YFIRLÝSING UM TÓNLISTARVANGETU?

Tónlist er listform. Dans er listform. Myndnotkun líkamans og hreyfinga hans getur verið listform. Listin þarf frelsi. Mercedes Club vill að sjálfsögðu komast á toppinn. Ef tónlistin nægir ekki til að koma þeim á toppinn og hreyfingar, myndbeiting og útfærsla tónlistarinnar fara út á eða út fyrir ystu nöf almennra viðhorfa um þau takmörk sem skynsamleg eru, er yfirlýsing um nektarmyndband í raun opinber viðurkenning Mercedes Club á því að tónlistarhæfileikarnir þurfi alvarlegrar hjálpar við til þess að skila þeim áfram.

Ég hvet Mercedes Club til að grípa ekki til örþrifaráða í framaviðleitni sinni heldur að þroska betur tónlistar- og tjáningarhæfileika innan skynsamlegra marka. Ég hef hins vegar ekkert við það að athuga að sveitin nýti sér líkamlega yfirburði yfir annað tónlistarfólk til að styðja góða tónlist sína.

Ég nefni sem dæmi Pál Óskar Hjálmtýsson sem alla tíð hefur staðið svo mjög framar öðrum tónlistarflytjendum í notkun líkamlegra hæfileika til túlkunar að aðrir flytjendur hafa oft verið eins og spýtudúkkur í samanburði við hann.
Páll Óskar er hins vegar svo góður tónlistarmaður og flytjandi að hann þarf ekki að grípa til örþrifaráða til þess að komast á þann stall sem nýleg tónlistarverlaun báru vitni um.

Það er alltaf hægt að sækjast eftir meira frelsi en að því kemur ævinlega í lokin að farið er yfir strikið.

Takið ykkur Pál Óskar til fyrirmyndar og dýpkið og fágið hæfileika ykkar eins og hann hefur gert við sína hæfileika. Þið eigið ekki að þurfa að gefa yfirlýsingar um nekt til þess að koma tónlist ykkar á framfæri því að það getur litið út eins og yfirlýsing ykkar um vangetu á tónlistarsviðinu. Ég hélt einmitt að þið væruð í svo góðu líkamlegu formi að þið þyrftuð síst allra á nekt að halda.

Sú þróun tónlistar að gera hana æ háðari kynferðislegri útfærslu á myndböndum hefur ekki orðið tónlistinni til góðs að mínu mati heldur afhjúpað stöðnun hennar og skort á hugmyndaauðgi, frumleika og sköpunargetu innan hennar sjálfrar.

Besta tónlistarfólkið þarf ekki á slíkum umbúðum að halda utan um list sína, umbúðum, sem svo margir virðast ekki geta verið án utan um innihaldslitlar og andlausar afurðir.

Raunar er sú staðreynd að æ fleiri þurfi á kynferðislegum umbúðum að halda, þessi kvöð er að svipta tónlistina frelsi og binda hana niður í ákveðið form, sem þrengir viðfangsefni hennar. Það er umhugsunarefni.

Þá getur ákallið um meira frelsi snúist upp í andhverfu sína.


mbl.is Vilja vera nakin í myndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, Ómar!! Ekki draga úr þeim kjarkinn, leyfum þeim að stripplast. Gaman að því, allavega á meðan vorið lætur bíða eftir sér.

En þetta hefur auðvitað ekkert með tónlist að gera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 16:09

2 identicon

Ég er algjörlega sammála þér ómar!

En ég efast stórlega að þetta fólk geti framleitt almennilega tónlist... þau eru bara að upplifa 15mínútna frægð og eru að reyna að lengja hana í allavega hálftíma til að græða kannski smá pening á þessu

Friðjón Guðlaugsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef það hefur ekkert með tónlist að gera, er þá ekki rétt að breyta nafninu í Mercedes Strip Club?

Ómar Ragnarsson, 20.3.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Yndisleg tillaga að nafni, Ómar!

erlahlyns.blogspot.com, 20.3.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þarna vil ég aðeins setja ?merki við greinina. Eigum við að draga mörkin við nektina eða eigum við að setja mörk við fólk sem vill nota tölvustúdíó til þess að búa til auðveldlega útsett lög eins og eurobandið setti út?

Án allra hljóðfæraleikara, með enskum texta? Það var akkúrat þetta sem að Barði var að skopast að í lagi sínu en vegna neikvæðrar umfjöllunar var þetta lag að fórnarlambinu en ekki sigurlagið. Það vita allir sem að fylgdust með keppninni að hann var að gera grín að þessu austur evrópska teknó dóti sem að hefur verið að tröllríða keppninni undanfarið.

Strippið held ég hafi verið leið hans til þess að búa til act en ekki einhverja tónlistarsnillinga enda eru þau það augljóslega ekki.

Eurovision er ekki lengur keppni í hæfileikum í music heldur frekar í því að búa til act eða jafnvel absúrd atriði eins og t.d. Lordi eða núna, kjúklinginn frá Írlandi.

Pétur Kristinsson, 21.3.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband