TÁKNRÆN AÐGERÐ.

Rof kínverska ríkissjónvarpsins á beinni útsendingu frá Olympíu var afar táknræn aðgerð sem sýnir mismuninn á aðstæðum þar í landi og á Vesturlöndum. Útsending á Vesturlöndum hefði ekki verið rofin við samsvararndi aðstæður. Ég held að fólk hefði fengið að sjá hvað gerðist. Minna má hins vegar á það hvernig íslensk stjórnvöld gengu erinda kínverskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong-fólkinu á sínum tíma og í gangi og lögregla sá til þess að hinn erlendi gestur þyrfti ekki að sjá að hér á landi væru uppi nein andmæli gegn mannréttindabrotum.

Ég er hins vegar þeirra skoðunar að íþróttaleikvangar og íþróttaviðburðir eigi að vera griðastaðir frá pólitískum deilum og hef áður bloggað um það hvernig það að blanda þessu saman leiðir í ögöngur sem eru engum til góðs, til dæmis í Moskvu 1980 og Los Angeles 1984. Dæmi um Ólympíuleika sem þó tókst að halda án stórfelldrar fjarveru þjóða voru leikarnir í Melbourne 1956 skömmu eftir að sovétmenn bældu niður uppreisn Ungverja í blóði.


mbl.is Útsending rofin frá Ólympíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Olympíuleikar eru oft á tíðum haldnir í stórpólitískum tilgangi, en stundum í minna pólitískum tilgangi. Þessvegna sækjast þjóðir eftir að halda þá. Bara svona til að tína til fáein dæmi: Olympíuleikarnir í Berlín 36, Olympíuleikarnir í Moskvu 80 og væntanlegir Olympíuleikar í Beijing.

Að halda því fram að þjóðir sækist ekki eftir að halda ólympíuleika í pólitískum tilgangi, er barnaskapur. Að halda því fram að Olympíuleikar séu algjörlega ópólitískir er barnaskapur... en ég hef ekkert á móti börnum!

Viðar Eggertsson, 24.3.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Var að koma frá Kína fyrir skömmu. Þar gerist það reglulega að útsendingin hjá CNN "dettur út" þegar eitthvað leiðinlegt sést í fréttum þeirra, þ. e. neikvæðar fréttir frá alþýðulýðveldinu. Sá þetta sjálfur á hóteli í Shanghai þar sem fréttaflutningur CNN af óeirðum í Tíbet hvarf af skjánum. Útsending hélt svo áfram skömmu síðar eins og ekkert hefði í skorist.

Maður hrekkur náttúrlega við að sjá þetta í fyrsta sinn, en svo rifjast upp fyrir manni: Ritskoðun! Svona er ritskoðun í framkvæmd!

Flosi Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Falung Gong málið þykir mér bera meira í sér en gefið er í skyn. Þarna voru gestir á Íslandi sem fengu ekki að tjá sig og settir í einhvers konar varðhald fyrir að ætla að tjá sig friðsamlega um ofbeldi gagnvart þeirra nánustu. Ég sé þetta sem hluta af samskonar vandamáli og fordæmið slæmt.

Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Falun Gong málið er skammarlegt og ótrúlegt að þjóð sem kennir sig við lýðræði geri þetta. Ég vona að þetta gerist ekki aftur, því svona er bera gert í lögregluríkjum. Ekki það að þjóðin hafði ekkert með þetta að gera, heldur nokkrir spilltir ráðamenn.

Villi Asgeirsson, 24.3.2008 kl. 21:48

5 identicon

Þetta Falun Gong mál var auðvitað mesta vandræðamál. Þetta hófst með því að Ólafur Ragnar fór til Kína og bauð svo fulltrúa stærsta fangelsis heims til Íslands ! Hann hefði betur sitið heima, Ólafur Ragnar. Stundum hugsa menn bara um sig. Svo halda fangaverðirnir því óhikað fram að "Tibet er órjúfanlegur hluti Kína". Þvílikt bull, hér treysta fangaverðirnir því að meirihluti fólks muni ekki eftir þessum atburðum, þegar þeir ruddust inn í Tibet, drápu eins marga eins og þeir gátu og eyðilögðu hof. Fóru eins ílla með vopnlausa þjóð eins og hægt er. Tibet hefur ALDREI verið hluti af Kína en því miður er of seint að breyta þessu. Fangaverðirnir eru búnir að planta of mörgum af sínu kyni inn í landið og þar með eyðileggja framtíð þess. Dalai Lama strendur sig vel, fangaverðirnir vita núna ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Ég fer ekki til Kína á Olympíuleika. Hef aldrei komið þangað og mun aldrei fara þangað. Hef mikla skömm á mannvonsku þeirra.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Ólimpíuleikarnir hafa auðvitað oft verið notaðir til að vekja athygli á ýmsu sem kemur íþróttum ekkert við. En ég er alveg sammála þér Ómar, Ólimpíuhugsjónina og íþróttir almennt á ekki að misnota á þann hátt. Boðskapur íþrótanna, "Heilbrigð sál í hraustum líkama" og þessa sameiningu þjóðanna á Ólimpíuleikum á ekki að menga með pólitísku þrasi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kínversk yfirvöld lifa í bullandi afneitun. þar aðhyllast menn 'out of sight, out of mind' mottóið. greinilega er líka allt of stór hluti þeirrar þjóðar of miklar lurður eða svona 'ignorant' að sjá annað hvort ekki gegn um vitleysuna, eða þora ekki að koma frá gamlingjunum við stjórnvölinn.

falun gong málið er hinsvegar öðruvísi. þar var hinn ástsæli leiðtogi 'out of sight, out of mind' manna í heimsókn hér. hinsvegar eru gestgjafarnir, eða voru í það minnsta á þeim tíma, undirlægjur hinar mestu. fyrst lögðust íslensk stjórnvöld, í bullandi meðvirkni, undir kínakarlinn og árið eftir lögðust þau, aftur í meðvirkniskasti, undir tvíeykið B&B með heimskulegri stuðningsyfirlýsingu við en heimskulegra og óréttlátara stríð.

allavega voru einhverjir í meðvirkniskasti þótt aðrir hafi kannski mest verið í krónísku pirringskasti.

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 00:04

8 identicon

Vestrænir fjölmiðlar manipúlera einnig fréttir um kínverja segja þeir: http://www.youtube.com/watch?v=uSQnK5FcKas

Ari (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 02:29

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kínverjar skjóta sig í fótinn með svona aðgerðum. Fréttin af mótmælunum í Olympíu fékk margfalt vægi þegar Kínverjar rufu útsendinguna heima fyrir. Það varð um leið þungamiðja fréttarinnar.

Að mínu áliti kemur ekki til greina að hundsa Ólympíuleikana. Frekar að reyna að beina að þeim athygli. Því það er sannfæring mín að með sama háttalagi muni Kínverjar sjálfir sjá um að kynna ástand mannréttindamála í Kína, hjálparlaust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband