FRÁ HJARTANU MEÐ HUGREKKI.

Páll Óskar, Björk og Rúnar Júlíusson eiga það sameiginlegt að hafa aldrei verið að túlka eitthvað annað en þau hafa trúað á og komið hefur frá hjartanu, hvort sem það var "in" eða ekki. Þau hafa alltaf þorað að vera 100% þau sjálf, synda á móti straumnum ef svo bar undir og leggja alla sálu sína að veði.

Stundum gengur það vel, stundum ekki, - stundum lifa listamenn það ekki að vera metnir að verðleikum. "Ars longa, vita brevis", listin er löng en lífið er stutt og listamaður sem hefur það í huga, honum líður ætíð vel þótt móti blási.

Hvað eftir annað hafa þau Páll Óskar sýnt fádæma kjark, bæði í listinni og lífi sínu. Á okkar tímum er það mikilvægasta fólkið sem við eigum. Til hamingju!


mbl.is Páll Óskar og Björk söngvarar ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Tek undir öll þín sjónarmið í þessu efni og óska þeim til hamingju.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

góður punktur!

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já hjartanlega innilega sammála þessu. Þetta eru dýrmætustu einstaklingarnir sem þorað að standa með hugsjónum og innri hjartans rödd sem þjóð getur átt. Hamingjuóskir þið flottu listamenn. Ómar minn...þú ert líka einn af þessum öðlingum sjálfur..listamaður og lífskúnster sem þú ert og alltaf samkvæmur sjálfum þér.

Gleðilega páskahátíð

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þetta!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Landfari

Get ekki annað en verið innilega sammála þessum pistli. Þó ég búi við þá fötlun að geta ekki hlustað á tónlist Bjarkar mér til ánægu þá verður það ekki af henni skafið að hún hefur alltaf verið sjálfri sér trú. Palli hefur líka skapað sér sérstöðu sem ég kalla drottningu íslenskar popptónlistar. Rúnar Júl er eins og menntamálaráðherra sagði Töffari Íslands, með stóru T-i, og sýnist mér hann sitja þar einn í 10 efstu sætunum.

Landfari, 21.3.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband