Þegar skoðanabræður þínir úr Sjálfstæðisflokknum hafa grætt svo mikið á vaxtaokri bankanna að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana, þá er það nú yfirleitt það fyrsta sem þeir gera að þeir kaupa sér sumarbústað í sveitarsældinni, fjarri ys og þys höfuðborgarsvæðisins.

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 16:44

20 identicon

Theódór og Gunnar. Þið hafið báðir nokkuð til ykkar máls, vinsamlegast sparið gífuryrðin.

Skoðið nú þessar myndir í samanburði við myndirnar hans Ómars af fallegum fossum.

http://earthobservatory.nasa.gov/Study/AmazonFire/

Sænski "umhverfisflokkurinn" styður beint svona aðgerðir til "bjargar" lífríki jarðar. Íslenskir umhverfissinnar neyta að skýra hvaðan olían á að koma sem er engu skárra.

Nútíma lífsmáti krefst náttúrufórna en það er öllu verra að færa fórnirnar hinum megin á hnöttinn og láta eins og þær hverfi við það.

Nú lofa ég að hætta :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 17:06

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þó ég vilji auka fjölbreytni frasa er ekki þar með sagt að ég sé að kenna þér íslensku, enda þess ekki umkominn. En það sem þú segir Theodór í svari þínu lýsir einmitt nákvæmlega ýkjunum sem ég er að tala um og ég nota reyndar orðið bull um það líka.

"Eins og ég segi hér fyrr, þó tel ég góð lífskjör m.a. felast í því að hafa gróið og fallegt land í kringum mig, ekki net af háspennulínum. Auk þess er það neikvætt fyrir lífskjör okkar til lengdar að eyðileggja stöðugt meira af jarðnæði og lífríkinu fyrir mjög lítinn ávinning. Við lifum af því sem landið gefur af sér og ef við höldum áfram að eyðileggja lífríkið, þangað til landið verður bara eyðimörk og uppistöðulón eigum við að éta álbakka okkur til lífsviðurværis?"

Svona fullyrðingar eru ýkjur og bull. Og ég stend algjörlega við þá fullyrðingu að yfirgnæfandi meirihluti "öfgaumhverfissinna" eru vinstrimenn. Ómar og einhverjir fleiri eru auðvitað undantekningin sem sannar regluna. Þeir sem eru á ysta vinstrivæng stjórnmálanna eru í tilvistarkreppu og hafa gripið þetta hálmstrá til að klæða andúð sína á kapitalisma. Enda hefur margoft komið í ljós að það er ekki ást þeirra á ósnortinni náttúru sem drífur þá áfram, heldur fíkn þeirra í völd sem þeir fá ekki með hefðbundnum áróðri últra vinstrimanna. Þetta sannaðist m.a. þegar Steingrímur J. Sigfússon hrundi á hnén, kjökrandi fyrir framan Ingibjörgu Sólrúnu og bauð henni forsætisráðherrastólinn og afslátt á stopp-stefnunni í nýrri vinstristjórn, þegar hann áttaði sig á að hann var ekki einu sinni næst sætasta stelpan á ballinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 18:03

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég þakka Gunnari fyrir þessa ábendingu um arðsemisútreikninga Kárahnjúkavirkjunar. Ég skal játa það að mér leiðist svona viðskiptalegir útreikningar afskaplega mikið, en hef þó staulast í gegnum þá með brjóstvitið að vopni.

Hér  er ágætis umfjöllun um þessa arðsemisútreikninga, sem þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér. Ég sé ekki betur en að Þorsteinn hreki fullyrðingar Guðmundar Ólafssonar um að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi pantað niðurstöður Þorsteins.

Aðalatriðið er að það má alltaf deila um hvaða forsendur menn eigi að gefa sér í arðsemisútreikningum. Þorsteinn reiknar með 1-2% lækkun á álverði að jafnaði og miðar við þróun síðustu 100 árin. Guðmundur vill reikna með hækkun.

Það er ekkert sem segir okkur að það sé eitthvað náttúrulögmál að álverð muni eitthvað rjúka upp. Það hefur alltaf sveiflast. Koltrefjaefni eru að ryðja sér til rúms, t.d. í flugvélum, sem gæti ollið verðfalli á áli.

Að lokum um þetta: Ef Kárahnjúkavirkjun er svona arðbær, hvers vegna þurfti þá að veita ríkisábyrgð á henni? Ekki treysti álrisinn sér til að ábyrgjast hana, enda vita menn best þar á bæ hvílíkt smánarverð þeir eru að greiða fyrir orkuna.

Gunnar, það er þér ekki sæmandi að kalla fullyrðingar annarra ýkjur og bull og koma ekki með neinn rökstuðning. Það vita það allir sem vilja vita, að við erum að ganga mjög nærri lífríkinu hér á jörðu.

Við erum alltaf að þrengja að jörðinni og möguleikum hennar til að brauðfæða mannkynið, á sama tíma og mannkyninu fjölgar stjórnlaust. Ég vil ekki hljóma sem heimsendaspámaður, en ef þú horfir á fréttirnar í sjónvarpinu þá sérðu að það líður varla fréttatími án þess að birtar séu fréttir af flóðum, fellibyljum og hungursneyðum.

Það verður að grípa í taumana og einn liður í því er að stöðva álvæðinguna, áður en það verður of seint. 

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 23:08

23 identicon

Theódór: Álverð hefur lækkað í hlutfalli við lækkandi orkunotkun við framleiðsluna. Fræðilega lágmarkið er 6kWh/kg, nú er staðan 13kWh/kg. Ef við færumst nær fræðilega lágmarkinu þá annað hvort eykst framleiðslan eða það losnar orka fyrir netþjónabú eða eitthvað annað. Það er ekkert vandamál (nema LV hafi samið af sér sem ég útiloka ekki).

Ég nota ál í nær öllu sem ég smíða og veit að notkun þess mun aukast. Eftir að ESB setti reglur um lágmarks endurvinnsluhlutfall er farið að hvetja til notkunar á áli í umbúðir til að spara orku og náttúruauðlindir.

Ég er sammála með ríkisábyrgðina. Ef þú lest bæklinginn um sæstrenginn (fæst á Hagstofunni) þá átti að láta einkaaðila algerlega um þá fjárfestingu. Ég hefði viljað sjá Kárahnjúkavirkjun rísa fyrir einkafjármagn.

Varðandi það að ganga nærri lífríkinu þá skaltu skoða síðuna sem ég benti á. Álver á Íslandi lágmarka sóun á náttúruverðmætum. Ferðamálahugmyndirnar hans Ómars hámarka sóunina og minnka möguleikann á að brauðfæða mannkynið. Kolaknúið álver í Kína er ógnun við náttúruna.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 09:38

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil ekki hvaða áhyggjur þetta eru með ríkisábyrgðina. Það mætti halda að henni fylgdi einhver kostnaður. En raunin er sú að LV fær einfaldlega hagstæðari lán út á hana og hingað til hefur það þótt jákvætt að fá hagstæð lán þegar menn fjárfesta.

Það er ekki útilokað að einkafyrirtæki fái lán með ríkisábyrgð í framtíðinni ef dýrar fjárfestingar þeirra eru taldar skila arði til þjóðarbúsins og áhættufaktorinn er ásættanlegur. Ekki það að mér hugnist almennt slíkt fyrirkomulag, auk þess sem slíkt getur verið snúið gagnvart EES. En þetta var nú í umræðunni vegna ÍE á sínum tíma og þótti ekki fráleitt að margra mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2007 kl. 16:59

25 identicon

Ábyrgð fylgir í öllum tilfellum kostnaður. Verkinu getur seinkað, það geta fundist sprungur á svæðinu og ýmislegt fleira.

Ríkisstyrkir og ríkisábyrgð finnst mér geta átt rétt á sér í verkefnum sem hafa mikinn almennan ágóða en háan áhættufaktor.

Ríkisstjórn BNA styrkir til dæmis ekki jarðhita því það er að mestu þekkt tækni en styrkir önnur verkefni í orkugeiranum þar sem tæknin er á bleyjustigi.

Nú legg ég til að við finnum einhvern annan vettvang en bloggið hans Ómars til að safna saman þeim niðurstöðum úr þrasinu sem okkur finnst skynsamlegastar. Líst ykkur á það?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 19:57

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, sammála, ég skal ekki ergja Ómar lengur. Ég væri til í að stofna færslu um þetta á blogginu mínu, ef Gunnar vill stofna færslu á sínu, þá er það ekkert verra. Ertu nokkuð kominn með blogg Guðjón?

Takk fyrir góð skoðanaskipti. 

Theódór Norðkvist, 25.6.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband