MUNURINN Á FRÖKKUM OG BANDARÍKJAMÖNNUM.

Þegar Lewinsky-málið var í hámæli dundi fárviðri spurninga fjölmiðanna á forseta Bandaríkjanna sem voru að deyja úr hræsnisfullri hneysklun á einkamáli sem kom ekki öðrum við. Nýgræðingur í blaðamannastétt í Frakklandi hélt á blaðamannafundi Mitterands Frakklandsforseta að hægt væri að fiska eitthvað svipað upp þar og náði því að standa upp og spyrja forsetann: Er það rétt sem hvískrað er um, að þú hafir átt hjákonu í mörg ár? "Já," svaraði Mitterand, - "næsta spurning?" Málið dautt.

Framhjáhald Bandaríkjaforseta hefði aldrei átt að verða neitt mál frekar en einkamál Frakklandsforseta, En Bill bognaði undan hræsnisfullri hnýsni landa sinna og laug að þjóðinni og heiminum. Í því fólst alvarleiki málsins eingöngu að mínum dómi. Ef hann hefði sagt satt eins og hinn franski kollegi hans hefði málið horft öðruvísi við, að minnsta kosti í hugum flestra annarra þjóða en Bandaríkjamanna.

Ég verð að segja það að ef það á nú að fara að rífa og blása þetta mál upp að nýju til þess að gera Hillary Clinton erfitt fyrir er það dæmi um hvernig skinhelgin og hræsnin og það sem "selur" getur brenglað umræðuna og leitt athyglina frá þeim stórmálum sem ræða þarf við val á valdamesta manni heims.

Hillary hefur að mínum dómi komið óaðfinnanlega fram í þessu máli öllu þótt sumir núi henni nú um nasir að fyrirgefa eiginmanni sínum breyskleikann.

Hvar er nú allt kristilega siðgæðið sem hluti Bandaríkjamanna notar sem svipu á landa sína? Hver var það sem boðaði gildi kærleikans og fyrirgefningarinnar?


mbl.is Lewinskymálið skýtur á ný upp kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta er fáránlegt. Nú ætla þeir að gera sér mat úr því að Hillary var stödd Hvíta húsinu á sama tíma og lærlingurinn var í munnlegum tíma hjá Bill.

En fyrirsögnin í pistlinum segir kannski allt. Þ.e. að munurinn á Bandaríkjunum og ég vil segja Evrópu, er einmitt svona. Ef Bill hefði viðurkennt strax, hefði það þýtt skjótan pólitískan dauðdaga, en hann valdi kvalafulla og langdregna aftöku, sem greinilega stendur enn yfir. Í USA virðist vera mikið siðferðilegt óþol gagnvart nekt, kynlífi og dónalegu orðbragði, samanber þetta "píp" í sjónvarpsþáttum þegar einhver segir t.d. "fuck". En siðferðisþröskuldurinn er ekki hár þegar kemur að ofbeldi.

Þessu er þveröfugt farið í Evrópu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það má enn deila um hvort hann laug og hvort hann reykti gras. Hann hafði ráðfært sig við lögfræðinga um hvort að hann ætti að svara því játandi eða neitandi að hann hefði haft "sex". Þeirra skilgreining byggði á orðabók um að hugtakið vísaði til samfara, en samkvæmt því var það satt að hann "didn't have sex with that woman".

Aðalmálið er að hann var flottur forseti, en ég bjó í tvo ár í BNA meðan hann var við völd. Það var merkilegt að sjá að í þessari gríðarlegu rannsókn þá voru endurtekið karlar sem hafði verið ætlað það hlutverk að negla forsetann uppvísir að sögu um ofbeldi gegn konum. Í Lewinski málinu var þó allt með beggja samþykki og því um einkamál að ræða.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hið svokallaða kristilega siðgæði virðist bara stundum vera andstæða fyrirgefningar og umburðarlyndis, því miður.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Æj, þið virðist gleyma því að það lýðræði sem að kanar búa eftir er frönsk formúla en siðferðiskerfi þeirra kemur lýðræðinu nánast ekkert við, jú kannski ef einhver löggjöf sem að er ákveðinn af þjóðkjörnum fulltrúum lýðræðisins setja siðgæðisstuðulinn hærra en í evrópu þá "so be it".

Ef að þið horfið á kosningabaráttuna vestra að þá er deginum ljósara að kanar vilja hafa tilvonandi forseta sína hvítþvegna siðferðislega en aðrar þjóðir setja lægri kröfur að þessu leiti.

Pétur Kristinsson, 21.3.2008 kl. 01:28

5 identicon

alltaf þótt gaman af þér sem grínista...ekki reyna að vera alvalegur

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 02:06

6 Smámynd: Landfari

Reynir Már, mér vitanlega hef ég aldrei haft gaman af þér.....ekki reyna að vera fyndinn.

Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja, slepptu því þá.

Landfari, 21.3.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband