NÓG ORKA FYRIR ÁLVÆÐINGU OG VETN ISVÆÐINGU?

Í upphafi skyldi endinn skoða. Ef álverksmiðjur rísa í Helguvík, á Keilisnesi, í Þorlákshöfn og á Bakka í viðbót við álverið í Straumsvík er augljóst að ef öll þessi álver eiga að vera arðbær þarf til þess alla efnahagslega virkjanlega orku landsins. Hvar ætla menn þá að fá orku til að: - 1. knýja bíla- og skipaflotann, -   2. selja raforku til netþjónabúanna sem vilja koma hingað og 3:  - senda rafmagn um streng til Skotlands? 4. Knýja allar olíuhreinsistöðvarnar sem mönnum sýnist þurfa að reisa á landsbyggðinni til þess að bæta upp minnkandi fiskveiðikvóta.

Allar þessar hugmyndir eru kynntar í belg og biðu án þess að í upphafi sé athugað hvert svona virkjanafyllerí leiðir okkar. Öll notin sem eru númeruð hér að ofan virðast gefa mun hærra orkuverð með mun minni mengun en fyrirhuguð álver. 

Netþjónabúin menga ekki og gefa meiri ágóða og fleiri og betri störf miðað við orkueyðslu heldur en álverin og olíuhreinsistöðvarnar.    

Hvernig væri nú að setjast niður og forgangsraða t.d. svona:  1. Raforka fyrir vetnisvæðingu bíla- og skipaflotann. 2. Raforka fyrir netþjónabú.

3. Athuga hvort ekki verði komið á endastöð náttúruspjalla á Íslandi með því að framkvæmda nr. 1 og 2 og láta álfurstana og olíufurstaana eiga sig.  


mbl.is Fyrsti vetnisfólksbílinn tekinn í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, það er komið nóg af álverum á Ísland, tími til að skoða aðra hluti. 

"Don´t put all your eggs in one basket"

Gummi (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Unnar Geirdal

Heyr Heyr, en ég spyr. Þannig að þér finnst allt í lag að virkja ? En villt passa upp á í hvað orkan sem er virkjuð fer í, semsagt þér er sama um landslagið ? En villt samt halda því ? 

Samanber mótmælum þínum við kárahnjúka, þar varstu ekki að mótmæla í hvað orkan væri notuð frekar en hvað virkjunin eyðilagði.

 Eða er ég alveg að gapa út í loftið með puttann upp í nefi ?

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Við vitum mest lítið um endingu virkjana á háhitasvæðum eða afleiðingarnar af þeim  en ég vil vekja athygli á virkjunum í neðri Þjórsá sem eru næsta umhverfisslys Íslandssögunnar.

Þjórsá stendur fyrir 5% af laxastofni landsins. Hann er í útrýmingarhættu við þessar virkjanir og svokallaðar mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar eru bara aumt friðþægingaryfirklór.

Hvet fólk til að kynna sér þessi áformuðu virkjanamál hér:  

 Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Fyrir þessa grein fór ég vandlega yfir skýrslur um umhverfismat og ósamræmið milli orðalags sérfræðinga í frumskýrslum og lokaskýrslum Landsvirkjunar er eins og það sé verið að tala um sitthvora virkjunina. Orðalag Landsvirkjunar og skýringarmyndir þar sem þeir sýna tölvuteikningar með 30-40% rennslis árinnar eftir virkjun er hrein fölsun því allt niður í 4% hennar verður eftir á köflum. Þá væntanlega sem nokkrir smálækir í farveginum.

Þetta ríki í ríkinu hefur allt of lengi fengið að stjórna framtíð Íslands.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.7.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ómar, góðir og athyglisverðir pistlar frá þér að vanda.  En nú aðeins frá umhverfismálum.  KLUKK !

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.7.2007 kl. 23:37

5 identicon

Sammála Ævari.

Vildi líka fá hjá þér svar um hvert á að koma treflinum þínum sem þú gleymdir á laugardaginn í Ölfusi? :-)

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:18

6 identicon

Sæll Ómar. Ég ætlaði upphaflega að skrifa stutt svar við þessari mjög svo áhugaverðu færslu en ég endaði með heila grein sem ég ákvað að láta enda á mínu bloggi

Það sem ég vildi sagt hafa var að ég er mjög sammála þér og í ljósi þess að metanvæðingin er komin á skrið ætti frekar að hlúa að henni heldur en að byggja risavirkjanir til að framleiða vetni.

Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:25

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hjá hér

...Vetni er um helmingi verri orkuberi fyrir farartæki en rafgeymir.  Munurinn er það mikill að óliklegt er að hægt sé að reikna þetta vetninu í hag....

Ágúst H Bjarnason, 12.7.2007 kl. 07:25

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sæll Ómar.

Eitthvað brást tilvísunin. Reyni aftur. Sjá hér.  www.agust.net/vetni

Vissulega eru rafmagnsbílar framtíðin, en er vetni réttur orkumiðill?

Bestu kveðjur,

Ágúst H Bjarnason, 12.7.2007 kl. 07:29

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Með fullyrðingu þinni í greininni Ómar, ertu að gefa þér þær forsendur að um einhverja tiltekna stækkun á öllum álverunum verði að ræða, reikna ég með og einnig ertu væntanlega að segja að það sem við sjáum í hendi okkar nú, er það sem við höfum. Og þessvegna eru nýjir möguleikar á djúpborun o.fl. jarðhitatengdu, haldið til hlés í umræðunni. Það hentar ekki akkúrat núna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband