HJÁLPUM ÞEIM !

Hjálpum þeim! - vesalings Bandaríkjamönnunum sem treysta sé ekki til að láta af hendi yfirburða forystu sína í útblástri gróðurhúsalofttegunda. Hjálpum þeim til að sleppa við að endurvinna ál með því að lofa þeim að reisa ný álver hér á landi til þess framleiða það sem þeir þurfa til að geta hent álumbúðunum áfram. Hjálpum þeim í leiðinni til leggja niður óvinsæl álver heima hjá sér. Hjálpum þeim til að varðveita orkubúntið Yellowstone með því að virkja fyrir þá hér á Íslandi mun dýrmætari náttúru á heimsvísu. 

Hjálpum þeim til að reisa olíuhreinsistöðvar hér í stað stöðvanna sem þeir hafa lagt niður hjá sér.  

Við erum fá en en við getum hjálpað þeim eins og við getum við framleiða áfram stóra og eyðslufreka bíla með því að halda áfram að kaupa slíka bíla af þeim og veita áfram tollaafslátt í því skyni.

Ef við hjálpum þeim hjálpa þeir kannski okkur. Ef við styðjum sem allra mesta uppbyggingu herafla NATÓ við bæjardyr Rússa í austanverðri Evrópu getum við kannski hleypt lífi í nýtt kalt stríð og fengið herinn aftur til okkar, herinn sem fór héðan og menn segja að hafi með því valdið mesta atvinnu- og tekjumissi hér á landi í áratugi.

Ég er félagi í Samtökum um vestræna samvinnu og studdi með atkvæði mínu veru varnarliðsins. Ég hef hins vegar vonast til að ekki þyrfti að koma til þess, sem nú virðist stefna í, í flótta Bandaríkjamanna frá viðfangsefnum alþjóðsamfélagsins.

Það er í ósamræmi við fyrri viðbrögð Bandaríkjamanna við alþjóðlegri vá. Þeir komu, seinþreyttir til vandræða,  Evrópubúum og raunar mannkyninu öllu til hjálpar á ögurstundum í heimstyrjöldunum tveimur, einkum þeirri síðari. 

Ég var að vona að þeir brygðust eins við nú. Nú dofnar sú von hratt og stefnir að óbreyttu í það að hlutunum verði snúið við, - við verðum að hjálpa þeim við að komast hjá því að taka á sig sinn stærstan skerfinn af ábyrgðinni af því hvernig mannkynið umgengst jörðina sína og afkomendur sína.

Aðrar þjóðir heims, þar á meðal Íslendingar, eiga líklega engra annarra kosta völ en að láta herópið hljóma svo það berist vestur yfir Atlantshafið:  Hjálpum þeim !


mbl.is Bandaríkin skrifa ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gleymd' ekki þínum minnsta bróður ..."

Rómverji (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað ertu tilbúinn að borga mikið fyrir samkomulag um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda? Ertu með verðmiða á því Ómar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 15:34

3 identicon

Gunnar held að þú ættir bara að halda þessum fáránlegu skrifum þínum á þinni eigin bloggsíðu og leyfa vitibornu fólki að taka þátt í vitrænni umræðu. Það er skammarlegt að lesa þín skrif og vona þín vegna að þú þroskist hvað varðar þessi mál. Fordómar og þráhyggja er vond blanda til að bera á borð almennings.

kv. Vaðall

Vaðall (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 15:39

4 identicon

Sammála Ómari með stóru eyðslufreku bílana.  En hvernig á að búa til rafmagn úti í hinum stóra heima þegar ekki má nýta kjarnorku, ekki má virkja fallvötn, og helst ekki að það megi nýta jarðvarma?

Það er ljóst ef minnka eigi losun CO2, þá verður að slökkva á öllum heimsins kola- og olíuorkuverum, - ekki satt??

Kínverjar opna að meðaltali eitt stk. kolaorkuver á viku, eða um 52 ár ári.  Hvert þessara kolaorkuvera framleiðir að jafnaði tvöfallt meira afl en Kárahnjúkavirkjun.  Kína losar nú meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en Bandaríkin.  Af hverju beina umhverfissinnar ekki spjótum sínum að Kína?? Þora þeir því ekki? - eða er þetta enn eitt dæmið um hræsni og tvískinnungshátt hinna svokölluðu umhverfissinna??

Guðmann Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki veit ég hvers vegna Arnar Ævarsson forvarnarfulltrúi Kópavogsbæjar kýs að skrifa hér undir dulnefninu Vaðall. Skammast hann sín eitthvað fyrir að kunna ekki að vera málefnalegur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef því miður þurft að loka á hans athugasemdir á bloggi mínu vegna dónalegrar framkomu. IP tölurnar eru orðnar þrjár frá honum. Ætli Gunnar Birgisson viti af þessu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 16:12

7 identicon

Ekki veit ég hvernig Gunnari dettur í hug að ég sé Arnar og hvað þá að ég sinni þessu starfi sem hann nefnir. En sárt er greinilega að hlusta á þegar satt er kveðið. Gunnar bara svo þú vitir þá starfa ég sem lögfræðingur og hef undrast þessi skrif þín líkt og margir fleiri.

Vaðall (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:17

8 Smámynd: Sævar Helgason

Það er ekki uppörvandi fyrir okkur hér á Íslandi að það mikla varanlega tjón sem náttúra landsins verður fyrir skuli í raun vera kastað á ruslahauga í henni Ameríku.

Nálægt einni milljón tonna í formi áldósa fyrir drykkjarvörur er fleygt á haugana hjá þessari þjóð sem engu vill neinu fórna í þágu andrúmsloftsins og lífsins á jörðinni.

Öll okkar álver með núverandi framleiðslugetu halda ekki í við þessa sóun í Ameríku.

Það kostar aðeins 5 % að endurvinna ál miðað við frumvinnslu eins og hér er stunduð.

Er það réttlætanlegt að við fórnum okkar ægifagra landi á altari þessarar sóunar ?

 Ég vil staldra við .

Sævar Helgason, 8.12.2007 kl. 17:02

9 identicon

Það er sama sagan með Bandaríki Norður Ameríku. Sú þjóð er mesta ógnun við heimsfriðinn sem til er, og einnig mesti dragbíturinn á endurbótum í umhverfismálum. Það er af sem áður var.

Oli (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:16

10 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Verður þá ekki Kína að taka þátt í að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda til að eitthvað vit sé í þessu?

Ég held að stefna Bush forseta sé skynsöm. 

Elvar Atli Konráðsson, 8.12.2007 kl. 17:53

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Bara svo þú vitir þá eru bandarísk yfirvöld líka að sturta stórum upphæðum af skattfé í "aðgerðir" til að draga úr CO2 losun. Dæmi. Dæmi. Dæmi.

Ef þér finnst svona óþolandi að einhver hafi aðra nálgun á þessu "vandamáli" en Evrópuríkin (sem skilar vel á minnst ekki tilætluðum "árangri") þá ættir þú að hugleiða það hversu umburðarlyndur einstaklingur þú getur kallast.

Geir Ágústsson, 8.12.2007 kl. 19:45

12 identicon

Nafni, ég held það væri sterkur leikur hjá þér að nota dulnefni, öfgamenn eru engum málstað til góðs.

Kveðja

Gunnar hægrimaður !  

Gunnar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:03

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við eigum að móta okkar eigin atvinnustefnu í sátt við umhverfið og ekki vera taglhnýtingar Bandaríkjanna eða annarra þjóða í umhverfissóðaskap.

Theódór Norðkvist, 8.12.2007 kl. 22:29

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Getur sólin bjargað okkur frá hnatthlýnun? Grein sem vekur hroll í The Independent 5. des.

Þetta er yfirskrift pistils Ágústs H. Bjarnason sem vert er fyrir ykkur að skoða.

Ég fæ kannski svívirðingar um öfga fyrir að benda á þetta?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 22:43

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vaxandi líkur eru á því að kjarnorkuver verði að hluta til millileikur í neyð á meðan menn leita að skárri lausn. Andstaða gegn þeim fer minnkandi, bæði vegna þess að þau eru orðin tæknilega betri og öruggari en áður var, virka tiltölulega fljótt og verið er að vinna í því að minnka úrgangsvandamálin.

En eftir sem áður þarf miklu meira til.  

Ómar Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 01:12

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, þú hélst því fram fyrir skömmu að þú værir stálminnugur, en er skammtímaminnið eitthvað að gefa sig? Fyrir tæpum sólarhring varstu ósáttur við að femínisti nokkur skyldi loka fyrir athugasemdir á bloggsíðu sinni:

"...það er óskemmtilegt að þurfa að þola ómálefnalegar athugasemdir, en vanalega dæma þær sig sjálfar. En bloggfærslan hennar á að standa fyrir sínu og athugasemdir skemmir hana ekkert."

Er það svo að skilja á athugasemd nr. 6 hér fyrir ofan að það sama gildi ekki fyrir femínista og karlrembur?

Sigurður Hrellir, 9.12.2007 kl. 01:32

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir gerfinafni eru ódýr leið til að skeyta skapi sínu á öðrum með ómálefnalegum hætti.

Mergur málsins er einmitt sá að ef menn segja eitthvað á bloggsíðum, þá standa þeir og falla með því sjálfir.  Manndómslausir og huglausir nafnleysingjar vega úr launsátri.  Ég er ekkert viðkvæmur fyrir uppnefnum og skæting ef hann er ekki mjög persónulegur, enda virða þeir sem koma fram undir nafni ákveðin mörk í þeim efnum nema þeir séu eitthvað veikir á geði.

Ég fjarlægi nafnlausar athugasemdir á mínu bloggi ef þær misbjóða mér og ég banna  IP tölurnar sem fylgja þeim, en mér dettur ekki í hug að loka athugasemdarmöguleikanum. Það finnst mér út í hött.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2007 kl. 06:22

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

http://addis.blog.is/blog/addis/ Arnar á sína blogsíðu en skrifar ekki í hana né kýs hann að logga sig inn og gera athugasemdir þannig. Að neðan er dæmi um athugasemd sem ég kæri mig ekki um á mínu bloggi. E-mailið tilheyrir Arnari.

Vaðall: Gunnar þú átt að skammast þín fyrir svona skrif og hreinsa þessa færslu hið snarasta út og biðjast afsökunar. Í hvaða veröld ert þú eiginlega staddur ???

6. des. 2007 21:59 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
arnarae@simnet.is | IP-tala: 157.157.240.187 Þegar ég bannaði þessa IP tölu þá spratt Arnar fram á ritvöllinn með tvær nýjar IP tölur en E-mailið fylgdi með eftir sem áður. Svo þykist hann allt í einu vera orðinn lögfræðingur hér á blogsíðu Ómars. Greinilega á harðahlaupum að fela sjálfan sig. Hvers vegna ætli það sé?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2007 kl. 06:54

19 identicon

Þetta er nú skondið að sjá deilur ykkar og nota þessa annars ágætu síðu hans Ómars í það, en Gunnar, ég las pistilinn þinn um fátækt þar sem Vaðall skrifar athugasemd, og verð nú að segja að ég er nokkuð sammála Vaðli þarna, ósmekklegur pistill í meira lagi.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:02

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já óhætt er að segja að ríkasta og eiginlega skuldseigasta þjóð heims sé aumkunarverð.

Og ekki má líta fram hjá að allur þessi stríðsrekstur eykur mjög mikið CO2 framleiðslu BNA sem ekki er til að bæta ástandið nema síður sé.

Í látunum sem voru vegna Kárahnjúkavirkjunarinnar skrifaði Jakob Björnsson einn af sínum mörgu og löngu pistlum. Rökstuddi hann í tugum greina hvers vegna við Íslendingar ættum að fórna jafnvel fögrum náttúruperlum af því að það væri svo umhverfisvænt að búa til ál með vatnsorku!  Leyfði Mosi sér að svara Jakobi á bloggsíðu hans á þann hátt að rétt væri að hvetja Bandaríkjamenn að taka upp endurvinnslu á áldollum. Hvatti Mosi hann að rita opið bréf til bandaríkjaforseta og bandarísku þjóðarinnar í viðurkenndan fjölmiðil þar vestra. Mosi vildi leggja hönd á þann mikilsverða plóg en benti á að fyrrverandi orkumálastjóri í landi sem hefur haft forystu í að virkja háhita gæti lagt sitthvað gott til þessara orkumála, meira værir tekið mark á honum fremur en óbreyttum áhugamanni um málefnið. Því miður lét orkumálastjórinn fyrrverandi nægja að þakka góða og vinsamlega ábendingu og þar með var málið afgreitt af hans hálfu!

Mosi hefur lengi verið að velta fyrir sér hvort ekki væri unnt að galopna þessa umræðu í Bandaríkjunum. Nú eru Bandaríkin smám saman að verða eyland meðal iðnríkja heims þar sem nánast ekkert tillit er tekið til endurnýtingar né orkusparnaðar. Hvarvetna um hinn siðvædda heim er verið að breyta skattkerfinu og taka upp umhverfisskatta. Því miður glutraði ríkisstjórnin mjög góðu tækifæri gagnvart álbræðslunni í Straumsvík fyrr á þessu ári þegar samningur var gerður við þá stassjón syðra. Í stað gamla framleiðslugjaldsins sem nam tæpum milljarð á ári var það gjald aftekið en í staðinn skilar forretningin sú inn skattframtali rétt eins og önnur fyrirtæki. Með þessu er tekin gríðarleg áhætta enda hefur verið opin leið til ýmissa bókhaldsfimleika sem átt geta sér stað eins og oft hefur viljað loða við fyrirtæki sem gjarnan vilja komast hjá að greiða skatta og skyldur. Álverið fékk um hálfan milljarð eftirgefinn með þessari breytingu og myndi það mikla fé nægja að reka t.d. Iðnskólann í Reykjavík, einn stærsta framhaldsskóla landsins í um hálft ár!

Bandaríkjamenn skipta vonandi um forseta og fá vonandi einhvern sem er betur að sér og víðsýnni en sá sem Bandaríkjamenn sitja núna uppi með.

Hvernig væri að íslenska sendiráðið í Washington tæki að sér að kynna Bandaríkjamönnum nytsemi endurvinnslu á áldollum? 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2007 kl. 14:52

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar: Afhverju skrifarðu þá ekki málefnalega gagnrýni inn á MITT blogg undir fullu nafni? Ert þú kannski eigandi hinnar IP tölunnar sem ég hef bannað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband